Innlent

Fóru aftur saman í bústað

Karen Kjartansdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Formenn væntanlegra ríkisstjórnaflokka funduðu í sumarbústað í Biskupstungum í dag og stendur fundur enn yfir. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort viðræðunefndir verði skipaðar fyrir hönd flokkanna.

Síðustu daga hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, notað til að afla gagna og upplýsinga til að halda viðræðum áfram. Fundað var í sumarbústað í Reykholti í Biskupstungum í dag og var fjallað um efnahags-, heilbrigðis-, og menntamál. Fundurinn hófst um hádegisbil og stendur enn yfir en ekki er ætlunin að dvelja þar í nótt.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær eða hvort viðræðunefndir flokka verði skipaðar eins og venja er í stjónarmyndunarviðræðum en formennirnir munu leita álita og gagna um einstök aðriði á morgun og halda viðræðum áfram á morgun og um helgina. Engar ákvarðanir verði teknar um skiptingar ráðuneyta heldur verði það rætt allra síðast en málefni látin ganga fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×