Góðgerðarsamtök ætla að sjá til þess að hægt verði að opna geðgjörgæslu Karen Kjartansdóttir skrifar 8. maí 2013 20:31 Mynd úr safni Góðgerðarsamtök ætla að sjá til þess að hægt verði að opna geðgjörgæslu fyrir allra veikustu sjúklingana. Framkvæmdastjóri geðsviðs spítalans segir þetta auka öryggi og brýn þörf hafi verið á deildinni um langa hríð en fjármagn hafi ekki fengist fyrr en nú. Á geðdeild Landspítalans hefur vantað öruggari deild fyrir allra veikustu sjúklinganna sem bæði hafa tekið mikla orku frá starfsfólki og ógnað öryggi annarra inn á deildunum. En nú á að bæta úr ástandinu. „Við höfum kallað eftir þessu í töluverðan tíma og í raun má segja að þetta sé leið til að bregðast við ákveðnum áhyggjum af öryggi á deildum hjá okkur og þjónustunni. við viljum bæta hvoru tveggja. Það gerum við með því að taka eina deildina, setja þar upp tryggara og öruggara umhverfi,“ segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Á deildinni sem verður breytt til að koma til móts við þarfir mjög veiks fólk og verður það í einbýlum auk þess sem kynin verða aðskilin. Þá verður starfsfólk sérþjálfað til að sinna bráðveiku fólki. „Auðvitað eykst með þessu öryggið og þjónustan við þá sem eru bráðveikir, þá fyrsta og fremst sem eru hættulegir öðrum eða sjálfum sér, en jafnframt skapast þá svigrúm á hinum deildunum þegar hinir allra veikustu eru ekki lengur þar. En eins og við höfum þetta núna þá ægir öllu saman. Á einu herbergi getur verið ungur karlmaður í sturlunarástandi en í næsta er gömul kona að ná sér af þunglyndi og þetta á ekkert samleið.“ Það eru samtökin Á allra vörum sem ætla gera þetta mögulegt með því að standa fyrir söfnun til að standa straum af kostnaðnum. „Markmiðið okkar er fyrst og fremst að beina sjónum fólk að geðsviðinu á Landspítalanum og fá fólk til að horfast í augu við það að við þurfum virkilega á þessari gjörgæslu að halda,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, forsvarskona Á allra vörum. Eftir hrunið hefur þurft að skera mjög niður á Landspítalanum og nær ómögulegt hefur verið að innleiða nýungar. Björn Zoega forstjór spítalans fagnar þessu framtaki því mjög. En er Landspítalinn ekki að verða of háður gjöfum og styrkjum frá góðgerðarsamtökum? „Stutta svarið við því er jú en það er bara svo mikið af fólki á Íslandi sem vill láta gott af sér leiða og sér þarna farveg sem snertir mjög marga og er mjög brýnt,“ segir Björn. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Góðgerðarsamtök ætla að sjá til þess að hægt verði að opna geðgjörgæslu fyrir allra veikustu sjúklingana. Framkvæmdastjóri geðsviðs spítalans segir þetta auka öryggi og brýn þörf hafi verið á deildinni um langa hríð en fjármagn hafi ekki fengist fyrr en nú. Á geðdeild Landspítalans hefur vantað öruggari deild fyrir allra veikustu sjúklinganna sem bæði hafa tekið mikla orku frá starfsfólki og ógnað öryggi annarra inn á deildunum. En nú á að bæta úr ástandinu. „Við höfum kallað eftir þessu í töluverðan tíma og í raun má segja að þetta sé leið til að bregðast við ákveðnum áhyggjum af öryggi á deildum hjá okkur og þjónustunni. við viljum bæta hvoru tveggja. Það gerum við með því að taka eina deildina, setja þar upp tryggara og öruggara umhverfi,“ segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Á deildinni sem verður breytt til að koma til móts við þarfir mjög veiks fólk og verður það í einbýlum auk þess sem kynin verða aðskilin. Þá verður starfsfólk sérþjálfað til að sinna bráðveiku fólki. „Auðvitað eykst með þessu öryggið og þjónustan við þá sem eru bráðveikir, þá fyrsta og fremst sem eru hættulegir öðrum eða sjálfum sér, en jafnframt skapast þá svigrúm á hinum deildunum þegar hinir allra veikustu eru ekki lengur þar. En eins og við höfum þetta núna þá ægir öllu saman. Á einu herbergi getur verið ungur karlmaður í sturlunarástandi en í næsta er gömul kona að ná sér af þunglyndi og þetta á ekkert samleið.“ Það eru samtökin Á allra vörum sem ætla gera þetta mögulegt með því að standa fyrir söfnun til að standa straum af kostnaðnum. „Markmiðið okkar er fyrst og fremst að beina sjónum fólk að geðsviðinu á Landspítalanum og fá fólk til að horfast í augu við það að við þurfum virkilega á þessari gjörgæslu að halda,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, forsvarskona Á allra vörum. Eftir hrunið hefur þurft að skera mjög niður á Landspítalanum og nær ómögulegt hefur verið að innleiða nýungar. Björn Zoega forstjór spítalans fagnar þessu framtaki því mjög. En er Landspítalinn ekki að verða of háður gjöfum og styrkjum frá góðgerðarsamtökum? „Stutta svarið við því er jú en það er bara svo mikið af fólki á Íslandi sem vill láta gott af sér leiða og sér þarna farveg sem snertir mjög marga og er mjög brýnt,“ segir Björn.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira