Breyttur maður eftir fjögurra ára ofbeldissamband Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 14:45 Maðurinn hefur ekki leitað aðstoðar fagfólks en segist hafa fengið mikla og góða hjálp frá vinum og vandamönnum. Hann er 27 ára og var í ofbeldisfullu hjónabandi um árabil. Ofbeldið sem hann varð fyrir af hálfu eiginkonunnar var bæði andlegt og líkamlegt, en hann segist vera sterkari maður í dag. Hann vill ekki koma fram undir nafni, og því skulum við kalla hann Harald. „Árið 2004 fór ég til Suður-Ameríku sem skiptinemi og þegar ég var búinn að vera þar í sex eða sjö mánuði af tíu mánaða dvöl þá kynntist ég henni af alvöru. Við urðum meira en bara vinir og á endanum hætti ég að búa hjá skiptinemafjölskyldunni og flutti til hennar. En áður en skiptinemadvölin var á enda sagði hún að hún gæti ekki haft mig lengur hjá sér nema ég giftist henni.“ Haraldur var fljótur að segja já við því og þau giftu sig hjá sýslumanni áður en hann fór heim til Íslands, og strax hófst hann handa við að útvega henni vegabréfsáritun til Íslands. „Hún kom tveimur mánuðum á eftir mér til Íslands og til að byrja með bjuggum við heima hjá foreldrum mínum. Við gerðum hvað við gátum til þess að hjálpa henni að fóta sig hér á landi, enda getur verið erfitt fyrir fólk að aðlagast nýju landi, en hún ákvað að vera í fýlu. Hún sneri mér gegn foreldrum mínum, sagði að þau væru vond við sig og á endanum fluttum við út frá þeim og á ónefnt gistiheimili í Kópavogi.“ Haraldur segir hana hafa bannað sér að tala við fjölskylduna og enginn mátti vita hvar þau bjuggu. Hann seldi eigur sínar, hljóðfæri og annað, og þau fluttu aftur til heimalands hennar. „Ég minnist þess klökkur þegar ég kom í Leifsstöð og sagði henni að ég yrði að láta mömmu og pabba vita að ég væri að fara. Hún samþykkti það með semingi og ég hringdi í móður mína klukkan hálf sjö um morguninn og sagði henni fréttirnar. Svo skellti ég á.“Á hennar heimavelli Þegar út var komið gekk vel til að byrja með, hjónin áttu peninga og konan var á heimavelli. „Það var allt í góðu standi til þess að byrja með. Ég fékk vinnu, hún byrjaði í háskóla og við fluttum til systur hennar. Svo einn daginn hófst líkamlega ofbeldið. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir andlega ofbeldinu fyrr en það líkamlega bættist við. Við vorum að rífast og ég svaraði til baka og allt í einu fékk ég hendina í hnakkann. Ég spurði mig hvort þetta væri mér að kenna og ákvað að fyrirgefa henni ef hún lofaði að gera þetta aldrei aftur.“ Haraldur segir umræðuna um heimilisofbeldi í Suður-Ameríku svipaða og Íslendingar eigi að venjast. Karlmenn beiti konur ofbeldi en sé því öfugt farið sé karlmönnum ekki trúað og lítið gert úr ofbeldinu. „Hún notaði það gegn mér og sagði að enginn myndi trúa mér. Svona gekk þetta í einhvern tíma. Hún var góð í nokkra daga og svo komu dagar þar sem var öskrað á mig og ég var kallaður vondur. Svona bipolar-hegðun, og ég í einhvers konar afneitun. Smám saman fóru vinir hennar að fjarlægjast hana og við urðum sífellt einangraðri.“Ógnað með eldhúshníf Eftir því sem einangrunin jókst varð sambúðin erfiðari og ofbeldið meira. Haraldur segir hana hafa bannað sér að kynnast nýju fólki og að hún hafi notað kynlíf sem vopn. „Svo kom auðvitað að því að peningarnir kláruðust. Ég náði ekki að vinna fyrir útgjöldum heimilisins og allt fór fjandans til. Þessi tími er svolítið í móðu en það er eitt atvik sem situr sérstaklega í mér. Ég kom heim af næturvakt úr vinnunni og leggst dauðþreyttur upp í rúm. Þá langaði hana akkúrat að fara að rífast. Ég man ekki nákvæmlega um hvað, en líklega voru það peningar. Ég sagði henni að við myndum ræða þetta þegar ég vaknaði og lokaði svo augunum. Hún jók yfir mig fúkyrðum og reyndi að halda mér vakandi en ég lét sem ekkert væri. Þá sótti hún glas og fyllti það af vatni og sketti því á mig þar sem ég lá. Ég settist upp og hugsaði mig um í smástund en fór svo á fætur og náði mér í vatnsglas sem ég skvetti á hana til baka. Þá stóð hún upp, fór inn í eldhús og náði í eldhúshníf. Ég gleymi þessu aldrei, þar sem hún stóð í dyragættinni með hnífinn á lofti og með systur sína hangandi aftan í sér öskrandi „nei ekki gera það!“.Sendur heim að vinna Haraldur segir að á endanum hafi peningar þeirra hjóna klárast og þá hafi viðhorf eiginkonunnar gagnvart foreldrum hans breyst. „Þegar peningurinn var búinn var í lagi hennar vegna að ég færi heim til Íslands að vinna. Og þá var allt í lagi að ég talaði við foreldra mína. Þá var ég búinn að vera úti í eitt ár og hafði ekki sagt neinum frá mínum raunum. Mamma og pabbi tóku mér opnum örmum þegar ég kom heim og ég vann á Íslandi í þrjá mánuði þar til hún fór að halda að foreldrar mínir væru að koma mér gegn henni. Þá vildi hún fá mig til sín strax og ég hlýddi því.“ Haraldur segir að þarna hafi líkamlega ofbeldið verið orðið reglulegt og að lokum hafi hann hringt í foreldra sína og sagt þeim að þetta gæti hann ekki lengur og vildi flytja heim til Íslands. Hann setti sig í samband við skiptinemafjölskyldu sína og hóf að pakka dótinu sínu saman. „En hún náði að sannfæra mig um að fara ekki og ég hringdi því aftur í foreldra mína og sagði þeim að allt væri í lagi. Svona gekk þetta fram og til baka í eitt og hálft ár. Ég fór í háskóla og það var fínt að geta verið þar en svo kveið ég því alltaf að þurfa að fara heim á kvöldin.“Áttaði sig í kreppunni Foreldrar Haralds borguðu undir hann far til Íslands árið 2008 þegar systir hans fermdist. Einnig stóð til að Haraldur ynni tímabundið á Íslandi, en peningur hjónanna var enn og aftur á þrotum. „Það stóð alltaf til að fara aftur út en svo skall kreppan á. Ég var búinn að safna smá pening sem hefði orðið að engu ef ég hefði farið aftur út. Ég var orðinn nánari fjölskyldu minni og dvöl mín lengdist hér. Ég fór að sjá hlutina í öðru ljósi og loksins áttaði ég mig á því hvað þessi kona væri hræðilega vond við mig og hefði eyðilagt fjögur ár af lífi mínu. Ég sat heima hjá foreldrum mínum að spila á gítar þegar ég áttaði mig á þessu. Lagið var á spænsku og fjallaði um eitthvað svipað og ég var að ganga í gegn um og ég brotnaði bara niður fyrir framan þau.“ Haraldur hringdi í konuna og sagðist vilja skilnað. Hann hefði áttað sig á þessu í fjarveru hennar. „Ég sagði henni að ég upplifði ekki lengur ást heldur stöðugan ótta. Og ótta við það sem gæti gerst ef ég segði bless. Ég fór út í stutta ferð til að skrifa undir sáttmála hjá löggildingarstofu sem systir hennar vann fyrir, en ég var yngri og vitlausari þá. Það hafa orðið eftirmál af því þar sem hún hefur krafist meiri peninga og svo framvegis. Ég er ennþá í raun að reyna að fá skilnaðinn í gegn.“Allir geta orðið fyrir ofbeldi Haraldur hefur ekki leitað aðstoðar fagfólks en segist hafa fengið mikla og góða hjálp frá vinum og vandamönnum. „Ég er ennþá með mjög særða sjálfsmynd og þarf eflaust einhvern tímann að leita mér hjálpar vegna hennar. Áður en ég kynntist henni var ég mjög opinn og átti ekki erfitt með að bresta í lag á mannamótum og hafa gaman að lífinu, en eftir að allt þetta gerðist á ég orðið erfitt með svoleiðis af sjálfsdáðum. Það þarf alltaf að ýta mér.“ Núverandi unnusta Haralds, sem er einnig frá Suður Ameríku, er sálfræðingur að mennt og hefur staðið þétt við bakið á honum, þó Haraldur viðurkenni að hafa verið tortrygginn til að byrja með. „Hún er æðislegasta kona sem ég hef nokkurn tíma kynnst fyrir utan móður mína. Hún er mjög ástrík og samband okkar byggist upp á trausti.“ Haraldur segir það ekki skipta máli hversu stór eða karlmannlegur maður sé, allir geti orðið fyrir ofbeldi. „Ég hef heyrt það sagt á skrifstofunni „Hann hlýtur nú að vera meiri bölvaður auminginn,“ þegar umræðan snýr að mönnum sem orðið hafa fyrir ofbeldi kvenna. Umræðan lætur mann hugsa sig tvisvar um áður en maður segir eitthvað. Ég lít ekki á mig sem eitthvað hörkutól en ég er heldur ekkert lítill.“ Tengdar fréttir "Hún var grimm og andstyggileg“ "Hún var grimm og andstyggileg, staðreyndin er sú að konur eru líka gerendur og karlar þolendur þegar kemur að heimilisofbeldi." Þetta segir þrítugur karlmaður í einlægu viðtali við Ísland í dag í gærkvöldi. Hann var kúgaður og niðurlægður á heimili sínu í yfir tvö ár og fær enn martraðir vegna þess. 5. júní 2013 17:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Hann er 27 ára og var í ofbeldisfullu hjónabandi um árabil. Ofbeldið sem hann varð fyrir af hálfu eiginkonunnar var bæði andlegt og líkamlegt, en hann segist vera sterkari maður í dag. Hann vill ekki koma fram undir nafni, og því skulum við kalla hann Harald. „Árið 2004 fór ég til Suður-Ameríku sem skiptinemi og þegar ég var búinn að vera þar í sex eða sjö mánuði af tíu mánaða dvöl þá kynntist ég henni af alvöru. Við urðum meira en bara vinir og á endanum hætti ég að búa hjá skiptinemafjölskyldunni og flutti til hennar. En áður en skiptinemadvölin var á enda sagði hún að hún gæti ekki haft mig lengur hjá sér nema ég giftist henni.“ Haraldur var fljótur að segja já við því og þau giftu sig hjá sýslumanni áður en hann fór heim til Íslands, og strax hófst hann handa við að útvega henni vegabréfsáritun til Íslands. „Hún kom tveimur mánuðum á eftir mér til Íslands og til að byrja með bjuggum við heima hjá foreldrum mínum. Við gerðum hvað við gátum til þess að hjálpa henni að fóta sig hér á landi, enda getur verið erfitt fyrir fólk að aðlagast nýju landi, en hún ákvað að vera í fýlu. Hún sneri mér gegn foreldrum mínum, sagði að þau væru vond við sig og á endanum fluttum við út frá þeim og á ónefnt gistiheimili í Kópavogi.“ Haraldur segir hana hafa bannað sér að tala við fjölskylduna og enginn mátti vita hvar þau bjuggu. Hann seldi eigur sínar, hljóðfæri og annað, og þau fluttu aftur til heimalands hennar. „Ég minnist þess klökkur þegar ég kom í Leifsstöð og sagði henni að ég yrði að láta mömmu og pabba vita að ég væri að fara. Hún samþykkti það með semingi og ég hringdi í móður mína klukkan hálf sjö um morguninn og sagði henni fréttirnar. Svo skellti ég á.“Á hennar heimavelli Þegar út var komið gekk vel til að byrja með, hjónin áttu peninga og konan var á heimavelli. „Það var allt í góðu standi til þess að byrja með. Ég fékk vinnu, hún byrjaði í háskóla og við fluttum til systur hennar. Svo einn daginn hófst líkamlega ofbeldið. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir andlega ofbeldinu fyrr en það líkamlega bættist við. Við vorum að rífast og ég svaraði til baka og allt í einu fékk ég hendina í hnakkann. Ég spurði mig hvort þetta væri mér að kenna og ákvað að fyrirgefa henni ef hún lofaði að gera þetta aldrei aftur.“ Haraldur segir umræðuna um heimilisofbeldi í Suður-Ameríku svipaða og Íslendingar eigi að venjast. Karlmenn beiti konur ofbeldi en sé því öfugt farið sé karlmönnum ekki trúað og lítið gert úr ofbeldinu. „Hún notaði það gegn mér og sagði að enginn myndi trúa mér. Svona gekk þetta í einhvern tíma. Hún var góð í nokkra daga og svo komu dagar þar sem var öskrað á mig og ég var kallaður vondur. Svona bipolar-hegðun, og ég í einhvers konar afneitun. Smám saman fóru vinir hennar að fjarlægjast hana og við urðum sífellt einangraðri.“Ógnað með eldhúshníf Eftir því sem einangrunin jókst varð sambúðin erfiðari og ofbeldið meira. Haraldur segir hana hafa bannað sér að kynnast nýju fólki og að hún hafi notað kynlíf sem vopn. „Svo kom auðvitað að því að peningarnir kláruðust. Ég náði ekki að vinna fyrir útgjöldum heimilisins og allt fór fjandans til. Þessi tími er svolítið í móðu en það er eitt atvik sem situr sérstaklega í mér. Ég kom heim af næturvakt úr vinnunni og leggst dauðþreyttur upp í rúm. Þá langaði hana akkúrat að fara að rífast. Ég man ekki nákvæmlega um hvað, en líklega voru það peningar. Ég sagði henni að við myndum ræða þetta þegar ég vaknaði og lokaði svo augunum. Hún jók yfir mig fúkyrðum og reyndi að halda mér vakandi en ég lét sem ekkert væri. Þá sótti hún glas og fyllti það af vatni og sketti því á mig þar sem ég lá. Ég settist upp og hugsaði mig um í smástund en fór svo á fætur og náði mér í vatnsglas sem ég skvetti á hana til baka. Þá stóð hún upp, fór inn í eldhús og náði í eldhúshníf. Ég gleymi þessu aldrei, þar sem hún stóð í dyragættinni með hnífinn á lofti og með systur sína hangandi aftan í sér öskrandi „nei ekki gera það!“.Sendur heim að vinna Haraldur segir að á endanum hafi peningar þeirra hjóna klárast og þá hafi viðhorf eiginkonunnar gagnvart foreldrum hans breyst. „Þegar peningurinn var búinn var í lagi hennar vegna að ég færi heim til Íslands að vinna. Og þá var allt í lagi að ég talaði við foreldra mína. Þá var ég búinn að vera úti í eitt ár og hafði ekki sagt neinum frá mínum raunum. Mamma og pabbi tóku mér opnum örmum þegar ég kom heim og ég vann á Íslandi í þrjá mánuði þar til hún fór að halda að foreldrar mínir væru að koma mér gegn henni. Þá vildi hún fá mig til sín strax og ég hlýddi því.“ Haraldur segir að þarna hafi líkamlega ofbeldið verið orðið reglulegt og að lokum hafi hann hringt í foreldra sína og sagt þeim að þetta gæti hann ekki lengur og vildi flytja heim til Íslands. Hann setti sig í samband við skiptinemafjölskyldu sína og hóf að pakka dótinu sínu saman. „En hún náði að sannfæra mig um að fara ekki og ég hringdi því aftur í foreldra mína og sagði þeim að allt væri í lagi. Svona gekk þetta fram og til baka í eitt og hálft ár. Ég fór í háskóla og það var fínt að geta verið þar en svo kveið ég því alltaf að þurfa að fara heim á kvöldin.“Áttaði sig í kreppunni Foreldrar Haralds borguðu undir hann far til Íslands árið 2008 þegar systir hans fermdist. Einnig stóð til að Haraldur ynni tímabundið á Íslandi, en peningur hjónanna var enn og aftur á þrotum. „Það stóð alltaf til að fara aftur út en svo skall kreppan á. Ég var búinn að safna smá pening sem hefði orðið að engu ef ég hefði farið aftur út. Ég var orðinn nánari fjölskyldu minni og dvöl mín lengdist hér. Ég fór að sjá hlutina í öðru ljósi og loksins áttaði ég mig á því hvað þessi kona væri hræðilega vond við mig og hefði eyðilagt fjögur ár af lífi mínu. Ég sat heima hjá foreldrum mínum að spila á gítar þegar ég áttaði mig á þessu. Lagið var á spænsku og fjallaði um eitthvað svipað og ég var að ganga í gegn um og ég brotnaði bara niður fyrir framan þau.“ Haraldur hringdi í konuna og sagðist vilja skilnað. Hann hefði áttað sig á þessu í fjarveru hennar. „Ég sagði henni að ég upplifði ekki lengur ást heldur stöðugan ótta. Og ótta við það sem gæti gerst ef ég segði bless. Ég fór út í stutta ferð til að skrifa undir sáttmála hjá löggildingarstofu sem systir hennar vann fyrir, en ég var yngri og vitlausari þá. Það hafa orðið eftirmál af því þar sem hún hefur krafist meiri peninga og svo framvegis. Ég er ennþá í raun að reyna að fá skilnaðinn í gegn.“Allir geta orðið fyrir ofbeldi Haraldur hefur ekki leitað aðstoðar fagfólks en segist hafa fengið mikla og góða hjálp frá vinum og vandamönnum. „Ég er ennþá með mjög særða sjálfsmynd og þarf eflaust einhvern tímann að leita mér hjálpar vegna hennar. Áður en ég kynntist henni var ég mjög opinn og átti ekki erfitt með að bresta í lag á mannamótum og hafa gaman að lífinu, en eftir að allt þetta gerðist á ég orðið erfitt með svoleiðis af sjálfsdáðum. Það þarf alltaf að ýta mér.“ Núverandi unnusta Haralds, sem er einnig frá Suður Ameríku, er sálfræðingur að mennt og hefur staðið þétt við bakið á honum, þó Haraldur viðurkenni að hafa verið tortrygginn til að byrja með. „Hún er æðislegasta kona sem ég hef nokkurn tíma kynnst fyrir utan móður mína. Hún er mjög ástrík og samband okkar byggist upp á trausti.“ Haraldur segir það ekki skipta máli hversu stór eða karlmannlegur maður sé, allir geti orðið fyrir ofbeldi. „Ég hef heyrt það sagt á skrifstofunni „Hann hlýtur nú að vera meiri bölvaður auminginn,“ þegar umræðan snýr að mönnum sem orðið hafa fyrir ofbeldi kvenna. Umræðan lætur mann hugsa sig tvisvar um áður en maður segir eitthvað. Ég lít ekki á mig sem eitthvað hörkutól en ég er heldur ekkert lítill.“
Tengdar fréttir "Hún var grimm og andstyggileg“ "Hún var grimm og andstyggileg, staðreyndin er sú að konur eru líka gerendur og karlar þolendur þegar kemur að heimilisofbeldi." Þetta segir þrítugur karlmaður í einlægu viðtali við Ísland í dag í gærkvöldi. Hann var kúgaður og niðurlægður á heimili sínu í yfir tvö ár og fær enn martraðir vegna þess. 5. júní 2013 17:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
"Hún var grimm og andstyggileg“ "Hún var grimm og andstyggileg, staðreyndin er sú að konur eru líka gerendur og karlar þolendur þegar kemur að heimilisofbeldi." Þetta segir þrítugur karlmaður í einlægu viðtali við Ísland í dag í gærkvöldi. Hann var kúgaður og niðurlægður á heimili sínu í yfir tvö ár og fær enn martraðir vegna þess. 5. júní 2013 17:15