Innlent

Kostnaður vegna geðrofslyfja fer lækkandi

Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi. Í fyrra lækkuðu útgjöldin um 83 milljónir kr. á sex mánaða tímabili.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að gert hafi verið ráð fyrir að breytingar á reglugerð um lyfin gætu sparað 50 til 100 milljónir kr. á ári en það stefnir í að sparnaðurinn nemi 150 til 200 milljónum kr. Breytingarnar miða við að Sjúkratrygginga greiði aðeins fyrir hagkvæmustu lyfin.

Á síðasta ári fengu 10 þúsund einstaklingar ávísað geðrofslyfjum sem er svipaður fjöldi og árið áður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.