„Ég mun draga þig fyrir rétt“ - Keflavík Music Festival fer í hart Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 10:54 Pálmi Þór (t.v.) sakar Franz um að þrýsta á tónlistarmenn að hætta við. samsett mynd/facebook Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira