Innlent

Sparkaði í höfuð manns og traðkaði á því

Mynd úr safni
Hæstiréttur dæmdi í dag Ragnar Andra Hlöðversson í átján mánaða fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás í fyrra. Tveir aðrir voru dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að koma brotaþola ekki til hjálpar.

Í ákæru kemur fram að Ragnar hafi slegið brotaþola í kviðinn, tekið hann hálstaki og dregið hann niður tröppur í stigagangi hússins, en mennirnir voru báðir gestkomandi í fjölbýlishúsi við Laugaveg í febrúarmánuði síðasta árs. Á stigapalli hússins sparkaði Ragnar í höfuð mannsins og traðkaði á því. Í dómnum kemur fram að annar meðákærða hafi heyrt þegar eitthvað small í höfði brotaþola.

Maðurinn var skilinn eftir hreyfingarlaus á gangstétt við Laugaveg og sýnir myndband úr öryggismyndavél að hann var algjörlega hreyfingarlaus. Það var vegfarandi sem átti leið hjá sem hringdi á lögreglu. Maðurinn hlaut lífshættulega áverka, höfuðkúpubrot og blæðingu undir höfuðkúpubroti.

Auk fangelsisvistarinnar er Ragnar dæmdur til að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×