Innlent

Go-kart bíl ekið á stúlku

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. úr safni
Go-kart bíl var tekið út af braut og á stúlku sem stóð fyrir utan brautina á Akranesi í gærdag. Að sögn lögreglu meiddist stúlkan sem betur fer lítið.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið samdóma álit starfsmanns brautarinnar og lögreglumanna á vettvangi að frágangur við brautina hafi ekki verið tryggður og því ákvað starfsmaðurinn að loka henni.

Skemmtanahald á Akranesi í gær og nótt fór óvenju vel fram, en þar fóru fram Írskir dagar. Fjöldi fólks skemmti sér á Lopapeysuballinu, engir pústrar eða slagsmál voru tilkynntir til lögreglu.

Sextíu og tvö útköll voru bókuð hjá lögreglu síðastliðinn sólarhring, en mikið af þeim bókast sem aðstoðar við borgarana.

Frá sjónarhóli lögreglu voru hátíðahöldin öll vel skipulögð og fóru vel fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×