Grunnskólabörn gengu yfir Vaðlaheiði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. september 2013 11:45 Efst á heiðinni beið matráður skólans eftir göngugörpunum og grillaði pylsur ofan í mannskapinn. MYND/VALSÁRSKÓLI „Það var erfitt að labba svona langt, en ég labbaði bara áfram alla leið. Við sáum skóg og dót á leiðinni og svo grilluðum við pylsur. Þetta var fínt,“ segir Kristófer Örn Sigurðarson, nemandi í fyrsta bekk í Valsárskóla á Svalbarðseyri en hann gekk yfir Vaðlaheiði ásamt skólafélögum sínum á þriðjudaginn fyrir viku, á árlegum Göngudegi skólans. Göngudagurinn er hluti af námsmarkmiðum Valsárskóla í útikennslu og var gengið frá Skógum í Fnjóskadal, eftir gamla veginum og síðan eftir gamalli þjóðleið sem liggur af heiðinni niður að Valsárskóla, alls um átján kílómetra. Yngstu bekkirnir fengu bílfar áleiðis upp heiðina en elstu nemendurnir gengu alla leið.„Mér fannst þetta erfitt,“ Segir Rakel Mjöll Jóhannsdóttir, nemandi í níunda bekk. „Það var kalt uppi á heiðinni og ég fékk hausverk. Við stoppuðum tvisvar til að bíða eftir þeim sem voru að tína ber. Ég vildi ekki tína ber því ég var að fara í útivistaval á eftir og þar áttum við að fara í berjamó,“ bætir hún við. Kristófer segir krakkana í Valsárskóla oft fara í slíkar vettvangsferðir með kennurunum. „Við bjuggum einu sinni til indjánatjald og vorum að tálga og saga spýtur í skóginum,“ segir hann hress og Rakel segir bekkinn hennar hafa gengið á Kaldbak og Súlur í útivistarvali. „Í fyrra bjuggum við til snjóhús með því að saga ís, fórum á gullfiskaveiðar og helgarferð í Ásbyrgi,“ bætir hún við. Í ferðinni yfir heiðina sáu krakkarnir báða enda Vaðlaheiðaganga og skoðuðu fornleifauppgröft við eystri enda ganganna í Fnjóskadal. Þá fundu krakkarnir rolluhræ sem hafði orðið úti á heiðinni í stórhríðinni í fyrra og voru frædd um örnefnin í kring. Krakkarnir sáu einnig húsin sín og skólann frá alveg nýju sjónarhorni sem mörgum þótti mjög skemmtilegt. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
„Það var erfitt að labba svona langt, en ég labbaði bara áfram alla leið. Við sáum skóg og dót á leiðinni og svo grilluðum við pylsur. Þetta var fínt,“ segir Kristófer Örn Sigurðarson, nemandi í fyrsta bekk í Valsárskóla á Svalbarðseyri en hann gekk yfir Vaðlaheiði ásamt skólafélögum sínum á þriðjudaginn fyrir viku, á árlegum Göngudegi skólans. Göngudagurinn er hluti af námsmarkmiðum Valsárskóla í útikennslu og var gengið frá Skógum í Fnjóskadal, eftir gamla veginum og síðan eftir gamalli þjóðleið sem liggur af heiðinni niður að Valsárskóla, alls um átján kílómetra. Yngstu bekkirnir fengu bílfar áleiðis upp heiðina en elstu nemendurnir gengu alla leið.„Mér fannst þetta erfitt,“ Segir Rakel Mjöll Jóhannsdóttir, nemandi í níunda bekk. „Það var kalt uppi á heiðinni og ég fékk hausverk. Við stoppuðum tvisvar til að bíða eftir þeim sem voru að tína ber. Ég vildi ekki tína ber því ég var að fara í útivistaval á eftir og þar áttum við að fara í berjamó,“ bætir hún við. Kristófer segir krakkana í Valsárskóla oft fara í slíkar vettvangsferðir með kennurunum. „Við bjuggum einu sinni til indjánatjald og vorum að tálga og saga spýtur í skóginum,“ segir hann hress og Rakel segir bekkinn hennar hafa gengið á Kaldbak og Súlur í útivistarvali. „Í fyrra bjuggum við til snjóhús með því að saga ís, fórum á gullfiskaveiðar og helgarferð í Ásbyrgi,“ bætir hún við. Í ferðinni yfir heiðina sáu krakkarnir báða enda Vaðlaheiðaganga og skoðuðu fornleifauppgröft við eystri enda ganganna í Fnjóskadal. Þá fundu krakkarnir rolluhræ sem hafði orðið úti á heiðinni í stórhríðinni í fyrra og voru frædd um örnefnin í kring. Krakkarnir sáu einnig húsin sín og skólann frá alveg nýju sjónarhorni sem mörgum þótti mjög skemmtilegt.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira