Innlent

Bæklingi um heimilsofbeldi dreift í hús á Suðurnesjum

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Öll sveitarfélög á Suðurnesjum standa saman að árvekniverkefninu gegn heimilisofbeldi sem hófst fyrir tilstilli Suðurnesjavaktarinnar
Öll sveitarfélög á Suðurnesjum standa saman að árvekniverkefninu gegn heimilisofbeldi sem hófst fyrir tilstilli Suðurnesjavaktarinnar Mynd úr safni

Býrð þú við ofbeldi er yfirskrift bæklings sem dreift hefur verið í öll hús á Suðurnesjum með upplýsingum um birtingarmyndir heimilisofbeldis og hvar sé hægt að leita sér hjálpar. Gerð bæklingsins er hluti af árverkniverkefni Suðurnesjavaktarinnar sem tengist jafnframt áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum.

Öll sveitarfélög á Suðurnesjum standa saman að árvekniverkefninu gegn heimilisofbeldi sem hófst fyrir tilstilli Suðurnesjavaktarinnar.

Verkefnishópur sem í sitja þrír félagsmálastjórar á svæðinu, fulltrúi lögregluembættisins á Suðurnesjum, fulltrúi heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar stóðu fyrir málþingi síðastliðið haust fyrir fagfólk sem starfar meðal annars með þolendum og gerendum heimilisofbeldis.

Útbúin var áætlun um aðgerðir og er útgáfa bæklingsins hluti af þeim segir Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar:

„Við töldum þörf á að taka saman öll úrræði sem eru til staðar og gera þau sýnileg í samfélaginu. Einnig er ætlunin að veita skólasamfélaginu meiri fræðslu varðandi þessi mál þar sem lögð verður áhersla á að þekkja einkenni barna sem búa við eða verða fyrir ofbeldi,“ segir Lovísa Lilliendahl á í frétt á síðu velferðarráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×