Fleiri fréttir Aldursmunur foreldra eins í dag og fyrir 150 árum Munur á meðalaldri karla og kvenna við fyrsta barn hefur verið þrjú ár í 150 ár. Ætti ekki að eiga við í dag, segir sagnfræðingur. Endurspeglar gamlar hugmyndir um valdaskiptingu kynjanna, segir kynjafræðingur. 8.7.2013 07:30 Aðstaða bætt fyrir vestan Sjálfboðaliðar frá bresku samtökunum BTCV hafa lyft grettistaki í aðstöðu fyrir ferðamenn á nokkrum verndarsvæðum Vestfjarðar í umboði Umhverfisstofnunar. 8.7.2013 07:00 Semja við Breta um arnfirskt hafkalk Fyrirtæki á Bíldudal stendur í samningum við bresk fyrirtæki um útflutning og dreifingu á fæðubótarefninu Hafkalki. Fimmtíu þúsund box voru seld innanlands í fyrra. Umfangið fjórfaldast ef af samningum verður segir stofnandinn. 8.7.2013 06:30 Hljóðið gott þrátt fyrir vinnslustopp Vinnslustopp hófst hjá fiskvinnslu Vísis á Þingeyri fyrir helgi. Vinnslustoppið mun vara í þrjár vikur en þá taka sumarleyfi starfsmanna við. 8.7.2013 06:00 Ræktar vindlatóbak og perur á Þingeyri Tóbaksræktun lofar góðu á Þingeyri og Hvammstanga. Fyrir vestan er ræktað Havana Golden-tóbak og húsbóndinn vonast til að vefja vindla á næstu Dýrafjarðardögum. Húsfreyjan er einnig með mörg framandi tré í garði sínum. 7.7.2013 23:00 Eldsýningu frestað vegna vonskuveðurs í Vatnsmýrinni Aflýsa þarf sýningu sænsku eldhuganna í Burnt Out Punks sem átti að vera í sirkusþorpinu í Vatnsmýri í kvöld klukkan 23:30. 7.7.2013 22:30 120 manns gengu óskaddaðir frá borði Hertar öryggiskröfum í flugvélum þakkað fyrir að manntjón varð ekki meira í flugslysinu í San Francisco í gær. 7.7.2013 18:57 "Forsetinn samkvæmum sjálfum sér ef hann neitar að skrifa undir lögin" Prófessor í stjórnmálafræði telur að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gefið fordæmi um að vísa ætti breytingum á veiðileyfagjöldunum í þjóðaratkvæði. 7.7.2013 18:50 "Dulbúin en þó greinileg hótun" Bandarísk yfirvöld sendu Íslendingum bréf þar sem þau fara fram á að Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. 7.7.2013 18:37 Tveir bátar á leið til hvalveiða í Faxaflóa Útlit er fyrir að tveir hrefnuveiðibátar verði í Faxaflóanum í ágúst. Undanfarin ár hefur hvalveiðibáturinn Hrafnreyður verið einn á veiðum í flóanum en nú eftir helgi mun nýr bátur hefja veiðar í flóanum. 7.7.2013 18:30 Sænskur ævintýramaður freistar þess að finna sögufrægt skip á hafsbotni Sænski ævintýramaðurinn Ola Skinnarmo kom við á Íslandi á leið sinni til norðvesturhluta Grænlands. Hann siglir á skútu sinni Explorer með vaskt lið að freista þess að finna skipið Vega, sem legið hefur á hafsbotni í 110 ár. 7.7.2013 18:00 Umferðin farin að þyngjast Umferð til borgarinnar er farin að þyngjast eftir þessa stærstu ferðahelgi ársins. Þó er minni umferð á þjóðveginum og á sama tíma í fyrra, en slæmt veður um helgina spilar eflaust þar inn í. 7.7.2013 15:39 Rauðhærðasti Íslendingurinn í skýjunum: "Mér finnst þetta æðislegt" Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2013 segist vera himinlifandi með titilinn sem hún hlaut í gær á Írskum dögum á Akranesi. 7.7.2013 15:31 Suðlægar áttir yfir landinu Í dag er spáð sunnanátt og rigningu víðast hvar á landinu. Á suður og suðvesturlandi verður hitinn á bilinu 10 til 12 stig en á norður og austurlandi 17 til 20 stig. 7.7.2013 15:05 Kanínur skotnar á færi á Selfossi Umhverfisráðuneytið hefur gefið Sveitarfélaginu Árborg leyfi fyrir að drepa kanínur á Eyrarbakka og á Selfossi en kanínur hafa fjölgað sér gríðarlega mikið á þessum tveimur stöðum og valda miklu tjóni í görðum fólks og víðar. 7.7.2013 13:35 "Það er alltaf góð stemming á Hróarskeldu" Hljómsveitin Sigurrós fær afbragðsdóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í gærkvöld. Viðstaddir segja að andrúmsloftið hafi verið einstakt. Orri Páll Dýrason, trommari sveitarinnar segir alltaf gaman að spila á hátíðinni og sérstakt hafi verið að spila í gær. 7.7.2013 12:21 Skrýtið að fótboltabullur gegni pólitísku hlutverki Fréttir bárust af því í gærkvöldi að leiðtogi uppreisnarmanna í Egyptalandi, Mohamed ElBaradei, hefði verið skipaður forsætisráðherra landsins en það var síðan dregið til baka. Formaður Félags múslima á Íslandi segir ljóst að samstaðan innan andstöðunnar sé lítil. 7.7.2013 11:55 "Þetta kom bara til mín, ég veit ekki afhverju" Ólafur Darri Ólafsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi fyrir leik sinn í kvikmyndinni XL. Hann segir óvenjulega þakkarræðu sína hafa vakið mikla athygli í gærkvöldi. 7.7.2013 11:41 Go-kart bíl ekið á stúlku Go-kart bíl var tekið út af braut og á stúlku sem stóð fyrir utan brautina á Akranesi í gærdag. 7.7.2013 10:21 Þyrlan flutti 14 ferðamenn yfir á Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjötta tímanum í morgun. 14 manna hópur erlendra ferðamanna var í sjálfheldu á austanverðum Skeiðarárjökli. 7.7.2013 09:39 Harkaleg handtaka í miðborginni vekur athygli Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. 7.7.2013 00:00 Mikill viðbúnaður slökkviliðs vegna elds í fjölbýlishúsi Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Stelkshóla 8, en íbúum hússins tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á vettvang. 6.7.2013 22:29 Ökklabrot á Arnarvatnsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja mann á Arnarvatnsheiði sem hafði ökklabrotnað illa á göngu við Úlfsvatn. 6.7.2013 19:29 Ólafur Darri besti leikarinn á Karlovy Vary hátíðinni Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, fyrir leik sinn í myndinni XL. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn sem lauk fyrir stundu. 6.7.2013 18:58 "Rosalega erfitt að lesa í Ólaf" Forsvarsmenn undirskriftarlistans um lög um veiðigjöld engu nær um afstöðu forsetans eftir klukkutíma fund. 6.7.2013 18:54 Tölvuhakkarar flykkjast til Íslands Sérfræðingar í tölvuglæpum munu hópast í hundraðatali hingað til lands í haust, þegar ein stærsta tölvuöryggis-ráðstefna heims verður haldin í Hörpu. Hrund Þórsdóttir ræddi við bandarískan sérfræðing sem fæst meðal annars við að brjótast inn í tölvukerfi. 6.7.2013 18:52 Egyptaland: Herinn skaut á óbreytta borgara við bænahald Yfir 30 manns hafa látist og vel yfir eitt þúsund eru sárir vegna átaka í Egyptalandi í kjölfar þess að herinn steypti forseta landsins, Mohamed Morsi, af stóli á miðvikudaginn. Í meðfylgjandi frétt sjást myndir af því þegar herinn skaut á almenna borgara við bænahald. 6.7.2013 18:47 Bandaríkin hafa sent yfirvöldum í Venúsúela framsalsbeiðni vegna Snowden Óvíst er hvort uppljóstrarinn komist frá Moskvu í bráð 6.7.2013 18:43 Öllum ferðum Herjólfs aflýst en samt góð stemning á Goslokahátíð Öllum fjórum ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja í dag hefur verið aflýst vegna veðurs, en formaður Goslokahátíðarinnar segir að mikið stuð sé í Vestmannaeyjum. 6.7.2013 17:33 Bíll festist í Austdalsá Klukkan hálffjögur í dag var Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði kölluð út vegna bíls sem var fastur í Austdalsá rétt austan við byggðarlagið. 6.7.2013 16:45 Ólafur Ragnar tók við 35 þúsund undirskriftum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, var klukkan þrjú í dag afhentar undirskriftir 35 þúsund Íslendinga, eða um 15 prósent kjósenda landsins. 6.7.2013 15:09 "Margir illa útbúnir bílar á ferðinni" Rúta með fjórtán ferðalanga innanborðs festist í Hellisá á Lakaleið á hádegi í dag. Vatn flæddi inn í rútuna og náði vatnið fólkinu upp að mitti þar sem þar var dýpst. 6.7.2013 13:42 Ferðalangarnir komnir á þurrt Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út fyrir stuttu vegna rútu sem föst er í Hellisá á Lakaleið. 6.7.2013 12:09 Viðvörun frá Veðurstofu Í dag mun hvessa á austanverðu landinu. Búast má við hvassviðri þar í kvöld og í nótt, jafnvel stormi við norðausturströndina. 6.7.2013 11:30 Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf, áður en meirihluti þeirra hafnaði því að veita honum íslenskan ríkisborgararétt. 6.7.2013 11:00 Hestamenn ríða þvert yfir Ísland Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða. 6.7.2013 10:53 Mig langar að vera gott fordæmi María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar. 6.7.2013 10:46 Ógnaði fólki með kylfu Maður var handtekinn við skemmtistað á Akranesi í nótt eftir að hann ógnaði fólki með kylfu. 6.7.2013 10:03 Jafn mikið fjöregg og Harpan í Reykjavík Fjörutíu herbergja hótel á Patreksfirði hefur álíka áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og Harpan í Reykjavík segir bæjarstóri. Fyrirtæki sem áður sérhæfði sig í gönguferðum með leiðsögn er orðið að umfangsmikilli ferðaskrifstofu. 6.7.2013 10:00 Eitrað inngrip í dýrmætt mýrlendi Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega fram í skógrækt sem hefur mikið rask í för með sér fyrir votlendi, öflugastu vistkerfi landsins. Hernaður gegn landinu að mati Náttúrustofnunar Íslands. 6.7.2013 10:00 Þrír á þrítugsaldri undir áhrifum Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborginni í nótt vegna gruns um að vera undir áhrifum vímuefna við akstur. Þeir voru allir fluttir á lögreglustöð til sýnatöku og var svo sleppt að henni lokinni. 6.7.2013 09:59 "Sérstakir töfrar í loftinu" Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men fær lofsamlega dóma fyrir tónleika sína á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi. 6.7.2013 09:57 Íslensk fjölskylda flutt á slysadeild Þriggja bíla árekstur varð undir Hafnarfjalli þegar húsbíll fauk yfir á öfugan vegarhelming, svo að flytja þurfti þrjá með sjúkrabíl á slysadeild. Enginn er alvarlega slasaður. 5.7.2013 22:03 "Fólk er að pakka saman hérna á Blautasandi" Ljóst er að veðrið hefur leikið tónlistarhátíðina Rauðasandur Festival grátt, því gestir hátíðarinnar eru í óðaönn að pakka saman tjöldum sínum. 5.7.2013 19:54 Leyfilegur heildarafli aukinn Heildarverðmæti allra fisktegunda eykst á næsta fiskveiðiári um fimmtán milljarða vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra sem ætlar að fara að ráðum Hafrannsóknar-stofnunnar um veiðar á næsta ári. Áætlað er að útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um 15 milljarða. 5.7.2013 19:11 Sjá næstu 50 fréttir
Aldursmunur foreldra eins í dag og fyrir 150 árum Munur á meðalaldri karla og kvenna við fyrsta barn hefur verið þrjú ár í 150 ár. Ætti ekki að eiga við í dag, segir sagnfræðingur. Endurspeglar gamlar hugmyndir um valdaskiptingu kynjanna, segir kynjafræðingur. 8.7.2013 07:30
Aðstaða bætt fyrir vestan Sjálfboðaliðar frá bresku samtökunum BTCV hafa lyft grettistaki í aðstöðu fyrir ferðamenn á nokkrum verndarsvæðum Vestfjarðar í umboði Umhverfisstofnunar. 8.7.2013 07:00
Semja við Breta um arnfirskt hafkalk Fyrirtæki á Bíldudal stendur í samningum við bresk fyrirtæki um útflutning og dreifingu á fæðubótarefninu Hafkalki. Fimmtíu þúsund box voru seld innanlands í fyrra. Umfangið fjórfaldast ef af samningum verður segir stofnandinn. 8.7.2013 06:30
Hljóðið gott þrátt fyrir vinnslustopp Vinnslustopp hófst hjá fiskvinnslu Vísis á Þingeyri fyrir helgi. Vinnslustoppið mun vara í þrjár vikur en þá taka sumarleyfi starfsmanna við. 8.7.2013 06:00
Ræktar vindlatóbak og perur á Þingeyri Tóbaksræktun lofar góðu á Þingeyri og Hvammstanga. Fyrir vestan er ræktað Havana Golden-tóbak og húsbóndinn vonast til að vefja vindla á næstu Dýrafjarðardögum. Húsfreyjan er einnig með mörg framandi tré í garði sínum. 7.7.2013 23:00
Eldsýningu frestað vegna vonskuveðurs í Vatnsmýrinni Aflýsa þarf sýningu sænsku eldhuganna í Burnt Out Punks sem átti að vera í sirkusþorpinu í Vatnsmýri í kvöld klukkan 23:30. 7.7.2013 22:30
120 manns gengu óskaddaðir frá borði Hertar öryggiskröfum í flugvélum þakkað fyrir að manntjón varð ekki meira í flugslysinu í San Francisco í gær. 7.7.2013 18:57
"Forsetinn samkvæmum sjálfum sér ef hann neitar að skrifa undir lögin" Prófessor í stjórnmálafræði telur að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gefið fordæmi um að vísa ætti breytingum á veiðileyfagjöldunum í þjóðaratkvæði. 7.7.2013 18:50
"Dulbúin en þó greinileg hótun" Bandarísk yfirvöld sendu Íslendingum bréf þar sem þau fara fram á að Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. 7.7.2013 18:37
Tveir bátar á leið til hvalveiða í Faxaflóa Útlit er fyrir að tveir hrefnuveiðibátar verði í Faxaflóanum í ágúst. Undanfarin ár hefur hvalveiðibáturinn Hrafnreyður verið einn á veiðum í flóanum en nú eftir helgi mun nýr bátur hefja veiðar í flóanum. 7.7.2013 18:30
Sænskur ævintýramaður freistar þess að finna sögufrægt skip á hafsbotni Sænski ævintýramaðurinn Ola Skinnarmo kom við á Íslandi á leið sinni til norðvesturhluta Grænlands. Hann siglir á skútu sinni Explorer með vaskt lið að freista þess að finna skipið Vega, sem legið hefur á hafsbotni í 110 ár. 7.7.2013 18:00
Umferðin farin að þyngjast Umferð til borgarinnar er farin að þyngjast eftir þessa stærstu ferðahelgi ársins. Þó er minni umferð á þjóðveginum og á sama tíma í fyrra, en slæmt veður um helgina spilar eflaust þar inn í. 7.7.2013 15:39
Rauðhærðasti Íslendingurinn í skýjunum: "Mér finnst þetta æðislegt" Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2013 segist vera himinlifandi með titilinn sem hún hlaut í gær á Írskum dögum á Akranesi. 7.7.2013 15:31
Suðlægar áttir yfir landinu Í dag er spáð sunnanátt og rigningu víðast hvar á landinu. Á suður og suðvesturlandi verður hitinn á bilinu 10 til 12 stig en á norður og austurlandi 17 til 20 stig. 7.7.2013 15:05
Kanínur skotnar á færi á Selfossi Umhverfisráðuneytið hefur gefið Sveitarfélaginu Árborg leyfi fyrir að drepa kanínur á Eyrarbakka og á Selfossi en kanínur hafa fjölgað sér gríðarlega mikið á þessum tveimur stöðum og valda miklu tjóni í görðum fólks og víðar. 7.7.2013 13:35
"Það er alltaf góð stemming á Hróarskeldu" Hljómsveitin Sigurrós fær afbragðsdóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í gærkvöld. Viðstaddir segja að andrúmsloftið hafi verið einstakt. Orri Páll Dýrason, trommari sveitarinnar segir alltaf gaman að spila á hátíðinni og sérstakt hafi verið að spila í gær. 7.7.2013 12:21
Skrýtið að fótboltabullur gegni pólitísku hlutverki Fréttir bárust af því í gærkvöldi að leiðtogi uppreisnarmanna í Egyptalandi, Mohamed ElBaradei, hefði verið skipaður forsætisráðherra landsins en það var síðan dregið til baka. Formaður Félags múslima á Íslandi segir ljóst að samstaðan innan andstöðunnar sé lítil. 7.7.2013 11:55
"Þetta kom bara til mín, ég veit ekki afhverju" Ólafur Darri Ólafsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi fyrir leik sinn í kvikmyndinni XL. Hann segir óvenjulega þakkarræðu sína hafa vakið mikla athygli í gærkvöldi. 7.7.2013 11:41
Go-kart bíl ekið á stúlku Go-kart bíl var tekið út af braut og á stúlku sem stóð fyrir utan brautina á Akranesi í gærdag. 7.7.2013 10:21
Þyrlan flutti 14 ferðamenn yfir á Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjötta tímanum í morgun. 14 manna hópur erlendra ferðamanna var í sjálfheldu á austanverðum Skeiðarárjökli. 7.7.2013 09:39
Harkaleg handtaka í miðborginni vekur athygli Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. 7.7.2013 00:00
Mikill viðbúnaður slökkviliðs vegna elds í fjölbýlishúsi Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Stelkshóla 8, en íbúum hússins tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á vettvang. 6.7.2013 22:29
Ökklabrot á Arnarvatnsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja mann á Arnarvatnsheiði sem hafði ökklabrotnað illa á göngu við Úlfsvatn. 6.7.2013 19:29
Ólafur Darri besti leikarinn á Karlovy Vary hátíðinni Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, fyrir leik sinn í myndinni XL. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn sem lauk fyrir stundu. 6.7.2013 18:58
"Rosalega erfitt að lesa í Ólaf" Forsvarsmenn undirskriftarlistans um lög um veiðigjöld engu nær um afstöðu forsetans eftir klukkutíma fund. 6.7.2013 18:54
Tölvuhakkarar flykkjast til Íslands Sérfræðingar í tölvuglæpum munu hópast í hundraðatali hingað til lands í haust, þegar ein stærsta tölvuöryggis-ráðstefna heims verður haldin í Hörpu. Hrund Þórsdóttir ræddi við bandarískan sérfræðing sem fæst meðal annars við að brjótast inn í tölvukerfi. 6.7.2013 18:52
Egyptaland: Herinn skaut á óbreytta borgara við bænahald Yfir 30 manns hafa látist og vel yfir eitt þúsund eru sárir vegna átaka í Egyptalandi í kjölfar þess að herinn steypti forseta landsins, Mohamed Morsi, af stóli á miðvikudaginn. Í meðfylgjandi frétt sjást myndir af því þegar herinn skaut á almenna borgara við bænahald. 6.7.2013 18:47
Bandaríkin hafa sent yfirvöldum í Venúsúela framsalsbeiðni vegna Snowden Óvíst er hvort uppljóstrarinn komist frá Moskvu í bráð 6.7.2013 18:43
Öllum ferðum Herjólfs aflýst en samt góð stemning á Goslokahátíð Öllum fjórum ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja í dag hefur verið aflýst vegna veðurs, en formaður Goslokahátíðarinnar segir að mikið stuð sé í Vestmannaeyjum. 6.7.2013 17:33
Bíll festist í Austdalsá Klukkan hálffjögur í dag var Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði kölluð út vegna bíls sem var fastur í Austdalsá rétt austan við byggðarlagið. 6.7.2013 16:45
Ólafur Ragnar tók við 35 þúsund undirskriftum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, var klukkan þrjú í dag afhentar undirskriftir 35 þúsund Íslendinga, eða um 15 prósent kjósenda landsins. 6.7.2013 15:09
"Margir illa útbúnir bílar á ferðinni" Rúta með fjórtán ferðalanga innanborðs festist í Hellisá á Lakaleið á hádegi í dag. Vatn flæddi inn í rútuna og náði vatnið fólkinu upp að mitti þar sem þar var dýpst. 6.7.2013 13:42
Ferðalangarnir komnir á þurrt Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út fyrir stuttu vegna rútu sem föst er í Hellisá á Lakaleið. 6.7.2013 12:09
Viðvörun frá Veðurstofu Í dag mun hvessa á austanverðu landinu. Búast má við hvassviðri þar í kvöld og í nótt, jafnvel stormi við norðausturströndina. 6.7.2013 11:30
Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf, áður en meirihluti þeirra hafnaði því að veita honum íslenskan ríkisborgararétt. 6.7.2013 11:00
Hestamenn ríða þvert yfir Ísland Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða. 6.7.2013 10:53
Mig langar að vera gott fordæmi María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar. 6.7.2013 10:46
Ógnaði fólki með kylfu Maður var handtekinn við skemmtistað á Akranesi í nótt eftir að hann ógnaði fólki með kylfu. 6.7.2013 10:03
Jafn mikið fjöregg og Harpan í Reykjavík Fjörutíu herbergja hótel á Patreksfirði hefur álíka áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og Harpan í Reykjavík segir bæjarstóri. Fyrirtæki sem áður sérhæfði sig í gönguferðum með leiðsögn er orðið að umfangsmikilli ferðaskrifstofu. 6.7.2013 10:00
Eitrað inngrip í dýrmætt mýrlendi Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega fram í skógrækt sem hefur mikið rask í för með sér fyrir votlendi, öflugastu vistkerfi landsins. Hernaður gegn landinu að mati Náttúrustofnunar Íslands. 6.7.2013 10:00
Þrír á þrítugsaldri undir áhrifum Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborginni í nótt vegna gruns um að vera undir áhrifum vímuefna við akstur. Þeir voru allir fluttir á lögreglustöð til sýnatöku og var svo sleppt að henni lokinni. 6.7.2013 09:59
"Sérstakir töfrar í loftinu" Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men fær lofsamlega dóma fyrir tónleika sína á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi. 6.7.2013 09:57
Íslensk fjölskylda flutt á slysadeild Þriggja bíla árekstur varð undir Hafnarfjalli þegar húsbíll fauk yfir á öfugan vegarhelming, svo að flytja þurfti þrjá með sjúkrabíl á slysadeild. Enginn er alvarlega slasaður. 5.7.2013 22:03
"Fólk er að pakka saman hérna á Blautasandi" Ljóst er að veðrið hefur leikið tónlistarhátíðina Rauðasandur Festival grátt, því gestir hátíðarinnar eru í óðaönn að pakka saman tjöldum sínum. 5.7.2013 19:54
Leyfilegur heildarafli aukinn Heildarverðmæti allra fisktegunda eykst á næsta fiskveiðiári um fimmtán milljarða vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra sem ætlar að fara að ráðum Hafrannsóknar-stofnunnar um veiðar á næsta ári. Áætlað er að útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um 15 milljarða. 5.7.2013 19:11