Innlent

Börðu mann ítrekað með járnstöng

Þrír karlmenn um tvítugt voru dæmdir í átta til tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í lok nóvember fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Þann 20. maí í fyrra réðust mennirnir inn á heimili rúmlega þrítugs karlmanns, sló hann ítrekað í höfuð og líkama með járnbareflum, fyrst inn í húsinu en síðan fyrir utan húsið, eftir að manninum tókst að komast út, auk þess spörkuðu þeir í hann fyrir utan húsið.

Járnstengurnar sem tveir af mönnunum voru með vógu rúmlega hálft kíló en stöng þess þriðja tæplega eitt kíló.

Sá sem fyrir árásinni varð hlaut skerta meðvitund, einkenni heilahristings, þ.m.t. uppköst og höfuðverk, þrjá skurði á höfuð sem sauma þurfti saman, einn skurð á höfuð sem líma þurfti saman, marga bólgu- og roðabletti á höfuð og bólgu og mar á hnjám.

Tveir af mönnunum voru einnig dæmdir fyrir að hrint konu sem stödd var inn í íbúðinni.

Mennirnir játuðu allir að hafa veist af manninum en sögðu fyrir dómi að hegðan mannsins réttlætti aðför að honum. Dómari sagði þær skýringar léttvægar, enda sameinuðust þeirr um að fara til mannsins, rjúfa heimilisfrið hans og veita honum áverka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×