Innlent

Háskólinn á Bifröst opinn almenningi

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst verður með opinn í dag milli 14.00 - 17.00 en skólinn fagnar 95 ára afmæli sínu um þessar mundir.  Á opna deginum verður námsleiðir skólans kynntar og boðið verður upp á glæsilega fjölskylduskemmtun á sama tíma.  

 

Boðið verður uppá gönguferðir um þorpið og skólann þar sem hægt verður að fræðast um sögu skólans. Einnig verður hægt að skoða allar byggingar skólans, aðstöðu nemenda og umhverfið í kringum skólann.  Sviðsstjórar allra deilda munu vera á staðnum til að kynna námið ásamt kennurum og starfsmönnum.

 

Opni dagurinn er ekki síst hugsaður fyrir fjölskyldufólk því boðið verður upp á hoppukastala fyrir ungviðið, leikhópurinn Lotta sýnir, hægt verður að fara í Lazer-tag, farið verður í leiki og boðið verður í vöfflukaffi í hátíðarsal skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×