Safnar fyrir fimmta hjólinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2012 19:54 Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar. Andrés sem er 27 ára Hvanneyringur var á leið heim úr vinnu júnínótt eina árið 2005 þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem valt rétt fyrir utan Borgarnes. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Þá er ég í einhverjar tvær vikur held ég inni á Borgarspítala þangað til ég er sendur í endurhæfingu upp á Grensásdeild," segir Andrés. Hann var ólmur í að komast ferða sinna á ný enda fyrrverandi björgunarsveitamaður með brennandi áhuga á hreyfingu og útiveru. „Þegar maður fer út fyrir gott malbik eða góða steypta gangbraut þá getur þetta verið kvöl og pína." „Útivist er náttúrulega mitt aðal áhugamál. Ég er með veiðidellu alveg svakalega og mér finnst svona frekar leiðinlegt þurfa að fara á bílnum allt sem maður ætlar sér að gera. Eins til dæmis þegar maður fer í réttirnar á haustin, þá situr maður inni í bíl því maður veit að það er alveg djöfullegt að ferðast í mölinni í réttunum þarna uppfrá." Andrés áætlar ekki að gefa áhugamál sín upp á bátinn og hefur sett á fót söfnun fyrir nýju hjóli sem hann getur tengt framan á stólinn en gripurinn kostar rúmar sexhundruð þúsund krónur. „Og þá lyftast framdekkin upp og fótafjölin sem er þessi leiðinlegi lági punktur á stólnum sem flest allt strandar á." Og það fyrsta sem hann áætlar að gera þegar hjólið er kominn í hús er að vera sýnilegur og vekja athygli á hversu mikilvægt hjálpartækið er þeim sem eru í hjólastól. „Því þetta léttir svo á okkur að geta komist út og auðveldar okkur útivistina til muna, það er bara fáránlegt að íslenska ríkið taki ekki þátt í að greiða svona hlut niður. Ég sé fram á það að ef þeir myndu greiða þetta niður þá myndu þeir stórlega lækka lyfjakostnað á allskonar bólgueyðandi lyfjum og annan lyfjakostnað sem mögulega hlýst af því að við erum bara heima og erum ekki að hreyfa okkur nóg," segir Andrés að lokum.Hægt er að nálgast Fésbókarsíðu Andrésar hér. Rn.0354-03-405928 kt.010585-3929
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira