Fleiri fréttir ÓB bannað að auglýsa söfnun vildarpunkta Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í dag að ÓB hefði brotið lög með fullyrðingum sínum um söfnun vildarpunkta með notkun ÓB-lykils. Það var Skeljungur sem kvartaði til Neytendastofu en ÓB er í eigu Olís. ÓB var bönnuð birting umræddar auglýsingar en félagið var hinsvegar ekki sektað þar sem ekki er um að ræða ítrekunarbrot gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu. 20.11.2012 15:42 Börkur reifst við verjanda sinn Ósætti kom upp á milli Barkar Birgissonar og Inga Freys Ágústssonar, verjanda hans, þegar hlé var gert á þinghaldi í stóru ofbeldismáli sem fram fer í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 20.11.2012 15:26 Nítján sagt upp hjá N1 Stjórn N1 hefur ákveðið að nokkrar sérverslanir félagsins með varafluti, aukahluti í bíla og rekstrar vörur verði færðar í dótturfélagið, Bílanaust. Samhliða breytingunum verður 19 manns sagt upp störfum. 20.11.2012 15:18 Um 40% vilja ekki gefa líffæri úr látnum aðstandanda Þótt rannsóknir bendi til þess að um 80-90% allra séu tilbúnir til þess að gefa úr sér líffæri við andlát, eru um 40% aðstandenda sem neita að gefa líffæri úr látnum aðstandanda. Þetta segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS. Sambandið hefur ýtt úr vör nýju kynningarátaki til þess að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafar. 20.11.2012 14:18 Lögreglan á 250 skammbyssur Lögregluembættin víðsvegar um land hafa tvö hundrað fimmtíu og fjórar skammbyssur til umráða og þrjátíu og sjö riffla. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin eftir samráðsfundi innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglustjóra í byrjun október síðastliðnum, og fréttastofa hefur undir höndum. 20.11.2012 14:16 Ólíklegt að skýrslutökum ljúki í dag Ólíklegt er að skýrslutökum yfir þolendum og öðrum vitnum, í líkamsárásarmálum sem eru nú til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness, ljúki í dag eins og gert var ráð fyrir. 20.11.2012 14:08 Augljóslega ósammála niðurstöðunni "Það er búið að kæra þetta þannig að við erum augljóslega ósammála niðurstöðunni," segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá ákæru á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og að hluta ákæru gegn Ólafi Ólafssyni, einum aðaleiganda Kaupþings. 20.11.2012 13:55 Dýraníðið kært til lögreglu - Myndbandið fjarlægt af YouTube Dýraverndunarsamband Íslands hefur tilkynnt hestakonu til lögreglu sem á myndbandi sást beita harkalegum aðferðum við tamningar. Netheimar loga þar sem hegðun konunnar er fordæmd. 20.11.2012 12:09 Meira af ungu fólki sem dvelur hér í stuttan tíma Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. 20.11.2012 11:15 Annþóri og Berki gert að víkja á meðan vitni gaf skýrslu Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var gert að víkja úr dómssal í morgun þegar eitt vitnanna gaf skýrslu í máli þeirra. Þetta var gert að kröfu saksóknara í málinu. Verjendur þeirra mótmæltu kröfunni. Eftir að skýrslutöku lauk var hlé gert á þinghaldi og verjendur fengu að ráðfæra sig við sakborninga og ákveða hvaða spurningum verður beint að vitninu. Verjendur munu síðan spyrja vitnið. 20.11.2012 11:02 Einn mesti tónlistarviðburður síðari tíma í Hörpu í kvöld Beðið hefur verið eftir tónleikum Fílharmóníusveit Berlínar í Hörpu með nokkurri eftirvæntingu, enda er hljómsveitin álitin ein sú allra besta í heiminum í dag. Miðar á tónleikana seldust upp á mettíma. 20.11.2012 10:30 Vilborg lögð af stað á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir hóf í gær göngu sína á Suðurpólnum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt Jarðar taki um 50 daga. 20.11.2012 10:18 Myndir Halldórs Baldurssonar úr héraðsdómi Teiknarinn Halldór Baldursson fangaði með blýanti sínum þegar Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson gáfu skýrslu fyrir dómi í gær. Áður hafði dómari bannað fréttaflutning af réttarhöldum í líkamsárásarmáli Annþórs, Barkar og sjö annarra. 20.11.2012 10:00 Enn mikill viðbúnaður í héraðsdómi Sami viðbúnaður er í Héraðsdómi Reykjaness í dag, á öðrum degi réttarhaldanna yfir Annþóri Karlssyni, Berki Birgissyni og félögum, og var í gær. Annþór og Börkur verða viðstaddir þegar fyrsta vitni í líkamsárásarmáli gefur skýrslu. Þetta er aðalvitni ákæruvaldsins. Þessi árás átti sér stað í Mosfellsbæ. Annþór og Börkur eru ásamt sjö öðrum sakaðir um að hafa ráðist á fjóra menn með golfkylfum, trékylfum og sleggju. 20.11.2012 09:18 Fjölveiðiskipið Þórsnes II strandaði í Breiðafirði Fjölveiðiskipið Þórsnes II tók niðri á grynningu í Norðurflóa innarlega í Breiðafirði um 7 sjómílum suð-vestur af Reykhólum upp úr kl. 6 í morgun. Skipverjar höfðu samband við Landhelgisgæsluna og upplýstu um aðstæður. 20.11.2012 08:34 Kelduskóli og Háteigsskóli hlutskarpastir í Skrekk Atriði Kelduskóla og Háteigsskóla urðu hlutskörpust á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 20.11.2012 07:09 Kærir vegna atviks í Heiðarholti Kolfinna S. Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Garði, ætlar að leggja fram kæru vegna atviks á skammtímavistuninni Heiðarholti, sem heyrir undir Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga. 20.11.2012 06:56 Spáir stormi suðaustanlands í kvöld Veðurstofan spáir stormi suðaustanlands í kvöld. Annars verður vaxandi noðraustanátt og allt að 18 metrum um hádegi og éljagangur nema á Vestur- og Suðvesturlandi. 20.11.2012 06:46 Tóku réttindalausan ökumann undir áhrifum fíkniefna Lögreglumenn í Keflavík óku í nótt fram á kyrrstæðan bíl, sem var í gangi. Ungur maður sat þar undir stýri og við nánari athugun kom í ljós að hann var bæði undir áhrifum fikniefna og áfengis. 20.11.2012 06:45 Flóttamanni frá Írak vísað út landi fyrir hádegið Flóttamanni frá Írak hefur verið vísað úr landi og verður honum fylgt út núna fyrir hádegi. 20.11.2012 06:36 Afnema þarf samkeppnistálma Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kvörtunar Samtaka fiskframleiðenda og útgerða. Eftirlitið beinir hins vegar tilmælum til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi. 20.11.2012 06:00 Ræða lagasetningu vegna lánsveða lífeyrissjóðanna - Fréttaskýring kolbeinn@frettabladid.is 20.11.2012 06:00 Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. 20.11.2012 06:00 Vissi ekki að peningarnir kæmu frá Eir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, tengdasonur Sigurðar Helga Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eirar, stóð í þeirri trú að gjafabréf á flugmiða sem Sigurður afhenti honum væri persónuleg gjöf frá tengdaföður hans. 20.11.2012 06:00 Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. 20.11.2012 06:00 Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. 20.11.2012 06:00 Lögreglan í úreldum skotvestum Grunnbúnaður lögreglunnar hér á landi til þess að takast á verið sérstakar lögregluaðgerðir er mjög takmarkaður. Meðal annars er nokkur hluti af varnarbúnaði lögreglu kominn til ára sinn og úreldur, sem dæmi má nefna að skotvesti lögreglunnar eru beinlínis útrunninn, en notkunartími þeirra var frá 1995 til 2005. 19.11.2012 23:28 Vinna að því að fylla Ártúnsbrekkuna af snjó Það hafa eflaust einhverjir skíðamenn horft með öfundaraugum til snjóþyngslanna á Norðurlandi undanfarna daga, en veður á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki boðið upp á miklar snjóiðkanir. 19.11.2012 22:21 Ók á tengikassa og slökkti ljósin Ökumaður bifreiðar í Keflavík missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hún hafnaði á tengikassa. Atvikið varð með þeim hætti að bifreiðin rann til að aftan samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. 19.11.2012 22:14 Tólf íslenskum glæpamönnum vísað frá Noregi Íslendingar eru sú þjóð sem er helst rekin frá Noregi sé miðað við höfðatölu. Þetta kom fram í spjalli félaganna í Reykjavík síðdegis við kennarann Guðna Ölversson sem er búsettur í Noregi. 19.11.2012 21:30 Íslensk kona lemur hest ítrekað með svipu Hrollvekjandi myndband sem Nicole Muller setti inn á Youtube sýnir konu berja hest ítrekað með svipu. Það er augljóst að fólkið á myndbandinu er íslenskt, en þar má meðal annars heyra karlmann tala íslensku við konuna. Hann segir meðal annars meira eftir að hún lemur hestinn ítrekað með svipu. 19.11.2012 21:10 Bubbi þakkar Jóni Ólafs umhyggju í sinn garð Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir á veggnum sínum á samskiptavefnum Facebook að ástæðan fyrir því að jólaplatan hans hafi verið frestað hafi verið vegna fyrirspurnar frá STEF, en sá sem spurði krafðist nafnleyndar, en Bubbi nafngreinir hann engu að síður á samskiptavefnum. 19.11.2012 21:00 Segir árásirnar á Palestínu hægfara þjóðarmorð - eldræða Ögmundar í heild sinni Ögmundur Jónasson hélt kröftuga ræðu á mótmælum fyrir utan bandaríska sendiráðið í kvöld, en þar gerði hann meðal annars orð innanríkisráðherra Ísraels, um að hann vildi sprengja Palestínu aftur til miðalda, að umtalsefni. 19.11.2012 20:13 Þrír vilja keppa um Norðfjarðargöng Útboðsferli Norðfjarðarganga er hafið og segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar það mikil gleðitíðindi. Þrír verktakahópar óska eftir að bjóða í verkið. Göngin verða milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, 7,5 kílómetrar að lengd, en markmiðið samkvæmt matsáætlun er að styrkja byggðarlög á Austurlandi með því að tryggja greiðar samgöngur og auka umferðaröryggi. 19.11.2012 19:54 Sjálfhverfa kynslóðin: Gæti orðið rof í keðjunni Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. 19.11.2012 19:01 Ögmundur hvetur Obama til þess að stöðva blóðbaðið Ögmundur Jónsson innanríkisráðherra tók þátt fjölmennum mótmælum við bandaríska sendiráðið síðdegis í dag sem félagið Ísland-Palestína skipulagði. Hann krefst þess að Bandaríkjamenn stöðvi blóðbaðið á Gaza. 19.11.2012 18:45 Almannavarnir: Hættu- og óvissustigi aflétt Búið er að aflétta hættu- og óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og á Mið-Norðurlandi samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. 19.11.2012 17:42 Engin heimild var til staðar fyrir ríkisábyrgð handa Farice Ríkisendurskoðun átelur innanríkisráðuneytið fyrir óljós fjárframlög til Farice ehf., en alls hefur ríkissjóður veitt félaginu 4,2 milljarða króna í framlög frá árinu 2002 til 2011 og það er ljóst að félagið mun þurfa meira fé áður en yfir lýkur. 19.11.2012 17:17 Varð fyrir vonbrigðum með dóminn "Dómurinn er mér mikil vonbrigði og satt best að segja átti ég ekki von á að sannleikanum yrði snúið á hvolf jafn rækilega og raun ber vitni,“ segir Aron Karlsson. Hann var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða Íslandsbanka, Glitni og Arion banka um 160 milljónir króna i bætur vegna fjársvika tengdum fasteignaviðskiptum. "Niðurstaðan er byggð á röngum forsendum og mér finnst í þessu tilfelli að bankakerfið hafi fengið að njóta vafans í málinu en ég ekki,“ segir hann. 19.11.2012 17:01 Varnargirðing fyrir utan bandaríska sendiráðið Lögreglan hefur sett upp varnargirðingu fyrir utan bandaríska sendiráðið en yfir fimmtán hundruð manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráðið sem hefjast núna klukkan fimm. Það er félagið Ísland-Palestína sem stendur fyrir mótmælafundinum. 19.11.2012 16:47 Lífsleikni Gillz ekki frumsýnd á föstudag Stórveldið hefur ákveðið að fresta sýningu á bíómyndinni Lífsleikni Gillz um óákveðinn tíma en frumsýna átti myndina á föstudaginn. 19.11.2012 16:19 Jólaplata Bubba kemur ekki út fyrir jólin - misskilningur varðandi leyfi á Bítlalagi "Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt en við öxlum þá ábyrgð að það var ekki staðið rétt að málum,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri hjá Senu. 19.11.2012 15:51 Öryggi lögreglumanna stefnt í hættu Öryggi lögreglumanna er stefnt í hættu, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um skýrslu sem unnin var í ráðuneytinu um stöðu lögreglunnar. Hann segir að í skýrslunni sé dregið fram hversu veik lögreglan í landinu sé orðin. "Við þessu verður að bregðast og ábyrgð Alþingis er gríðarlega mikil í þessu máli,“ segir Jón. Hann spurði á Alþingi í dag hvort Ögmundur myndi taka málið upp á Alþingi. 19.11.2012 15:49 Dýrara að baka jólakökurnar en í fyrra Þær bökunarvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 13. nóvember síðastliðinn hafa hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í nóvember í fyrra hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni. 19.11.2012 14:33 Frábærar aðstæður til að skauta á Reykjavíkurtjörn Í dag eru frábærar aðstæður til skautaiðkunar á Tjörninni í Reykjavík. Tjörnin er lögð spegilsléttum ísi eftir logn undanfarinna daga, segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. 19.11.2012 13:49 Sjá næstu 50 fréttir
ÓB bannað að auglýsa söfnun vildarpunkta Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í dag að ÓB hefði brotið lög með fullyrðingum sínum um söfnun vildarpunkta með notkun ÓB-lykils. Það var Skeljungur sem kvartaði til Neytendastofu en ÓB er í eigu Olís. ÓB var bönnuð birting umræddar auglýsingar en félagið var hinsvegar ekki sektað þar sem ekki er um að ræða ítrekunarbrot gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu. 20.11.2012 15:42
Börkur reifst við verjanda sinn Ósætti kom upp á milli Barkar Birgissonar og Inga Freys Ágústssonar, verjanda hans, þegar hlé var gert á þinghaldi í stóru ofbeldismáli sem fram fer í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 20.11.2012 15:26
Nítján sagt upp hjá N1 Stjórn N1 hefur ákveðið að nokkrar sérverslanir félagsins með varafluti, aukahluti í bíla og rekstrar vörur verði færðar í dótturfélagið, Bílanaust. Samhliða breytingunum verður 19 manns sagt upp störfum. 20.11.2012 15:18
Um 40% vilja ekki gefa líffæri úr látnum aðstandanda Þótt rannsóknir bendi til þess að um 80-90% allra séu tilbúnir til þess að gefa úr sér líffæri við andlát, eru um 40% aðstandenda sem neita að gefa líffæri úr látnum aðstandanda. Þetta segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS. Sambandið hefur ýtt úr vör nýju kynningarátaki til þess að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafar. 20.11.2012 14:18
Lögreglan á 250 skammbyssur Lögregluembættin víðsvegar um land hafa tvö hundrað fimmtíu og fjórar skammbyssur til umráða og þrjátíu og sjö riffla. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin eftir samráðsfundi innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglustjóra í byrjun október síðastliðnum, og fréttastofa hefur undir höndum. 20.11.2012 14:16
Ólíklegt að skýrslutökum ljúki í dag Ólíklegt er að skýrslutökum yfir þolendum og öðrum vitnum, í líkamsárásarmálum sem eru nú til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness, ljúki í dag eins og gert var ráð fyrir. 20.11.2012 14:08
Augljóslega ósammála niðurstöðunni "Það er búið að kæra þetta þannig að við erum augljóslega ósammála niðurstöðunni," segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá ákæru á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og að hluta ákæru gegn Ólafi Ólafssyni, einum aðaleiganda Kaupþings. 20.11.2012 13:55
Dýraníðið kært til lögreglu - Myndbandið fjarlægt af YouTube Dýraverndunarsamband Íslands hefur tilkynnt hestakonu til lögreglu sem á myndbandi sást beita harkalegum aðferðum við tamningar. Netheimar loga þar sem hegðun konunnar er fordæmd. 20.11.2012 12:09
Meira af ungu fólki sem dvelur hér í stuttan tíma Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. 20.11.2012 11:15
Annþóri og Berki gert að víkja á meðan vitni gaf skýrslu Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var gert að víkja úr dómssal í morgun þegar eitt vitnanna gaf skýrslu í máli þeirra. Þetta var gert að kröfu saksóknara í málinu. Verjendur þeirra mótmæltu kröfunni. Eftir að skýrslutöku lauk var hlé gert á þinghaldi og verjendur fengu að ráðfæra sig við sakborninga og ákveða hvaða spurningum verður beint að vitninu. Verjendur munu síðan spyrja vitnið. 20.11.2012 11:02
Einn mesti tónlistarviðburður síðari tíma í Hörpu í kvöld Beðið hefur verið eftir tónleikum Fílharmóníusveit Berlínar í Hörpu með nokkurri eftirvæntingu, enda er hljómsveitin álitin ein sú allra besta í heiminum í dag. Miðar á tónleikana seldust upp á mettíma. 20.11.2012 10:30
Vilborg lögð af stað á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir hóf í gær göngu sína á Suðurpólnum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt Jarðar taki um 50 daga. 20.11.2012 10:18
Myndir Halldórs Baldurssonar úr héraðsdómi Teiknarinn Halldór Baldursson fangaði með blýanti sínum þegar Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson gáfu skýrslu fyrir dómi í gær. Áður hafði dómari bannað fréttaflutning af réttarhöldum í líkamsárásarmáli Annþórs, Barkar og sjö annarra. 20.11.2012 10:00
Enn mikill viðbúnaður í héraðsdómi Sami viðbúnaður er í Héraðsdómi Reykjaness í dag, á öðrum degi réttarhaldanna yfir Annþóri Karlssyni, Berki Birgissyni og félögum, og var í gær. Annþór og Börkur verða viðstaddir þegar fyrsta vitni í líkamsárásarmáli gefur skýrslu. Þetta er aðalvitni ákæruvaldsins. Þessi árás átti sér stað í Mosfellsbæ. Annþór og Börkur eru ásamt sjö öðrum sakaðir um að hafa ráðist á fjóra menn með golfkylfum, trékylfum og sleggju. 20.11.2012 09:18
Fjölveiðiskipið Þórsnes II strandaði í Breiðafirði Fjölveiðiskipið Þórsnes II tók niðri á grynningu í Norðurflóa innarlega í Breiðafirði um 7 sjómílum suð-vestur af Reykhólum upp úr kl. 6 í morgun. Skipverjar höfðu samband við Landhelgisgæsluna og upplýstu um aðstæður. 20.11.2012 08:34
Kelduskóli og Háteigsskóli hlutskarpastir í Skrekk Atriði Kelduskóla og Háteigsskóla urðu hlutskörpust á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 20.11.2012 07:09
Kærir vegna atviks í Heiðarholti Kolfinna S. Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Garði, ætlar að leggja fram kæru vegna atviks á skammtímavistuninni Heiðarholti, sem heyrir undir Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga. 20.11.2012 06:56
Spáir stormi suðaustanlands í kvöld Veðurstofan spáir stormi suðaustanlands í kvöld. Annars verður vaxandi noðraustanátt og allt að 18 metrum um hádegi og éljagangur nema á Vestur- og Suðvesturlandi. 20.11.2012 06:46
Tóku réttindalausan ökumann undir áhrifum fíkniefna Lögreglumenn í Keflavík óku í nótt fram á kyrrstæðan bíl, sem var í gangi. Ungur maður sat þar undir stýri og við nánari athugun kom í ljós að hann var bæði undir áhrifum fikniefna og áfengis. 20.11.2012 06:45
Flóttamanni frá Írak vísað út landi fyrir hádegið Flóttamanni frá Írak hefur verið vísað úr landi og verður honum fylgt út núna fyrir hádegi. 20.11.2012 06:36
Afnema þarf samkeppnistálma Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kvörtunar Samtaka fiskframleiðenda og útgerða. Eftirlitið beinir hins vegar tilmælum til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi. 20.11.2012 06:00
Ræða lagasetningu vegna lánsveða lífeyrissjóðanna - Fréttaskýring kolbeinn@frettabladid.is 20.11.2012 06:00
Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. 20.11.2012 06:00
Vissi ekki að peningarnir kæmu frá Eir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, tengdasonur Sigurðar Helga Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eirar, stóð í þeirri trú að gjafabréf á flugmiða sem Sigurður afhenti honum væri persónuleg gjöf frá tengdaföður hans. 20.11.2012 06:00
Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. 20.11.2012 06:00
Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. 20.11.2012 06:00
Lögreglan í úreldum skotvestum Grunnbúnaður lögreglunnar hér á landi til þess að takast á verið sérstakar lögregluaðgerðir er mjög takmarkaður. Meðal annars er nokkur hluti af varnarbúnaði lögreglu kominn til ára sinn og úreldur, sem dæmi má nefna að skotvesti lögreglunnar eru beinlínis útrunninn, en notkunartími þeirra var frá 1995 til 2005. 19.11.2012 23:28
Vinna að því að fylla Ártúnsbrekkuna af snjó Það hafa eflaust einhverjir skíðamenn horft með öfundaraugum til snjóþyngslanna á Norðurlandi undanfarna daga, en veður á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki boðið upp á miklar snjóiðkanir. 19.11.2012 22:21
Ók á tengikassa og slökkti ljósin Ökumaður bifreiðar í Keflavík missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hún hafnaði á tengikassa. Atvikið varð með þeim hætti að bifreiðin rann til að aftan samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. 19.11.2012 22:14
Tólf íslenskum glæpamönnum vísað frá Noregi Íslendingar eru sú þjóð sem er helst rekin frá Noregi sé miðað við höfðatölu. Þetta kom fram í spjalli félaganna í Reykjavík síðdegis við kennarann Guðna Ölversson sem er búsettur í Noregi. 19.11.2012 21:30
Íslensk kona lemur hest ítrekað með svipu Hrollvekjandi myndband sem Nicole Muller setti inn á Youtube sýnir konu berja hest ítrekað með svipu. Það er augljóst að fólkið á myndbandinu er íslenskt, en þar má meðal annars heyra karlmann tala íslensku við konuna. Hann segir meðal annars meira eftir að hún lemur hestinn ítrekað með svipu. 19.11.2012 21:10
Bubbi þakkar Jóni Ólafs umhyggju í sinn garð Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir á veggnum sínum á samskiptavefnum Facebook að ástæðan fyrir því að jólaplatan hans hafi verið frestað hafi verið vegna fyrirspurnar frá STEF, en sá sem spurði krafðist nafnleyndar, en Bubbi nafngreinir hann engu að síður á samskiptavefnum. 19.11.2012 21:00
Segir árásirnar á Palestínu hægfara þjóðarmorð - eldræða Ögmundar í heild sinni Ögmundur Jónasson hélt kröftuga ræðu á mótmælum fyrir utan bandaríska sendiráðið í kvöld, en þar gerði hann meðal annars orð innanríkisráðherra Ísraels, um að hann vildi sprengja Palestínu aftur til miðalda, að umtalsefni. 19.11.2012 20:13
Þrír vilja keppa um Norðfjarðargöng Útboðsferli Norðfjarðarganga er hafið og segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar það mikil gleðitíðindi. Þrír verktakahópar óska eftir að bjóða í verkið. Göngin verða milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, 7,5 kílómetrar að lengd, en markmiðið samkvæmt matsáætlun er að styrkja byggðarlög á Austurlandi með því að tryggja greiðar samgöngur og auka umferðaröryggi. 19.11.2012 19:54
Sjálfhverfa kynslóðin: Gæti orðið rof í keðjunni Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. 19.11.2012 19:01
Ögmundur hvetur Obama til þess að stöðva blóðbaðið Ögmundur Jónsson innanríkisráðherra tók þátt fjölmennum mótmælum við bandaríska sendiráðið síðdegis í dag sem félagið Ísland-Palestína skipulagði. Hann krefst þess að Bandaríkjamenn stöðvi blóðbaðið á Gaza. 19.11.2012 18:45
Almannavarnir: Hættu- og óvissustigi aflétt Búið er að aflétta hættu- og óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og á Mið-Norðurlandi samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. 19.11.2012 17:42
Engin heimild var til staðar fyrir ríkisábyrgð handa Farice Ríkisendurskoðun átelur innanríkisráðuneytið fyrir óljós fjárframlög til Farice ehf., en alls hefur ríkissjóður veitt félaginu 4,2 milljarða króna í framlög frá árinu 2002 til 2011 og það er ljóst að félagið mun þurfa meira fé áður en yfir lýkur. 19.11.2012 17:17
Varð fyrir vonbrigðum með dóminn "Dómurinn er mér mikil vonbrigði og satt best að segja átti ég ekki von á að sannleikanum yrði snúið á hvolf jafn rækilega og raun ber vitni,“ segir Aron Karlsson. Hann var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða Íslandsbanka, Glitni og Arion banka um 160 milljónir króna i bætur vegna fjársvika tengdum fasteignaviðskiptum. "Niðurstaðan er byggð á röngum forsendum og mér finnst í þessu tilfelli að bankakerfið hafi fengið að njóta vafans í málinu en ég ekki,“ segir hann. 19.11.2012 17:01
Varnargirðing fyrir utan bandaríska sendiráðið Lögreglan hefur sett upp varnargirðingu fyrir utan bandaríska sendiráðið en yfir fimmtán hundruð manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráðið sem hefjast núna klukkan fimm. Það er félagið Ísland-Palestína sem stendur fyrir mótmælafundinum. 19.11.2012 16:47
Lífsleikni Gillz ekki frumsýnd á föstudag Stórveldið hefur ákveðið að fresta sýningu á bíómyndinni Lífsleikni Gillz um óákveðinn tíma en frumsýna átti myndina á föstudaginn. 19.11.2012 16:19
Jólaplata Bubba kemur ekki út fyrir jólin - misskilningur varðandi leyfi á Bítlalagi "Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt en við öxlum þá ábyrgð að það var ekki staðið rétt að málum,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri hjá Senu. 19.11.2012 15:51
Öryggi lögreglumanna stefnt í hættu Öryggi lögreglumanna er stefnt í hættu, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um skýrslu sem unnin var í ráðuneytinu um stöðu lögreglunnar. Hann segir að í skýrslunni sé dregið fram hversu veik lögreglan í landinu sé orðin. "Við þessu verður að bregðast og ábyrgð Alþingis er gríðarlega mikil í þessu máli,“ segir Jón. Hann spurði á Alþingi í dag hvort Ögmundur myndi taka málið upp á Alþingi. 19.11.2012 15:49
Dýrara að baka jólakökurnar en í fyrra Þær bökunarvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 13. nóvember síðastliðinn hafa hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í nóvember í fyrra hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni. 19.11.2012 14:33
Frábærar aðstæður til að skauta á Reykjavíkurtjörn Í dag eru frábærar aðstæður til skautaiðkunar á Tjörninni í Reykjavík. Tjörnin er lögð spegilsléttum ísi eftir logn undanfarinna daga, segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. 19.11.2012 13:49