Óvænt fjölgun í rjúpnastofninum Nanna Elísa skrifar 11. júní 2013 15:13 Rjúpunni hefur fjölgað um 47 prósent á milli ára samkvæmt tölum úr rjúpnatalningu. Rjúpnastofninn stækkar ef marka má tölur rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samkvæmt þeim var meðalfjölgun rjúpna 47 prósent á milli áranna 2012 og 2013. Koma þessar niðurstöður á óvart því að þetta þýðir að fækkunarskeiði, sem hófst á vestanverðu landinu árið 2009, sé lokið. Fækkunarskeiðið stóð því aðeins yfir í tæp þrjú ár en fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 7 ár. Rjúpum fjölgaði um allt land og var aðeins fækkun í stofninum á 4 af 42 svæðum sem talin voru. Ástæður þess að stofninn er í vexti liggja ekki ljósar fyrir. Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að það sé best að tjá sig sem minnst um ástæður fjölgunar þegar ekki liggja öll gögn fyrir. ,,Það er auðvitað alltaf mjög ánægjulegt ef rjúpum er að fjölga og þetta er mjög óvænt,“ segir hann aðspurður um skoðun sína á málinu. ,,Við ætlum að spá í ástæður fjölgunar í haust þegar við erum komin með útreikninga á afföllum og mat á veiði 2012. Við viljum hafa þetta eins rétt og hægt er og vangaveltur um hvað valdi verða að bíða.“ Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum en síðustu áratugi hefur frekar orðið vart við fækkun í stofninum. Því lagði Náttúrustofnun til þess að lagt yrði á veiðibann árið 2003 og brást þáverandi umhverfisráðherra við því og sett var á veiðibann árið 2006. Þetta þekkja rjúpnaveiðimenn sem hafa, eftir að banninu var aflétt, aðeins getað veitt í takmarkaðan tíma á ári. Á síðasta ári var veiðitíminn aðeins 9 dagar. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins verður ljóst í ágúst þegar varpárangur rjúpnastofnsins í sumar liggur fyrir. Skýrsluna má nálgast hér. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Rjúpnastofninn stækkar ef marka má tölur rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samkvæmt þeim var meðalfjölgun rjúpna 47 prósent á milli áranna 2012 og 2013. Koma þessar niðurstöður á óvart því að þetta þýðir að fækkunarskeiði, sem hófst á vestanverðu landinu árið 2009, sé lokið. Fækkunarskeiðið stóð því aðeins yfir í tæp þrjú ár en fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 7 ár. Rjúpum fjölgaði um allt land og var aðeins fækkun í stofninum á 4 af 42 svæðum sem talin voru. Ástæður þess að stofninn er í vexti liggja ekki ljósar fyrir. Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að það sé best að tjá sig sem minnst um ástæður fjölgunar þegar ekki liggja öll gögn fyrir. ,,Það er auðvitað alltaf mjög ánægjulegt ef rjúpum er að fjölga og þetta er mjög óvænt,“ segir hann aðspurður um skoðun sína á málinu. ,,Við ætlum að spá í ástæður fjölgunar í haust þegar við erum komin með útreikninga á afföllum og mat á veiði 2012. Við viljum hafa þetta eins rétt og hægt er og vangaveltur um hvað valdi verða að bíða.“ Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum en síðustu áratugi hefur frekar orðið vart við fækkun í stofninum. Því lagði Náttúrustofnun til þess að lagt yrði á veiðibann árið 2003 og brást þáverandi umhverfisráðherra við því og sett var á veiðibann árið 2006. Þetta þekkja rjúpnaveiðimenn sem hafa, eftir að banninu var aflétt, aðeins getað veitt í takmarkaðan tíma á ári. Á síðasta ári var veiðitíminn aðeins 9 dagar. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins verður ljóst í ágúst þegar varpárangur rjúpnastofnsins í sumar liggur fyrir. Skýrsluna má nálgast hér.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira