Samskiptaleysi við ESA gæti ógilt fjölda laga Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 12. júní 2013 07:00 Xavier Lewis Líklegt er að fjöldi lagaákvæða og reglugerða sem íslensk stjórnvöld hafa lögfest á síðustu árum yrði felldur fyrir dómstólum þar sem farist hefur fyrir að tilkynna reglurnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Á þetta við um ýmiss konar takmarkanir á fjórfrelsisákvæðum Evrópuréttar. „Samkvæmt tilskipunum sem Íslandi ber að fylgja í samræmi við EES-samninginn skulu íslensk stjórnvöld bera undir ESA lög og reglugerðir sem varða ákveðna málaflokka. ESA fær hins vegar mjög fá slík erindi frá Íslandi, mun færri en stofnunin fær frá samanburðarlöndum,“ segir Xavier Lewis, forstöðumaður framkvæmda- og lögfræðisviðs ESA, og bætir við að þetta bendi til þess að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt tilkynningaskyldu sína til ESA. Þá segir Lewis að þetta skapi ákveðin vandamál því EFTA-dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðir á þessum sviðum sem ekki hafi verið tilkynntar til ESA séu í raun óvirkar. Þær geta því ekki lagt skyldur á herðar einstaklingum og rekstraraðilum. Dómafordæmið sem Lewis vísar til varðar mál sem íslenska heildverslunin HOB-vín höfðaði gegn ÁTVR eftir að verslunin hafnaði því að selja ákveðnar vörur þar sem umbúðir þeirra þóttu kynferðislegar. Ákvörðun ÁTVR byggði á ákvæði í lögum um verslun með áfengi og tóbak en eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum komst síðarnefndi dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lögin væru ógild þar sem ESA hefði ekki borist tilkynning um þau. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að mikið sé um ákvæði sem þessi sem enginn fótur sé fyrir. Slík ákvæði séu á víð og dreif, einkum þegar kemur að réttarumhverfi fyrirtækja og innflutnings á vörum til landsins. „Íslensk stjórnvöld virðast gjörn á að sérsauma hinar ýmsu reglur sem ekki taka mið af innri markaðnum og skuldbindingum okkar samkvæmt EES-samningnum. Í þessum tilvikum ofmeta stjórnvöld gjarnan svigrúm sitt og hunsa þar að auki oft tilkynningaskyldu sína,“ segir Páll. Þá segir Páll að skort hafi á að einstaklingar og fyrirtæki láti reyna á reglur fyrir dómi. Þangað til það sé gert muni þessi ákvæði standa óhögguð, þessum aðilum og oft samfélaginu öllu til tjóns. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Líklegt er að fjöldi lagaákvæða og reglugerða sem íslensk stjórnvöld hafa lögfest á síðustu árum yrði felldur fyrir dómstólum þar sem farist hefur fyrir að tilkynna reglurnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Á þetta við um ýmiss konar takmarkanir á fjórfrelsisákvæðum Evrópuréttar. „Samkvæmt tilskipunum sem Íslandi ber að fylgja í samræmi við EES-samninginn skulu íslensk stjórnvöld bera undir ESA lög og reglugerðir sem varða ákveðna málaflokka. ESA fær hins vegar mjög fá slík erindi frá Íslandi, mun færri en stofnunin fær frá samanburðarlöndum,“ segir Xavier Lewis, forstöðumaður framkvæmda- og lögfræðisviðs ESA, og bætir við að þetta bendi til þess að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt tilkynningaskyldu sína til ESA. Þá segir Lewis að þetta skapi ákveðin vandamál því EFTA-dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðir á þessum sviðum sem ekki hafi verið tilkynntar til ESA séu í raun óvirkar. Þær geta því ekki lagt skyldur á herðar einstaklingum og rekstraraðilum. Dómafordæmið sem Lewis vísar til varðar mál sem íslenska heildverslunin HOB-vín höfðaði gegn ÁTVR eftir að verslunin hafnaði því að selja ákveðnar vörur þar sem umbúðir þeirra þóttu kynferðislegar. Ákvörðun ÁTVR byggði á ákvæði í lögum um verslun með áfengi og tóbak en eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum komst síðarnefndi dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lögin væru ógild þar sem ESA hefði ekki borist tilkynning um þau. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að mikið sé um ákvæði sem þessi sem enginn fótur sé fyrir. Slík ákvæði séu á víð og dreif, einkum þegar kemur að réttarumhverfi fyrirtækja og innflutnings á vörum til landsins. „Íslensk stjórnvöld virðast gjörn á að sérsauma hinar ýmsu reglur sem ekki taka mið af innri markaðnum og skuldbindingum okkar samkvæmt EES-samningnum. Í þessum tilvikum ofmeta stjórnvöld gjarnan svigrúm sitt og hunsa þar að auki oft tilkynningaskyldu sína,“ segir Páll. Þá segir Páll að skort hafi á að einstaklingar og fyrirtæki láti reyna á reglur fyrir dómi. Þangað til það sé gert muni þessi ákvæði standa óhögguð, þessum aðilum og oft samfélaginu öllu til tjóns.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira