Góðgerðarsamtök ætla að sjá til þess að hægt verði að opna geðgjörgæslu Karen Kjartansdóttir skrifar 8. maí 2013 20:31 Mynd úr safni Góðgerðarsamtök ætla að sjá til þess að hægt verði að opna geðgjörgæslu fyrir allra veikustu sjúklingana. Framkvæmdastjóri geðsviðs spítalans segir þetta auka öryggi og brýn þörf hafi verið á deildinni um langa hríð en fjármagn hafi ekki fengist fyrr en nú. Á geðdeild Landspítalans hefur vantað öruggari deild fyrir allra veikustu sjúklinganna sem bæði hafa tekið mikla orku frá starfsfólki og ógnað öryggi annarra inn á deildunum. En nú á að bæta úr ástandinu. „Við höfum kallað eftir þessu í töluverðan tíma og í raun má segja að þetta sé leið til að bregðast við ákveðnum áhyggjum af öryggi á deildum hjá okkur og þjónustunni. við viljum bæta hvoru tveggja. Það gerum við með því að taka eina deildina, setja þar upp tryggara og öruggara umhverfi,“ segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Á deildinni sem verður breytt til að koma til móts við þarfir mjög veiks fólk og verður það í einbýlum auk þess sem kynin verða aðskilin. Þá verður starfsfólk sérþjálfað til að sinna bráðveiku fólki. „Auðvitað eykst með þessu öryggið og þjónustan við þá sem eru bráðveikir, þá fyrsta og fremst sem eru hættulegir öðrum eða sjálfum sér, en jafnframt skapast þá svigrúm á hinum deildunum þegar hinir allra veikustu eru ekki lengur þar. En eins og við höfum þetta núna þá ægir öllu saman. Á einu herbergi getur verið ungur karlmaður í sturlunarástandi en í næsta er gömul kona að ná sér af þunglyndi og þetta á ekkert samleið.“ Það eru samtökin Á allra vörum sem ætla gera þetta mögulegt með því að standa fyrir söfnun til að standa straum af kostnaðnum. „Markmiðið okkar er fyrst og fremst að beina sjónum fólk að geðsviðinu á Landspítalanum og fá fólk til að horfast í augu við það að við þurfum virkilega á þessari gjörgæslu að halda,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, forsvarskona Á allra vörum. Eftir hrunið hefur þurft að skera mjög niður á Landspítalanum og nær ómögulegt hefur verið að innleiða nýungar. Björn Zoega forstjór spítalans fagnar þessu framtaki því mjög. En er Landspítalinn ekki að verða of háður gjöfum og styrkjum frá góðgerðarsamtökum? „Stutta svarið við því er jú en það er bara svo mikið af fólki á Íslandi sem vill láta gott af sér leiða og sér þarna farveg sem snertir mjög marga og er mjög brýnt,“ segir Björn. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Góðgerðarsamtök ætla að sjá til þess að hægt verði að opna geðgjörgæslu fyrir allra veikustu sjúklingana. Framkvæmdastjóri geðsviðs spítalans segir þetta auka öryggi og brýn þörf hafi verið á deildinni um langa hríð en fjármagn hafi ekki fengist fyrr en nú. Á geðdeild Landspítalans hefur vantað öruggari deild fyrir allra veikustu sjúklinganna sem bæði hafa tekið mikla orku frá starfsfólki og ógnað öryggi annarra inn á deildunum. En nú á að bæta úr ástandinu. „Við höfum kallað eftir þessu í töluverðan tíma og í raun má segja að þetta sé leið til að bregðast við ákveðnum áhyggjum af öryggi á deildum hjá okkur og þjónustunni. við viljum bæta hvoru tveggja. Það gerum við með því að taka eina deildina, setja þar upp tryggara og öruggara umhverfi,“ segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Á deildinni sem verður breytt til að koma til móts við þarfir mjög veiks fólk og verður það í einbýlum auk þess sem kynin verða aðskilin. Þá verður starfsfólk sérþjálfað til að sinna bráðveiku fólki. „Auðvitað eykst með þessu öryggið og þjónustan við þá sem eru bráðveikir, þá fyrsta og fremst sem eru hættulegir öðrum eða sjálfum sér, en jafnframt skapast þá svigrúm á hinum deildunum þegar hinir allra veikustu eru ekki lengur þar. En eins og við höfum þetta núna þá ægir öllu saman. Á einu herbergi getur verið ungur karlmaður í sturlunarástandi en í næsta er gömul kona að ná sér af þunglyndi og þetta á ekkert samleið.“ Það eru samtökin Á allra vörum sem ætla gera þetta mögulegt með því að standa fyrir söfnun til að standa straum af kostnaðnum. „Markmiðið okkar er fyrst og fremst að beina sjónum fólk að geðsviðinu á Landspítalanum og fá fólk til að horfast í augu við það að við þurfum virkilega á þessari gjörgæslu að halda,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, forsvarskona Á allra vörum. Eftir hrunið hefur þurft að skera mjög niður á Landspítalanum og nær ómögulegt hefur verið að innleiða nýungar. Björn Zoega forstjór spítalans fagnar þessu framtaki því mjög. En er Landspítalinn ekki að verða of háður gjöfum og styrkjum frá góðgerðarsamtökum? „Stutta svarið við því er jú en það er bara svo mikið af fólki á Íslandi sem vill láta gott af sér leiða og sér þarna farveg sem snertir mjög marga og er mjög brýnt,“ segir Björn.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira