„Ég mun draga þig fyrir rétt“ - Keflavík Music Festival fer í hart Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 10:54 Pálmi Þór (t.v.) sakar Franz um að þrýsta á tónlistarmenn að hætta við. samsett mynd/facebook Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Sjá meira
Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Sjá meira