Innlent

Kex Hostel efst á blaði hjá CNN

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kex Hostel hefur notið talsverðra vinsælda, bæði meðal ferðamanna og heimamanna.
Kex Hostel hefur notið talsverðra vinsælda, bæði meðal ferðamanna og heimamanna.
Kex Hostel er meðal meðal sjö hótela sem að CNN fjallar um á heimasíðu sinni í gær. CNN birtir grein þar sem valin eru bestu hótelin sem eru á viðráðanlegu verði. Kex Hostel er þar á blaði og segir í umfjöllun um Kex Hostel að góðir hlutir gerist þegar hópur fyrrum knattspyrnumanna og kvikmyndagerðarmanna taki sig til og hanni hótel í gamalli kexverksmiðju.

Hótel frá Madríd á Spáni, Buenos Aires í Argentínu, Feneyjum á Ítalíu o.fl. hótel komast á listann en Kex Hostel er efst á lista CNN. Í úttekt CNN var verið að leita til nútímavæddra hótela sem kæmu hótelgestum á óvart.

Kex Hostel kemur vel út úr samantekt CNN en þar segir að meginstef staðarins sé að búa til stað þar sem bæði ferðamenn og heimamenn geti komið saman, fengið sér bjór og notið augnabliksins.

CNN tekur fram í umfjöllun sinni að leikarinn Russell Crowe hafi haldið tónleika á Kex ásamt Patti Smith. Jafnframt hafi leikarinn Ben Stiller verið duglegur við heimsækja staðinn með á dvöl hans hér á landi stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×