Fleiri fréttir

Stóriðjusamningar gætu klárast um mitt næsta ár

Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að orkusamningar vegna stóriðju við Húsavík klárist um mitt næsta ár. Rammasamningar hafa verið gerðir við fjögur fyrirtæki. Fullur salur af fólki hlýddi á forystumenn Landsvirkjunar fara yfir stöðu félagsins og verkefnin framundan.

Konan sem syngur "Lóan er komin" er látin

Konan sem syngur vorið inn hjá Íslendingum og kveður burt snjóinn er látin. Erla Stefánsdóttir söngkona var jarðsungin í dag. Hún hóf söngferilinn árið 1964 og frá því lagið um lóuna kom út 1967 hefur hún verið ein af heimilisröddum þjóðarinnar.

Íbúðalánasjóður gæti endað í ruslflokki

Áframhaldandi óvissa um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við vanda Íbúðalánasjóðs gætu skaðað sjóðinn. Þetta segir framkvæmdastjóri Íbúðalánsjóðs. Beðið er eftir tillögum vinnuhóps sem átti að skila niðurstöðu um síðust mánaðamót. Hætta er á að sjóðurinn verði færður niður í ruslflokk náist ekki að leysa málið fyrir áramót.

Tók vörur fyrir hundruð þúsunda út á stolið kort

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur og þjónustu í 94 skipti fyrir samtals verðmæti 682 þúsund krónur. Konan greiddi fyrir vörurnar með kreditkorti annarrar konu sem hún hafði komist yfir. Konan játaði brot sín fyrir dómi. Hæsta úttektin var í Samkaup Úrval en þar tók hún út vörur fyrir tæpar 65 þúsund krónur.

Vilhjálmur segir sig úr stjórn Félags eldri borgara

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem hefur verið meðstjórnandi í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík síðastliðin tvö ár, hefur sagt sig úr stjórninni. Þetta gerir hann vegna þess að talið er að seta hans þar gæti skaðað hagsmuni félagsins og trúverðugleika. Fyrsti varamaður í stjórninni hefur tekið sæti hans.

Hámarkslán verði 40 milljónir

Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins samþykkti á fundi í dag breytingar á lánareglum sjóðsins sem fela í sér að hámarkslán til sjóðfélaga verða framvegis 40 milljónir króna en undanfarin ár hefur ekki verið skilgreint hámark á sjóðfélagalánum að því tilskyldu að nægjanlegt veðrými og greiðslugeta væri fyrir hendi. Jafnframt var ákveðið að setja sérstakar reglur um meðferð lánsumsókna þegar aðilar sem tengjast sjóðnum eiga í hlut.

Eldur blossaði upp að nýju

Eldur blossaði upp aftur í húsnæðinu á Óseyrarbraut þegar lögregla var að rannsaka brunavettvang eftir hádegi í dag. Eldurinn hafði læst sig í klæðningu á þaki hússins og hafa glóð líklegast kraumað þar fram eftir öllum morgni. Þegar lögreglumenn við störf urðu varir við eldinn núna eftir hádegi kölluðu þeir strax til slökkvilið sem fór af vettvangi núna um þrjúleytið.

Tökum á Noah lokið

Tökum á myndinni Noah lauk um helgina. Darren Aronofsky, leikstjóri myndarinnar, segir frá þessu á Twitter. Eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Aðalleikarar myndarinnar vöktu töluverða athygli þegar þeir voru hér, einkum Russell Crowe, sem hélt meðal annars tónleika hér á Menningarnótt.

Isavia tekur við bílastæðunum við Leifsstöð - 80% farþegar keyra sjálfir í flugstöðina

Frá og með áramótum mun Isavia taka við afgreiðslu á bílastæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rekstur stæðanna hefur veri í höndum fyrirtækisins Icepark frá því árið 2009. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is. Í dag kostar 800 krónur að geyma bíl í sólarhring á stæðunum við flugstöðina. Átta af hverjum tíu lesendum síðunnar velja að keyra sjálfir í Leifsstöð - þrátt fyrir að tvö rútufyrirtæki sinni áætlunarferðum á milli höfuðborgarinnar og flugstöðvarinnar.

Strætókortin hækka

Frá og með 1. desember næstkomandi mun verð á kortum og afsláttarfargjöldum strætó hækka en hækkunin var samþykkt á stjórnarfundi félagsins í lok síðasta mánaðar. Eftir breytinguna munu farþegar greiða um 25 prósent af kostnaði hverrar ferðar.

Uppboð til styrktar verðlaunaljósmyndara sem berst við bráðahvítblæði

Vinir ljósmyndarans Ingólfs Júlíussonar ætla að halda veglegt ljósmyndauppboð á Hótel Borg á sunnudaginn honum til stuðnings. Ingólfur greindist með bráðahvítblæði í byrjun október á þessu ári og hefur dvalið á sjúkrahúsi síðan. Í kringum áramót fer Ingólfur til Svíþjóðar þar sem hann mun gangast undir mergsskipti.

Burðardýr í 15 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

Fertugur Þjóðverji var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að flytja inn 1,2 kíló af kókaíni hingað til lands. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok ágúst síðastliðinn en fíkniefnin faldi hann í líkama sínum í 108 pakkningum.

Maggi Gylfa: Þetta setur allt á annan endann

"Þetta er alveg skelfing og setur allt á annan endann,“ segir Magnús Gylfason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Svalþúfu og knattspyrnuþjálfari Vals í knattspyrnu.

Meirihlutinn í Garði riðar til falls

Útlit er fyrir að meirhlutinn í sveitastjórninni í Garði sé við það að springa, segir Kolfinna Magnúsdóttir. "Það lítur út fyrir það,“ segir hún þegar Vísir spyr hana út í málið. Nýr meirihluti var stofnaður í vor eftir að upp úr þáverandi meirihlutasamstarfi slitnaði. Hún segir að Davíð Ásgeirsson, sjálfstæðismaður í minnihlutanum, hafi tilkynnt sér í morgun í símtali að hann hygðist ganga til liðs við minnihlutann.

Vitnum og sakborningum hótað

Þriðja degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni er lokið.

Lýsing mátti reikna vexti miðað við erlenda gjaldmiðla

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að samningur sem fyrirtækið Eirvík-Heimilistæki ehf. gerði í byrjun árs 2008 um fjármögnun á VW Caddy bíl væri í raun leigusamningur. Því hefði Lýsingu verið heimilt að binda vexti af þessum samningi við gengi erlendra gjaldmiðla. Ákvæði vaxtalaga um að óheimilt væri að reikna vexti út frá gengi erlendra gjaldmiðla ætti því ekki við í tilfelli þessa lánasamnings.

Verjandi Annþórs taldi saksóknara vanhæfan

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Guðmundar St. Ragnarssonar, verjanda Annþórs Kristjáns Karlssonar, um að Karl Ingi Vilbergsson saksóknari í máli gegn Annþóri, Berki Birgissyni og félögum yrði úrskurðaður vanhæfur.

Þorsteinn fer aftur á Litla-Hraun eftir að kókaín fannst í þvagi

Þorsteinn Kragh, sem var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir innflutning á um 200 kílóum af hassi og einu og hálfu kílói af kókaíni árið 2009, er aftur á leiðinni á Litla-Hraun eftir að hafa dvalið á Kvíabryggju síðustu misseri. Ástæðan er sú að kókaín fannst í þvagi hans eftir að hann skilaði sér of seint úr dagsleyfi.

Flestar konur útskrifast á Íslandi

Nær 67 prósent af háskólanemum sem útskrifuðust í fyrra voru konur. Til samanburðar voru "aðeins" 63 prósent útskrifaðra háskólanema árið 2011 konur í Svíþjóð, sem er það norrænt ríki sem kemst næst því að jafna metin við Ísland. Þetta og margt annað má lesa í Norrænu hagtöluárbókinni 2012 (Nordisk Statistisk Årbog 2012) sem kemur út í dag. Greint er frá bókinni á vef Hagstofunnar.

Göngufólk traðkar Esjuna niður

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur óskað eftir leyfi borgaryfirvalda til að gera gagngerar lagfæringar á fjölförnum stíg upp Esjuna.

Óska eftir fleiri dögum til rjúpuveiða

Skotveiðifélag Íslands hefur farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum verði fjölgað nú í haust.

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ökumenn í vandræðum

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í nótt til að aðstoða ökumenn, sem höfðu lent í vandræðum á Fagradal og Breiðdalsheiði á Austfjörðum. Engan sakaði og komu björgunarmenn ökumönnum og bílum til byggða.

Mikið tjón í eldsvoða við Óseyrarbraut í nótt

Allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu var kallað að sambyggðum fiskvinnsluhúsum við Óseyrarbraut í Hafnarfirði, eftir að lögreglumenn á eftirlitsferð urðu varir við eld í húsinu, laust fyrir klukkan tvö í nótt.

Kjarnorkan komin á rafmagnsreikninginn

Rafmagnsnotanda sem hafði samband við Fréttablaðið brá heldur í brún þegar hann fékk ársyfirlit frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir árið 2011. Þar var yfirlit yfir uppruna raforkunnar eftir orkugjöfum og sjá mátti að endurnýjanleg orka sæi fyrir 89 prósentum rafmagnsins og jarðefnaeldsneyti sex prósentum. Afgangurinn, fimm prósent, væri hins vegar framleiddur með kjarnorku.

Íslendingar þróa skólamáltíðir

Þróunarsamvinnustofnun Íslands tekur þátt í nýju verkefni sem felur í sér að bjóða upp á skólamáltíðir í Malaví sem eru ræktaðar í heimabyggð.

Styrkja og fræða ungt fólk

Jafningjafræðslan hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2012 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda.

Fjallið opnað á laugardaginn

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað formlega á laugardag klukkan tíu um morguninn. Talsvert hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og töluvert magn af snjó náð að festast í brekkunum. Þá hefur verið nægilega kalt fyrir snjóframleiðslu.

Þjóðskrá verði áfram á Selfossi

"Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að hagræðingaraðgerðir ríkisins séu alltaf á sama veg, að starfsemi sé lögð niður á landsbyggðinni og flutt til Reykjavíkur," segir bæjarráð Árborgar í yfirlýsingu vegna ákvörðunar um að loka skrifstofu Þjóðskrárinnar á Selfossi.

Forseti Alþingis í Indlandsför

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Indlandi. Með henni eru þingkonurnar Unnur Brá Konráðsdóttir og Oddný G. Harðardóttir, auk alþjóðaritara þingsins, Jörundar Kristjánssonar.

Aðkoma Ólafs "óljós“ og "óþarflega flókin“ í ákæru

Hluta ákæru á hendur Ólafi Ólafssyni, sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings, í Al-Thani-málinu er einnig vísað frá, en um er að ræða ákærulið vegna hlutdeildar í meintri markaðsmisnotkun Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar.

Ákæru á hendur Magnúsi vísað frá dómi í Al-Thani máli

Ákæru sérstaks saksóknara á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, hefur verið vísað frá dómi. Úrskurður um frávísun var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9 í morgun og hefur þegar verið kærður til Hæstaréttar. Dóms er að vænta fljótlega yfir öðrum sakborningum.

Engin þjóð myndi sætta sig við árásir eins og Ísrael hefur orðið fyrir

Ástæðan fyrir árásum Ísraelar gagnvart Palestínumönnum er helst sú að skotið hefur verið yfir þúsund flugskeytum frá Palestínu yfir til Ísraels á þessu ári. "Það er engin þjóð sem myndi sætta sig við slíkt,“ útskýrði Gísli Freyr Valdórsson, fréttamaður á Viðskiptablaðinu í viðtali í Harmageddon.

Sif Traustadóttir: Aðfarir tamningakonunnar klárlega dýraníð

„Ég er búin að ráðfæra mig við hestafólk, þetta eru ekki tamningar, það eru allir sammála um það," segir Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands um tamningakonuna sem myndband birtist á Youtube þar sem hún virtist beita óvanalega harkalegum aðferðum við tamningar á hesti.

Þarf að grafa sig niður til þess að tengja jólaljósin

Miklum snjó hefur kyngt niður víða um land síðustu vikur og hafa íbúar Dalvíkurbyggðar ekki farið varhluta af því. Á vef Dalvíkurbyggðar kemur fram að ekki hefur komið svo mikill snjór í sveitarfélaginu í nokkur ár, og er óhætt að segja að íbúar séu að verða þreyttir á þessum ófriði í veðrinu.

Lögreglan fagnar umræðu

Landssamband lögreglumanna (LL) fagnar umræðu sem orðið hefur um löggæslumál á Íslandi og stöðu lögreglunnar undanfarna daga á Alþingi Íslendinga. Þetta kemur fram í ályktun Landssambands lögreglumanna sem barst til fjölmiðla fyrir stundu.

Hætt við Holtsgöng

Borgarstjórn samþykkti í dag breytingu á svæðisskipulagi vegna Holtsgangna og byggingarsvæðis númer 5. Svæðisskipulagstillagan var samþykkt í skipulagsráði 7. nóvember síðastliðinn samkvæmt tilkynningu frá borginni.

Tamningakonan rekin

Ung hestakona sem sést reyna að temja hest á umdeildu myndbandi, var leyst frá störfum sínum sem tamningakona í gær. Hún hefur ráðið sér lögmann, en konan hefur hingað til talin eiga framtíðina fyrir sér í faginu.

Sjá næstu 50 fréttir