Safnar fyrir fimmta hjólinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2012 19:54 Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira