Innlent

Alþingi skipi stjórn RÚV á ný

Þorgils Jónsson skrifar
Stjórn Ríkisútvarpsins verður kjörin af Alþingi, en ekki valnefnd samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Stjórn Ríkisútvarpsins verður kjörin af Alþingi, en ekki valnefnd samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.

Stjórn Ríkisútvarpsins verður kjörin af Alþingi ef frumvarp Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra verður að lögum.

Núgildandi lög, sem samþykkt voru í mars, kveða á um að ráðherra velji formann stjórnar, starfsmenn RÚV einn áheyrnarfulltrúa í stjórn og hinir fimm verði tilnefndir af valnefnd sem skipuð er fulltrúum skipuðum af ráðherra, Alþingi, Bandalagi íslenskra listamanna og Samstarfsnefnd háskólastigsins. Fyrsta valnefndin hefur ekki enn verið skipuð.

Frumvarp Illuga, sem lagt var fram í gær, kveður hins vegar á um að allir sjö fulltrúar í stjórn verði tilnefndir með kosningu á Alþingi.



Illugi Gunnarsson

Í athugasemdum með frumvarpinu segir að það sé mat mennta- og menningarmálaráðherra „að fyrirkomulag að fela valnefnd að tilnefna fimm af sjö stjórnarmönnum í Ríkisútvarpið [sé] ólýðræðislegt og ógagnsætt.“ 

Áhersla er þó lögð á að Alþingi velji „fólk sem hafi fullnægjandi þekkingu á þeim sviðum sem varða rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×