Innlent

Aðgerðum lokið á Bláfjallasvæði

Mynd/Orkuveitan
Aðgerðum á vatnsverndarsvæðinu í Bláfjöllum er lokið í dag en á bilinu 25 til 30 rúmmetrar af olíumenguðum jarðvegi voru fjarlægðir eftir að um sex hundruð lítrar af dísilolíu lak úr tanki sem losnaði úr krók við flutninga.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að óljóst sé hversu stór hluti þeirra sex hundruð lítra olíunnar sem fóru niður hafi verið í þeim förmum. Aðstæður verða kannaðar að nýju á morgun en fulltrúar heilbrigðiseftirlita á höfuðborgarsvæðinu og vatnsveitanna munu hittast á föstudag og fara yfir málin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×