Fleiri fréttir

Aldursmunur foreldra eins í dag og fyrir 150 árum

Munur á meðalaldri karla og kvenna við fyrsta barn hefur verið þrjú ár í 150 ár. Ætti ekki að eiga við í dag, segir sagnfræðingur. Endurspeglar gamlar hugmyndir um valdaskiptingu kynjanna, segir kynjafræðingur.

Aðstaða bætt fyrir vestan

Sjálfboðaliðar frá bresku samtökunum BTCV hafa lyft grettistaki í aðstöðu fyrir ferðamenn á nokkrum verndarsvæðum Vestfjarðar í umboði Umhverfisstofnunar.

Semja við Breta um arnfirskt hafkalk

Fyrirtæki á Bíldudal stendur í samningum við bresk fyrirtæki um útflutning og dreifingu á fæðubótarefninu Hafkalki. Fimmtíu þúsund box voru seld innanlands í fyrra. Umfangið fjórfaldast ef af samningum verður segir stofnandinn.

Ræktar vindlatóbak og perur á Þingeyri

Tóbaksræktun lofar góðu á Þingeyri og Hvammstanga. Fyrir vestan er ræktað Havana Golden-tóbak og húsbóndinn vonast til að vefja vindla á næstu Dýrafjarðardögum. Húsfreyjan er einnig með mörg framandi tré í garði sínum.

"Dulbúin en þó greinileg hótun"

Bandarísk yfirvöld sendu Íslendingum bréf þar sem þau fara fram á að Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands.

Tveir bátar á leið til hvalveiða í Faxaflóa

Útlit er fyrir að tveir hrefnuveiðibátar verði í Faxaflóanum í ágúst. Undanfarin ár hefur hvalveiðibáturinn Hrafnreyður verið einn á veiðum í flóanum en nú eftir helgi mun nýr bátur hefja veiðar í flóanum.

Umferðin farin að þyngjast

Umferð til borgarinnar er farin að þyngjast eftir þessa stærstu ferðahelgi ársins. Þó er minni umferð á þjóðveginum og á sama tíma í fyrra, en slæmt veður um helgina spilar eflaust þar inn í.

Suðlægar áttir yfir landinu

Í dag er spáð sunnanátt og rigningu víðast hvar á landinu. Á suður og suðvesturlandi verður hitinn á bilinu 10 til 12 stig en á norður og austurlandi 17 til 20 stig.

Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Umhverfisráðuneytið hefur gefið Sveitarfélaginu Árborg leyfi fyrir að drepa kanínur á Eyrarbakka og á Selfossi en kanínur hafa fjölgað sér gríðarlega mikið á þessum tveimur stöðum og valda miklu tjóni í görðum fólks og víðar.

"Það er alltaf góð stemming á Hróarskeldu"

Hljómsveitin Sigurrós fær afbragðsdóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í gærkvöld. Viðstaddir segja að andrúmsloftið hafi verið einstakt. Orri Páll Dýrason, trommari sveitarinnar segir alltaf gaman að spila á hátíðinni og sérstakt hafi verið að spila í gær.

Skrýtið að fótboltabullur gegni pólitísku hlutverki

Fréttir bárust af því í gærkvöldi að leiðtogi uppreisnarmanna í Egyptalandi, Mohamed ElBaradei, hefði verið skipaður forsætisráðherra landsins en það var síðan dregið til baka. Formaður Félags múslima á Íslandi segir ljóst að samstaðan innan andstöðunnar sé lítil.

"Þetta kom bara til mín, ég veit ekki afhverju"

Ólafur Darri Ólafsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi fyrir leik sinn í kvikmyndinni XL. Hann segir óvenjulega þakkarræðu sína hafa vakið mikla athygli í gærkvöldi.

Go-kart bíl ekið á stúlku

Go-kart bíl var tekið út af braut og á stúlku sem stóð fyrir utan brautina á Akranesi í gærdag.

Þyrlan flutti 14 ferðamenn yfir á

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjötta tímanum í morgun. 14 manna hópur erlendra ferðamanna var í sjálfheldu á austanverðum Skeiðarárjökli.

Ökklabrot á Arnarvatnsheiði

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja mann á Arnarvatnsheiði sem hafði ökklabrotnað illa á göngu við Úlfsvatn.

Ólafur Darri besti leikarinn á Karlovy Vary hátíðinni

Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, fyrir leik sinn í myndinni XL. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn sem lauk fyrir stundu.

Tölvuhakkarar flykkjast til Íslands

Sérfræðingar í tölvuglæpum munu hópast í hundraðatali hingað til lands í haust, þegar ein stærsta tölvuöryggis-ráðstefna heims verður haldin í Hörpu. Hrund Þórsdóttir ræddi við bandarískan sérfræðing sem fæst meðal annars við að brjótast inn í tölvukerfi.

Egyptaland: Herinn skaut á óbreytta borgara við bænahald

Yfir 30 manns hafa látist og vel yfir eitt þúsund eru sárir vegna átaka í Egyptalandi í kjölfar þess að herinn steypti forseta landsins, Mohamed Morsi, af stóli á miðvikudaginn. Í meðfylgjandi frétt sjást myndir af því þegar herinn skaut á almenna borgara við bænahald.

Bíll festist í Austdalsá

Klukkan hálffjögur í dag var Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði kölluð út vegna bíls sem var fastur í Austdalsá rétt austan við byggðarlagið.

"Margir illa útbúnir bílar á ferðinni"

Rúta með fjórtán ferðalanga innanborðs festist í Hellisá á Lakaleið á hádegi í dag. Vatn flæddi inn í rútuna og náði vatnið fólkinu upp að mitti þar sem þar var dýpst.

Ferðalangarnir komnir á þurrt

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út fyrir stuttu vegna rútu sem föst er í Hellisá á Lakaleið.

Viðvörun frá Veðurstofu

Í dag mun hvessa á austanverðu landinu. Búast má við hvassviðri þar í kvöld og í nótt, jafnvel stormi við norðausturströndina.

Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf, áður en meirihluti þeirra hafnaði því að veita honum íslenskan ríkisborgararétt.

Hestamenn ríða þvert yfir Ísland

Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða.

Mig langar að vera gott fordæmi

María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar.

Ógnaði fólki með kylfu

Maður var handtekinn við skemmtistað á Akranesi í nótt eftir að hann ógnaði fólki með kylfu.

Jafn mikið fjöregg og Harpan í Reykjavík

Fjörutíu herbergja hótel á Patreksfirði hefur álíka áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og Harpan í Reykjavík segir bæjarstóri. Fyrirtæki sem áður sérhæfði sig í gönguferðum með leiðsögn er orðið að umfangsmikilli ferðaskrifstofu.

Eitrað inngrip í dýrmætt mýrlendi

Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega fram í skógrækt sem hefur mikið rask í för með sér fyrir votlendi, öflugastu vistkerfi landsins. Hernaður gegn landinu að mati Náttúrustofnunar Íslands.

Þrír á þrítugsaldri undir áhrifum

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborginni í nótt vegna gruns um að vera undir áhrifum vímuefna við akstur. Þeir voru allir fluttir á lögreglustöð til sýnatöku og var svo sleppt að henni lokinni.

"Sérstakir töfrar í loftinu"

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men fær lofsamlega dóma fyrir tónleika sína á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi.

Íslensk fjölskylda flutt á slysadeild

Þriggja bíla árekstur varð undir Hafnarfjalli þegar húsbíll fauk yfir á öfugan vegarhelming, svo að flytja þurfti þrjá með sjúkrabíl á slysadeild. Enginn er alvarlega slasaður.

Leyfilegur heildarafli aukinn

Heildarverðmæti allra fisktegunda eykst á næsta fiskveiðiári um fimmtán milljarða vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra sem ætlar að fara að ráðum Hafrannsóknar-stofnunnar um veiðar á næsta ári. Áætlað er að útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um 15 milljarða.

Sjá næstu 50 fréttir