Fórnarlamb Karls Vignis óttaðist að vera barnaníðingur - þriðja kæran barst í dag Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. janúar 2013 19:11 Þrír hafa lagt fram kæru á hendur Karli Vigni Þorsteinssyni vegna kynferðisbrota. Þriðja kæran var lögð fram í dag. Maður sem Karl áreitti kynferðislega á níunda áratugnum kallar eftir málefnalegri umræðu um barnaníðinga til að þolendur þori að segja frá og þjóðfélagið sé í stakk búið til að takast á við frásagnir þeirra. Brotin sem hafa verið kærð eru hugsanlega ekki fyrnd og hafa brotaþolar gefið skýrslu í dag. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar í samtali við rúv en fréttastofa náði ekki af honum tali fyrir fréttir. Lögreglan býst við að fleiri kærur verði lagðar fram á hendur Karli á næstunni. Gunnar Páll Gunnarsson birti í gærkvöldi einlægan pistil á netinu þar sem hann lýsir kynnum sínum af Karli en með honum vann hann í fimm ár á Hóteli sögu á níunda áratugnum. Gunnar, sem hóf störf á hótelinu 18 ára, segir Karl hafa fljótt orðið að trúnaðarvini sínum en síðar hafi hann áreitt hann kynferðislega inni á klósetti hótelsins. „Mér krossbrá, hvað var karlinn að gera þarna. Og svo það að þarna kom annar nemi inn á sömu stundu sem fattaði um leið hvað var að gerast. Hann glotti, snéri sér við og fór í burtu," segir Gunnar Páll sem talar frá Danmörku. Í pistli sínum sagði Gunnar einnig frá því að hann hafi verið kynferðislegri misnotaður af Helga Hróbjartssyni presti á Selfossi nokkrum árum áður en Gunnar hóf störf á Hóteli Sögu. „Eftir kvöldmat bað hann mig um að koma inn í herbergið mitt. Hann þurfti að tala við mig um eitthvað ákveðið. Það var strax eftir að við komum inn að hann lokaði hurðinni. Hann tók mig í fangið og faðmaði mig duglega að sér og kyssti mig og tróð tungunni sinni upp í mig og hvíslaði því að mér hvað honum þótti vænt um mig og elskaði mig. Ég veit ekkert í hvaða langan tíma þetta stóð, ég fraus gjörsamlega eins og spýtukubbur." Fjölmargir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega hafa sett sig í samband við Gunnar eftir að pistillinn birtist en hann segir tilganginn sinn með skrifunum vera að fá fólk til að segja frá. „Fólk þyrfti að hjálpa hvort öðru við að koma út úr þessu foræði sem þetta óneitanlega er." Þá kallar hann eftir góðri málefnalegri umræðu um barnaníðinga og brot þeirra. „Og fá þessa menn í meðferð. Sjálfur var ég skíthræddur á tímabili, þegar það gekk sem verst hjá mér eftir þetta allt saman, að ég myndi sjálfur verða einn af þessum mönnum sjálfur. Einhverntímann hafa þessir menn lent í skelfilegum atburðum og það er enginn vafi á því. Einhversstaðar þurfum við að stoppa og segja að þetta sé komið nóg. Við megum ekki byrja á því að fremja nornaveiðar á fólk sem er saklaust af því að við höfum grun. Sannanir þurfa að vera fyrir hendi en þá þarf fólk að taka blaðið frá munninum og þjóðfélagið þarf að vera í stakk búið að taka á móti fólkinu." Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þrír hafa lagt fram kæru á hendur Karli Vigni Þorsteinssyni vegna kynferðisbrota. Þriðja kæran var lögð fram í dag. Maður sem Karl áreitti kynferðislega á níunda áratugnum kallar eftir málefnalegri umræðu um barnaníðinga til að þolendur þori að segja frá og þjóðfélagið sé í stakk búið til að takast á við frásagnir þeirra. Brotin sem hafa verið kærð eru hugsanlega ekki fyrnd og hafa brotaþolar gefið skýrslu í dag. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar í samtali við rúv en fréttastofa náði ekki af honum tali fyrir fréttir. Lögreglan býst við að fleiri kærur verði lagðar fram á hendur Karli á næstunni. Gunnar Páll Gunnarsson birti í gærkvöldi einlægan pistil á netinu þar sem hann lýsir kynnum sínum af Karli en með honum vann hann í fimm ár á Hóteli sögu á níunda áratugnum. Gunnar, sem hóf störf á hótelinu 18 ára, segir Karl hafa fljótt orðið að trúnaðarvini sínum en síðar hafi hann áreitt hann kynferðislega inni á klósetti hótelsins. „Mér krossbrá, hvað var karlinn að gera þarna. Og svo það að þarna kom annar nemi inn á sömu stundu sem fattaði um leið hvað var að gerast. Hann glotti, snéri sér við og fór í burtu," segir Gunnar Páll sem talar frá Danmörku. Í pistli sínum sagði Gunnar einnig frá því að hann hafi verið kynferðislegri misnotaður af Helga Hróbjartssyni presti á Selfossi nokkrum árum áður en Gunnar hóf störf á Hóteli Sögu. „Eftir kvöldmat bað hann mig um að koma inn í herbergið mitt. Hann þurfti að tala við mig um eitthvað ákveðið. Það var strax eftir að við komum inn að hann lokaði hurðinni. Hann tók mig í fangið og faðmaði mig duglega að sér og kyssti mig og tróð tungunni sinni upp í mig og hvíslaði því að mér hvað honum þótti vænt um mig og elskaði mig. Ég veit ekkert í hvaða langan tíma þetta stóð, ég fraus gjörsamlega eins og spýtukubbur." Fjölmargir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega hafa sett sig í samband við Gunnar eftir að pistillinn birtist en hann segir tilganginn sinn með skrifunum vera að fá fólk til að segja frá. „Fólk þyrfti að hjálpa hvort öðru við að koma út úr þessu foræði sem þetta óneitanlega er." Þá kallar hann eftir góðri málefnalegri umræðu um barnaníðinga og brot þeirra. „Og fá þessa menn í meðferð. Sjálfur var ég skíthræddur á tímabili, þegar það gekk sem verst hjá mér eftir þetta allt saman, að ég myndi sjálfur verða einn af þessum mönnum sjálfur. Einhverntímann hafa þessir menn lent í skelfilegum atburðum og það er enginn vafi á því. Einhversstaðar þurfum við að stoppa og segja að þetta sé komið nóg. Við megum ekki byrja á því að fremja nornaveiðar á fólk sem er saklaust af því að við höfum grun. Sannanir þurfa að vera fyrir hendi en þá þarf fólk að taka blaðið frá munninum og þjóðfélagið þarf að vera í stakk búið að taka á móti fólkinu."
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira