Innlent

Dagur hættir sem varaformaður Samfylkingarinnar

fréttablaðið/stefán
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að sækjast áfram eftir embættinu á næsta landsfundi.

Dagur segir að hann hafi fyrir nokkru ákveðið að sækjast ekki eftir varaformannsembættinu að nýju og því hafi tveir kostir verið í stöðunni.

Annarsvegar að sækjast eftir þingsæti fyrir flokkinn og forystuhlutverki innan flokksins, en hinsvegar að einbeita sér að borgarmálunum. Hann hafi nú ákveðið að velja síðari kostinn.

Í samtali við fréttastofu sagði Dagur að hann hyggðist einbeita sér að fjölskyldu sinni og borgarmálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×