"Börn verða ekki fullorðin á þremur mánuðum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. júní 2013 18:30 Nauðsynlegt er að stemma stigum við meðvirkni gagnvart ölvunardrykkju framhaldsskólanema, sem eykst gríðarlega milli skólastiga. Skólameistarar landsins hafa sameinast um nýja stefnumörkun í þessum efnum á meðan forvarnarfulltrúi kallar eftir því að lögregla framfylgi landslögum á menntaskólaböllum. Síðastliðin 15 ár hefur vímuefnaneysla ungmenna í 10. bekk minnkað jafnt og þétt. Hún er nú með því lægsta sem fyrirfinnst í hinum vestræna heimi. Þróun vímuefnaneyslu meðal 10. bekkinga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Tíundu bekkingar landsins hafa nú lokið grunnskólagöngu sinni, arka vongóð út í sumarið og bíða krefjandi verkefna í framhaldsskóla. En á þessum örfáu mánuðum á sér stað verulega hugarfarsbreyting, einkar og sér í lagi þegar horft er til ölvunar. Aukning neyslu milli skólastiga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Ný skýrsla Rannsókna og greininga sýnir heldur óverulegar breytingar á reykingum, hass-notkun og kannabisreykingum milli skólastiga. Hið sama er ekki hægt að segja um ölvunardrykkju. Við gerð rannsóknarinnar í febrúar síðastliðnum höfðu 5 prósent tíundu bekkinga drukkið áfengi á síðustu 30 dögum, samanborið við 35 prósent nýnema í framhaldsskólum. Meðvirkni með ölvunardrykkju unglinga á fyrstu misserum framhaldsskólans hefur grasserað um árabil. Þetta má bæði rekja til tíðarandans sem og þeirri staðreynd að ákveðið rof verður í forvarnarstarfi þegar börn hefja nám í framhaldsskóla. „Það er miklar líkur á því að unglingar byrji í neyslu þegar þau ganga í gegnum breytingatímabil,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. „Sumarið eftir 10. bekk er eitt slíkt tímabil.“ „Það er til dæmis einkennilegt að það er mikil rekistefna með tíunda bekking sem tekin er ölvaður á árshátíð að vori. Þegar sami nemandi kemur ölvaður á busaball í Framhaldsskóla að hausti er það ekki jafn mikið mál og öðruvísi tekið á því.“ Hrafnkell Tumi bendir á að gott forvarnarstarf hafi sannarlega verið unnið í framhaldsskólum. En nýnemar á skemmtunum eru engu að síður oft staðnir að drykkju, þvert á landslög. Hann ítrekar að vald framhaldsskólanna sé takmarkað og því ríði á að lögreglan beiti sér frekar í málinu. „Jafnframt vil ég benda á mikilvægi þess að menntamálaráðuneytið fylgi þessum lögum. Mér finnst að ráðuneytið eigi að koma þeim skilaboðum skýrt til skólanna að það beri að fylgja landslögum í þessum efnum. Þeir loka augunum fyrir þessu,“ segir Hrafnkell Tumi. Síðastliðna mánuði hafa skólameistarar vítt og breitt um landið fundað um unglingadrykkju. Niðurstaðan er ný stefnumörkun í forvarnarmálum, þar sem áhersla er lögð á viðkvæmt samspil aðhalds og lýðræðislegrar umræðu meðal nemenda. „Það er alveg ljóst að börn verða ekki fullorðin á þremur mánuðum,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra framhaldsskóla. „Viðhorfið hefur verið þannig að þau geti gert það sem þau vilja þegar komið er í framhaldsskóla.“ „Mikilvægast af öllu er að þau séu klár í samskiptum. Að þau læri að bera virðingu fyrir lífinu, náttúrunni og öðru fólki. Þau kunna það nú þegar og við finnum það, en það er okkar hlutverk að styrkja þau enn frekar í þessu.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Nauðsynlegt er að stemma stigum við meðvirkni gagnvart ölvunardrykkju framhaldsskólanema, sem eykst gríðarlega milli skólastiga. Skólameistarar landsins hafa sameinast um nýja stefnumörkun í þessum efnum á meðan forvarnarfulltrúi kallar eftir því að lögregla framfylgi landslögum á menntaskólaböllum. Síðastliðin 15 ár hefur vímuefnaneysla ungmenna í 10. bekk minnkað jafnt og þétt. Hún er nú með því lægsta sem fyrirfinnst í hinum vestræna heimi. Þróun vímuefnaneyslu meðal 10. bekkinga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Tíundu bekkingar landsins hafa nú lokið grunnskólagöngu sinni, arka vongóð út í sumarið og bíða krefjandi verkefna í framhaldsskóla. En á þessum örfáu mánuðum á sér stað verulega hugarfarsbreyting, einkar og sér í lagi þegar horft er til ölvunar. Aukning neyslu milli skólastiga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Ný skýrsla Rannsókna og greininga sýnir heldur óverulegar breytingar á reykingum, hass-notkun og kannabisreykingum milli skólastiga. Hið sama er ekki hægt að segja um ölvunardrykkju. Við gerð rannsóknarinnar í febrúar síðastliðnum höfðu 5 prósent tíundu bekkinga drukkið áfengi á síðustu 30 dögum, samanborið við 35 prósent nýnema í framhaldsskólum. Meðvirkni með ölvunardrykkju unglinga á fyrstu misserum framhaldsskólans hefur grasserað um árabil. Þetta má bæði rekja til tíðarandans sem og þeirri staðreynd að ákveðið rof verður í forvarnarstarfi þegar börn hefja nám í framhaldsskóla. „Það er miklar líkur á því að unglingar byrji í neyslu þegar þau ganga í gegnum breytingatímabil,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. „Sumarið eftir 10. bekk er eitt slíkt tímabil.“ „Það er til dæmis einkennilegt að það er mikil rekistefna með tíunda bekking sem tekin er ölvaður á árshátíð að vori. Þegar sami nemandi kemur ölvaður á busaball í Framhaldsskóla að hausti er það ekki jafn mikið mál og öðruvísi tekið á því.“ Hrafnkell Tumi bendir á að gott forvarnarstarf hafi sannarlega verið unnið í framhaldsskólum. En nýnemar á skemmtunum eru engu að síður oft staðnir að drykkju, þvert á landslög. Hann ítrekar að vald framhaldsskólanna sé takmarkað og því ríði á að lögreglan beiti sér frekar í málinu. „Jafnframt vil ég benda á mikilvægi þess að menntamálaráðuneytið fylgi þessum lögum. Mér finnst að ráðuneytið eigi að koma þeim skilaboðum skýrt til skólanna að það beri að fylgja landslögum í þessum efnum. Þeir loka augunum fyrir þessu,“ segir Hrafnkell Tumi. Síðastliðna mánuði hafa skólameistarar vítt og breitt um landið fundað um unglingadrykkju. Niðurstaðan er ný stefnumörkun í forvarnarmálum, þar sem áhersla er lögð á viðkvæmt samspil aðhalds og lýðræðislegrar umræðu meðal nemenda. „Það er alveg ljóst að börn verða ekki fullorðin á þremur mánuðum,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra framhaldsskóla. „Viðhorfið hefur verið þannig að þau geti gert það sem þau vilja þegar komið er í framhaldsskóla.“ „Mikilvægast af öllu er að þau séu klár í samskiptum. Að þau læri að bera virðingu fyrir lífinu, náttúrunni og öðru fólki. Þau kunna það nú þegar og við finnum það, en það er okkar hlutverk að styrkja þau enn frekar í þessu.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira