Innlent

Leita í alla nótt

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint Mynd/Valli

Til stendur að leita að minkaveiðimanni sem féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal eftir hádegi í dag í alla nótt. Um 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar einnig leitað úr lofti í dag.

Leitin hefur engan árangur boðið, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Verið var að kalla út björgunarsveitarmenn frá Eyjafjarðarsvæðinu nú í kvöld og er gert ráð fyrir að vaktaskipti verði á miðnætti hjá björgunarsveitarmönnum.

Björgunarsveitarmenn leita úr bátum, kajökum og gönguhópum.

Maðurinn féll ofan í ána um hálf tvöleytið og hvarf sjónum veiðifélaga síns stuttu síðar. Sá var ekki með síma og ók til Sauðárkróks til að gera viðvart um slysið. Hjaltadalsá er í miklum vexti og mórauð þessa dagana og því ljóst að aðstæður til leitar eru afar erfiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×