Innlent

Fjölskyldurnar snortnar yfir samheldninni í íslensku samfélagi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Magdalena Hyz, sextán ára, og Natalia Gabinska, fimmtán ára, voru á ferðalagi með móður þeirrar síðarnefndu og kunningja hennar þegar slysið varð.
Magdalena Hyz, sextán ára, og Natalia Gabinska, fimmtán ára, voru á ferðalagi með móður þeirrar síðarnefndu og kunningja hennar þegar slysið varð.
Fjölskyldur þeirra Nataliu Gabinska og Magdalenu Hyz sem létust í bílslysi á Suðurlandsvegi í ágúst hafa sent frá sér yfirlýsingu.

Þakka þær kærlega fyrir stuðninginn og aðstoðina frá samfélaginu í kjölfar slyssins en stofnaður var styrktarreikningur í nafni stúlknanna til að hjálpa til við að fá þær fluttar heim til Póllands, en því fylgdi mikill kostnaður.

Segir í yfirlýsingunni að stuðningurinn hafi reynst fjölskyldunum ómetanlegur og segjast þær snortnar yfir því hvað það er mikil samheldni í íslensku samfélagi.

Það kom fjölskyldunni heldur betur á óvart þegar að WOW-air hafði samband við þau og bauð nánustu fjölskyldu beggja stúlknanna flug til Póllands svo þau gætu verið viðstödd útförina og verið nánustu fjölskyldu innan handar á þessum erfiðu tímum.

Fjölskyldurnar þakka innilega fyrir allt saman og segja að engin orð fái lýst þakklæti þeirra nógu vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×