Innlent

Bæjarstjórinn segir lán að ekki fór verr

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ármann segir lán að ekki fór verr.
Ármann segir lán að ekki fór verr.
„Það er ótrúlegt lán að þetta hafi verið á bílastæðinu en ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi um olíuleka sem varð við Bláfjöll fyrr í dag. „Ég vona bara að þetta hafi engin áhrif á vatnsbólið,“ segir Ármann. Of snemmt sé að segja til um áhrifin á þessari stundu en útlitið sé betra en á horfðist í fyrstu.

Olían lak á vatnsverndarsvæði. Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Orkuveitan væri afar ósátt við að þarna væri verið að sýsla með hættuleg efni á viðkvæmu landsvæði. Svæðið þar sem olían lak tilheyrir Kópavogi og að sögn Kristjönu veitti heilbrigðiseftirlitið þar í bæ fyrirtæki leyfi til þess að flytja olíuna upp að Þríhnúkagíg.

Ármann segir að heilbrigðiseftirlitið sé sjálfstæð stjórnsýslueining sem starfi óháð bæjarstjórninni. Engin samþykkt sé um að heimila þessa flutninga hjá bænum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×