Innlent

Vilja ljúka umræðu um Hólmsheiðarflugvöll

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hjartað í Vatnsmýri hefur opnað nýjan vef um þá hugmynd að reisa flugvöll á Hólmsheiði. Á vefnum eru tekin saman áður birt gögn sérfræðinga, stofnana og flugrekenda sem gefið hafa álit sitt á mögulegum flugvelli á Hólmsheiði.

„Það er mat Hjartans í Vatnsmýri að allar upplýsingar sem fram hafa komið síðustu ár, ítarlegar veðurfarsathuganir, o.fl. staðfesti að flugvöllur á Hólmsheiði sé andavana fæddur og eru landsmenn allir hvattir til þess að kynna sér vefinn og þau gögn sem þar eru að finna,“ segir í tilkynningu frá Hjartað í Vatnsmýrinni.

Ennfremur segir að tímabært sé að umræða um Hólmsheiðarflugvöll ljúki svo hægt sé að einbeita sér að uppbyggingu og framtíð óskertrar flugstarfsemi í Vatnsmýri sem rúmlega 67.000 Íslendingar hafa skrifað undir og 72% Reykvíkinga styðja.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×