Fleiri fréttir

Hrottaleg kynferðisbrot séra Georgs

Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim.

Hátt í 500 aðstoðarbeiðnir

Björgunarsveitir voru víða að störfum í nótt vegna aftakaveðursins sem gengið hefur yfir landið síðan í gærnótt.

Erill hjá lögreglu í nótt

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sex fíkniefnamál komu upp en lögreglumenn frá fíkniefnadeild voru á ferðinni í miðbænum í nótt.

Stormur í dag

Búist er við stormi, með vindhraða meiri en 20 metra á sekúndu, í flestum landshlutum í dag. Á höfuðborgarsvæðinu er búist 15 til 23 metrum á sekúndu og lítilsháttar él.

Raufarhöfn sé sýndur sómi

Efnt hefur verið til átaks til að treysta byggð með atvinnuuppbyggingu á Raufarhöfn. Í því taka þátt íbúarnir, sveitarfélagið Norðurþing, Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.

Þrjátíu fyrirtæki nú vottuð

Nú eru 30 fyrirtæki á Íslandi sem hafa fengið rekjanleikavottun samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC). Þetta eru framleiðslu-, útflutnings- og verslunarfyrirtæki með sjávarafurðir.

Léttasti 35% undir þyngd

Alls voru 35 prósent sýna af Glaðningi utan leyfilegra frávika frá tilgreindri þyngd þegar Neytendastofa gerði könnun á þyngd forpakkaðra osta í verslunum. Skoðaðar voru tvær vörutegundir, 100 g Bóndabrie frá Mjólkursamsölunni hf. og 130 g Glaðningur frá Mjólkurbúinu ehf.

Reynt að þagga niður ásakanir

Kaþólska kirkjan á Íslandi reyndi ítrekað að þagga niður ásakanir um andlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart nemendum.

Gildi vill að FME rannsaki útboðið

Gildi – lífeyrissjóður hefur farið fram á að Fjármálaeftirlitið (FME) rannsaki hvort rétt hafi verið staðið að útboði á hlutafé í Eimskipafélagi Íslands. Í bréfi Gildis til FME í gær er einnig farið fram á að kannað verði hvort útfærsla á kaupréttum til stjórnenda Eimskips standist skoðun.

Björn fer fram gegn tveimur ráðherrum

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta til annað sæti á lista flokksins í Reykjavík. Hann vill því leiða lista í öðru hvoru kjördæminu.

Lítið fer til forvarna við sjálfsvígum

Velferðarráðuneytinu hafa ekki verið birtar tölur yfir komur á LSH vegna sjálfsvígstilrauna. Ráðherra skoðar málið. Sjö milljónir á ári í forvarnir gegn sjálfsvígum og 200 í varnir gegn umferðarslysum.

Hverfisgata löguð fyrir 450 milljónir

450 milljónir króna verða settar í endurbætur á Hverfisgötu á næsta ári og fyrsti hluti framkvæmda fer af stað. Lagnir verða meðal annars endurnýjaðar en sumar þeirra eru hundrað ára gamlar. Frakkastígur verður einnig lagaður.

LSH fær 150 milljónir í tæki

Landspítalanum og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eru úthlutaðar 200 milljónir til tækjakaupa í fjáraukalögum sem voru afgreidd út úr nefnd í gærmorgun. Framkvæmdastjóri LSH er ánægður með framlagið.

Háhýsið var sagt glapræði

Svo sterkir vindstrengir mynduðust við Höfðatorgsturninn í illviðrinu í gær að fólk tókst á loft og slasaðist. Varað var við hættunni áður en framkvæmdir hófust. Ekkert hlustað á varnaðarorð, segir veðurfræðingur.

Ofsaveður olli óvenju miklu tjóni

Þök fuku í heilu lagi af húsum, malbik flettist af vegum, gámar og bílar fuku og rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og gengur smám saman niður í dag og á morgun. Tugir manna leituðu til bráðadeildar Landspítalans vegna meiðsla.

New York maraþoninu aflýst - Fimmtíu Íslendingar komnir út

New York maraþoninu sem fram átti að fara á sunnudaginn hefur verið aflýst vegna fellibyljarins Sandy. Yfir 50 Íslendingar höfðu ætlað að taka þátt í hlaupinu og fengu ekki fréttirnar fyrr en þeir voru komnir til Bandaríkjanna.

Óveðrið setti nánast íslandsmet

Mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi í fárviðriðnu í dag og gær er býsna nálægt því að vera mesta vindhviða sem mælst hefur á Íslandi fyrr og síðar.

Útköllum fækkar

Enn er rok víða um land og horfur á að ekki lægi fyrr en á morgun.

Neyðarkallinn er veðurtepptur

Til stóð að hundruð sjálfboðaliða björgunarsveitanna tækju þátt í einni mikilvægustu fjáröflun Slysavarnafélagsins Landsbjargar í dag.

Gildi krefst þess að útboðið á Eimskip verði rannsakað

Gildi-lífeyrissjóður sendi Fjármálaeftirlitinu í dag beiðni um rannsókn á því hvort rétt hafi verið staðið að útboði á hlutafé í Eimskipafélagi Íslands. Einnig hvort útfærsla á kaupréttum til stjórnenda félagsins standist skoðun og samanburð við þá mynd sem dregin var upp af kaupréttum í skráningarlýsingu félagsins. Áður hafði Festa óskað eftir því að FME rannsakaði útboðið.

Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig

"Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag.

Víða truflanir á rafmagnsdreifingu

Óveðrið sem nú gengur yfir landið hefur haft í för með sér nokkrar truflanir á rafmagnsdreifingu samkvæmt tilkynningu frá Rarik.

Vitlaust veður á Sauðárkróki

Það er vitlaust veður á öllu landinu eins og landsmenn hafa eflaust tekið eftir. Yfir þrjú hundruð aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitum í dag, þar af eru langflestar á höfuðborgarsvæðinu.

Olíutankar með 2 milljónum lítra skemmdust

Aðgerðarstjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa í dag vegna óveðursins. Olíutankar í Örfirisey hafa skemmst í óveðrinu. Í tönkunum eru um 2 milljónir lítra af díselolíu en ekki er talin hætta á leka úr þeim. Vel er fylgst með tönkunum og eru þeir vaktaðir.

Umferðarljós óvirk - Akið varlega!

Umferðarljós á Laugavegi og Suðurlandsbraut blikka á gulu og því er fólk hvatt til að fara varlega og sýna sérstaka tillitssemi. Umferðarljós í Grafarvogi og Grafarholti hafa líka verið að bila. Lögreglan býnir fyrir ökumönnum að þeir alveg sérstaklega varlega við þessar aðstæður.

Einn slasaðist alvarlega við Höfðatorg

Þetta er hættulegasta hornið á landinu í dag, ég get alveg tekið undir það, segir Sigmar Vilhjálmsson á Hamborgarafabrikkunni. Hann og Jóhannes Ásbjörnsson hafa staðið vaktina í dag. það myndast þarna rosa strengur við Höfða og upp það sem heitir núna Katrínartún.

Björgunarsveitamenn unnu þrekvirki á Laugavegi

Björgunarsveitamenn hafa verið við störf í allan morgun eins og Vísir hefur greint frá. Myndatökumenn Stöðvar 2 hafa verið á ferðinni í allan dag og tóku meðal annars þessar myndir af björgunarstarfi á Laugavegi. Myndirnar segja meira en mörg orð.

Guðfríður Lilja hættir í pólitík

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við næstu þingkosningar. Guðfríður Lilja hefur setið á þingi frá 2009. Hún var um skeið þingflokksformaður VG og formaður félags- og tryggingamálanefndar og er nú formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins.

Snjór þekur Reyðarfjörð

"Það er að verða albjart en ýrir samt smá ennþá. ég sé langt upp í fjall handan fjarðar," segir Petrea Lára Hallmanns á Reyðarfirði. Petrea tók meðfylgjandi myndirnar.

Sjá næstu 50 fréttir