Innlent

Með 1200 kannabisplöntur í tveimur iðnaðarhúsnæðum

Mynd úr öðru iðnaðarhúsnæðinu.
Mynd úr öðru iðnaðarhúsnæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á tveimur stöðum í Hafnarfirði í gær. Við húsleitir fundust samanlagt um 1200 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en hann játaði aðild að málunum.

Framkvæmd var húsleit á heimili mannsins, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, en þar var lagt hald á nokkra tugi gramma af marijúana, verulegt magn af áfengi, auk peninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×