Innlent

Ekki talið að um íkveikju hafi verið að ræða

MYND/KRISTJÁN
Ekki er talið að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp á Laugavegi 51 á föstudaginn var.

Litlu mátti muna þegar eldurinn braust út en ungur maður náði að komast út um glugga á þriðju hæð hússins og þá björguðu slökkviliðsmenn konu af efstu hæð.

Rannsókn lögreglu er ekki lokið en hún er á síðustu metrunum að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Flest þykir benda til að um rafmagnsbruna hafi verið að ræða sem blossað hafi upp út frá ísskáp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×