Innlent

Bréf TM hækkuðu um þriðjung frá útboði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hringir kauphallarbjöllu Nasdaq OMX Iceland við opnun markaðar í gær í tilefni af skráningu TM.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hringir kauphallarbjöllu Nasdaq OMX Iceland við opnun markaðar í gær í tilefni af skráningu TM. Fréttablaðið/Stefán
Hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) enduðu í 26,70 krónum á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær. Hækkunin frá útboðsgengi, sem var 20,10 krónur, nemur rétt tæpum þriðjungi.

Eftir útboðið var stærsti hluthafinn í TM Lífeyrissjóður verzlunarmanna með um 9,9 prósenta hlut. TM er annað félagið sem skráð er á íslenska markaðinn á þessu ári, en áður var tryggingafélagið VÍS skráð á markaðinn.

Í ávarpi við undirritun samnings við Kauphöllina og upphaf viðskipta með bréf félagsins bauð Sigðurður Viðarsson, forstjóri TM, nýja hluthafa velkomna. „TM hefur farið í gegnum miklar breytingar síðan 2008 þegar félagið var síðast í Kauphöllinni. Afkoma okkar af vátryggingastarfsemi var á síðasta ári sú besta á íslenska markaðnum,“ sagði hann og kvað markmið TM að vera í fararbroddi við áhættumat, góð verð og góða þjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×