Innlent

Stórtækasta mál sem Guðrún hjá Stígamótum hefur séð

„Ég vildi að ég gæti sagt nei," segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, aðspurð um hvort að símalínur samtakanna væru enn rauðglóandi eftir umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson.

„En ég get það ekki. Það er ekki nema hálftími síðan ég svaraði síðustu manneskjunni sem hringdi hingað og sagði okkur frá máli sem tengist þessum manni."

Guðrún segir að fjölmargir hafi haft samband við Stígamót vegna Karls Vignis, engu að síður séu mörg símtölin sem séu í tengslum við aðra níðinga.

Hún segir mál Karls Vignis vera það stórtækasta sem hún hafi orðið vitni að. „Ég verð að segja að útsjónarsemi þessa manns er hreint út sagt ótrúleg sem og næmi hans fyrir aðstæðum fólk sem ekki hefur getað borið hönd fyrir höfuð sér."

Guðrún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×