Fleiri fréttir

Hefur þú séð Dimma? Strauk frá eiganda sínum í dag

Halldór Waagfjörð týndi hundinum sínum, honum Dimma, um klukkan hálf fjögur í dag í miðbæ Vestmannaeyja. Leit hefur staðið yfir í allan dag en enginn hefur orðið var við hvutta. Hann vill biðja þá íbúa í Vestmannaeyjum sem hafa orðið varir við litla hundinn í dag að hafa samband við sig í síma, 564-4476. Hann er svartur á lit og af gerðinni Terrier.

Mögnuð tilraun Sigur Rósar á enda

Síðasta tónlistarmyndbandið í kvikmyndatilraun Sigur Rósar var frumsýnt í dag. Það er leikstjórinn Floria Sigismondi sem sá um gerð myndbandsins.

Óásættanlegt að 100 þúsund munar á launum

Hjúkrunarfræðingur með 32 ára reynslu og sex ára háskólamenntun segir óásættanlegt að aðeins um hundrað þúsund krónum muni á launum hennar og þess sem er nýútskrifaður í faginu. Laun þurfi að hækka svo hún dragi uppsögn sína til baka.

Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm"

Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði.

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir DV

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars um að ritstjórar DV, þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson, Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, og DV ehf. greiði Jóni Snorra Snorrasyni, 200 þúsund krónur hver fyrir ummæli sem birtust um Jón Snorra í DV í mars á síðasta ári.

Sýknaður af ákæru um að hafa banað manni árið 1997

Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var, árið 1998, dæmdur í Hæstarétti fyrir manndráp á veitingastaðnum Vegas. Sigurþór Arnarsson var dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði, þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998. Sverrir Þór Einarsson var líka dæmdur fyrir aðild að málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar sýknað Sigurþór af brotinu.

Ölvaður maður velti bíl eftir að vinnuveitandi beitti hann kynferðisofbeldi

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að beita starfsmann hjá sér, karlmann, kynferðisofbeldi þegar þeir voru staddir í Vík í Mýrdal. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa strokið bak hans og kynfæri innanklæða og að hafa kysst hann á munninn. Maðurinn neitaði sök.

Kynslóðir koma saman á Barnavörumarkaði í Perlunni

Þann 8. desember verður Stóri Barnavörumarkaðurinn haldinn hátíðlegur í Perlunni. Fyrsti markaðurinn sem haldinn var í Gerðubergi sló svo rækilega í gegn, en yfir 1100 manns heimsóttu markaðinn þá. Það linnti hreinlega ekki eftirspurn eftir sölubásum og því verður markaðurinn haldinn aftur, nú í Perlunni, segir Elena Teuffer skipurleggjandi markaðarins.

Fjárlagafrumvarpið fer í nefnd

Atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár, eftir aðra umræðu, lauk nú um klukkan þrjú. Umræðan hafði þá staðið yfir mestan part dagsins. Til stóð að sérstök umræða um stöðu Íbúðalánasjóðs hæfist klukkan hálftvö en henni hefur verið frestað til klukkan hálffjögur. Fjárlagafrumvarpið fer nú í fjárlaganefnd fyrir þriðju og síðustu umræðu.

Segir Bjarna Benediktsson sæta grófum aðdróttunum

"Ég hef nú séð margar grófar aðdróttanir í gegnum tíðina af hálfu blaðamanna á Íslandi en ég hef aldrei séð að maður hafi verið borinn jafn alvarlegum sökum lengi og þessi fyrirsögn gefur til kynna," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður um fyrirsögn sem birtist á forsíðu DV í gær um skýrslutöku yfir Bjarna Benediktssyni í Vafningsmálinu. Skýrslutakan fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn.

Vitnaleiðslum lokið í Vafningsmálinu

Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara er nú lokið. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn þá þrjá daga sem vitnaleiðslur hafa staðið.

Þráspurt um hæfi rannsakenda

Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað.

Dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morð

Hinn 33 ára króati, Milan Kolovrat, var dæmdur í 14 ára fangelsi í morgun í héraðsdómi í Færeyjum fyrir morð. Honum verður vísað úr landi eftir að hafa setið af sér dóminn, en Kolovrat myrti Færeyinginn Dánjal Petur Hansen. Þetta kemur fram á vef færeyska ríkissjónvarpsins. Króatinn var sakfelldur í fyrradag fyrir morðið. Hann játaði svo í gær á sig verknaðinn, en til þess tíma hafði hann haldið fram sakleysi sínu.

Vigdís Finnbogadóttir las fyrir börnin

Börn skilja ekki fjölda orða sem notuð voru í daglegu tali á seinnihluta síðustu aldar og foreldrar þeirra eru aldir upp við. Orð á borð við að skæla og mæla og ýmis máltæki, eins og að sitja við sinn keip, eru hægt og rólega að hverfa úr daglegu máli. Þetta segir Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, sem las fyrir börn á 140 ára afmæli Eymundsson verslananna á dögunum. Hún ræddi meðal annars við fullorðna fólkið um mikilvægi þess að kynna ungu kynslóðina fyrir þeim orðum sem eru í barnasögum á borð við Búkollu og Hans Klaufa.

Strákur tók við stjórninni

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur er skemmtilegt samfélag kvenna sem endurspeglar allar myndir hins kvenlega veruleika. Þessi tæplega 120 kvenna hópur heldur tvenna jólatónleika í Langholtskirkju, undir stjórn Gísli Magna, sem tók við kórnum í haust.

Karl var upptekinn á þriðjudag

Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Milestone mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun sem vitni í Vafningsmáli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni.

Annari umræðu um fjárlög er lokið

Annari umræðu um fjárlög lauk loks á Alþingi undir kvöld í gær, eftir að hafa staðið samanlagt í 48 klukkusutndir, og verður atkvæðagreiðsla í dag.

Segjast eins og hvítþvegnir barnsrassar eftir Hæstarétt

Deila Guðríðar Arnardóttur og Gunnars I. Birgissonar hélt áfram á síðasta fundi bæjarstjórnar í Kópavogi. Samflokksfólk Guðríðar tók þátt í slagnum. Nokkrir bæjarfulltrúar báðust undan frekari orðaskiptum þeirra.

Fleiri kaupa beint frá býli

Bændum sem selja vörur beint frá býli hefur fjölgað á síðustu árum og magnið af vörum aukist. Eftirspurn er mikil og bændur ná ekki að framleiða nóg. Lambakjötið er vinsælast en nautakjötið selst líka vel.

Björgunarskip þurfa klössun

Lögð hefur verið fram á Alþingi ályktun um að fela innanríkisráðherra að gera samkomulag við Slysavarnafélagið Landsbjörg um endurbætur og viðhald björgunarskipa félagsins fyrir árin 2014 til 2021. Eins að fela ráðherra að kanna þörf og möguleika á að fá enn öflugri skip á tiltekna staði á landinu, en skipin eru nú fjórtán talsins.

Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát

Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári.

Sanna tollgreiðslur með kortayfirliti

Kvittanir eru langalgengasta leiðin sem ferðamenn nota til að færa sönnur á að þeir hafi keypt tollskyldan varning hér á landi. Einnig er hægt að framvísa kreditkortayfirliti og þá getur tollurinn fengið upplýsingar frá raftækjaframleiðendum um hvort raðnúmer viðkomandi tækis svarar til vöru sem var seld á Íslandi.

Frumvarpið veikir Alþingi

Nokkur vafi leikur á því að breytingar sem lagðar eru til á stjórnarskrá landsins verði til góðs þegar horft er til starfshátta ríkisstjórna, stjórnarmyndana, hlutverks forsetans og skipunar embættismanna. Þetta kom fram á fundi í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Fundurinn er númer tvö í fundaröð sem háskólar landsins standa sameiginlega að.

Björn sá uppsagnirnar fyrir

„Við sáum þetta fyrir í sumar og svo aftur fyrir svona sex vikum. Þá sáum við að það var komin hreyfing af stað í þessa veru,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, um fjöldauppsagnir um 250 hjúkrunarfræðinga á spítalanum.

Þörungaskyrið á leið á markað

Vísindamenn Matís hafa þróað afurðir úr sjávarþörungum sem eru komnar eða eru væntanlegar á markað. Átta starfsmenn Matís starfa öðru fremur við rannsóknir á þörungum. Meðal nýlegra afurða eru húðvörur sem sprotafyrirtækið Marinox hefur sett á markað en þær innihalda lífvirk andoxunarefni sem eru unnin úr þangi og þykja sérstaklega góð fyrir húðina, segir í frétt Matís.

Undirskriftasöfnun hafin í Snæfellsbæ

Hafin er undirskriftasöfnun í Snæfellsbæ til að vekja athygli á ófremdarástandi í heilsugæslumálum þar í bæ. Þar er engin læknir aðra hverja helgi og þurfa bæjarbúar þá að leita til Grundarfjarðar.

Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni

Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar.

Segir þjóðfélagið ekki undirbúið fyrir olíuvinnslu

Umhverfisráðuneytið segir að því fari fjarri að stjórnsýslan og þjóðfélagið séu vel undirbúin fyrir mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ákveða þurfi hvaða kröfur verði gerðar áður en menn ljái máls á olíuvinnslu. Áformað er að fyrstu sérleyfin vegna Drekasvæðisins verði gefin út í janúar og þau munu ekki aðeins gilda um olíuleit heldur veita einnig rétt til olíuvinnslu.

Börn fjarlægð af heimilum sínum meðal annars vegna offitu

Dæmi eru um að börn hafi verið fjarlægð tímabundið af heimilum sínum meðal annars vegna offitu. Undanfarið hefur aukist að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur þurfi að beita sér vegna ofþyngdar barna enn allt að fimm slík atvik koma upp ári.

Rasistamálið í Smáralind: "Við látum hann svara fyrir þetta"

"Ég held að það sé alveg ljóst að lögreglan kemur ekki til með að sitja auðum höndum yfir þessu. Okkur er skylt að kanna þetta og hefja rannsókn þó svo að það sé ekki komin kæra - þá skiptir það ekki máli hér gæti verið um refsiverða háttsemi að ræða,“ segir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins

Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine.

Styttist í Game of Thrones

Þriðja þáttaröðin af Game of Thrones verður sýnd vestanhafs í mars. Búast má við því að þættirnir verði sýndir á Stöð 2 einungis fáeinum dögum eftir að þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi, nánar tiltekið við Mývatn. Í stiklu sem hefur verið birt á vefnum sést íslenskt landslag vel. Að auki var tekið upp á Írlandi og í Marokkó.

Fjögur dauðsföll tilkynnt til Landlæknis í ár

Árið 2012 hafa fimm alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verið tilkynnt til Landlæknis, þar af fjögur dauðsföll. Árið 2011 voru þrjú alvarleg atvik, þar af eitt dauðsfall, og árið 2010 voru þau tíu, þar af tvö dauðsföll. Þetta kemur fram í tölum Landlæknis.

"Þið komuð með svínaflensuna“

Íslenskt myndband hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook í dag. Þar sjást nokkrir íslenskir unglingar, með asískt útlit, deila við mann í Smáralindinni. Maðurinn sakaði unglingana um að hafa komið með svínaflensuna til Íslands en þau saka hann um fordóma á móti.

Um 60% fleiri ferðamenn í nóvember

Alls fóru 36.950 erlendir ferðamenn frá landinu í nóvember síðastliðnum eða um 14 þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða 60,9% aukningu milli ára. Þetta sýnir talning Ferðamálastofu.

Umferðarslysum hefur snarfækkað

Samkvæmt tölum lögreglu hefur slysum í umferð, þar sem meiðsl verða á vegfarendum, fækkað mikið síðustu ár. Þannig hefur slysum fækkað á höfuðborgarsvæðinu um 10% fyrstu ellefu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra og um 39% frá árinu 2008.

Vopnaða ræningjans enn leitað

Maðurinn sem réðst inn í söluturninn á Grundarstíg seint á föstudagskvöld er enn ekki fundinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að hún hafi engan grunaðan um verknaðinn. Maðurinn réðst inn í söluturninn og otaði byssu að ungum afgreiðslumanni. Skot hljóp úr byssunni, en grunur leikur á að það hafi verið púðurskot.

Innbrot í lyfjaverslun í morgun

Um hálf sexleytið í morgun var lögreglunni tilkynnt um innbrot í lyfjaverslun við Suðurlandsbraut. Þar hafði rúða verið brotin og sjóðsvél tekin. Óljóst er hvort eitthvað annað hafi horfið.

Gistinóttum fjölgaði um 20%

Gistinætur á hótelum fjölgaði um 20% í október miðað við sama mánuð í fyrra, eða úr 117.200 í 140.500. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í október en gistinóttum þeirra fjölgaði um 23% miðað vð sama tíma í fyrra. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 10% fleiri en árið áður. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum.

Fram hótar málssókn standi borgin ekki við uppbyggingu

Knattspyrnufélagið Fram krefst þess að Reykjavíkurborg standi við samninga um 2,8 milljarða uppbyggingu í Úlfarsárdal. Formaður segir nýjar hugmyndir svik við félagið og íbúa. Íbúasamtök hafna minna hverfi.

Fleiri rækta gras en fáir eiga uppskeruna

Lögreglan hefur gert upptækt meira en hálft tonn af kannabisi síðan árið 2007. Langstærsti hlutinn er hass sem fannst í húsbíl árið 2008. Innflutningur á grasi hefur nánast lagst af, segir yfirmaður fíkniefnadeildar. Heimaræktun eykst.

Sjá næstu 50 fréttir