Ofsaveður olli óvenju miklu tjóni 3. nóvember 2012 08:00 Aftakaveður var um land allt í gær en fyrir norðan og austan var mikil snjókoma. Mynd/Auðunn Níelsson Þök fuku í heilu lagi af húsum, malbik flettist af vegum, gámar og bílar fuku og rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og gengur smám saman niður í dag og á morgun. Tugir manna leituðu til bráðadeildar Landspítalans vegna meiðsla. „Það er bara vitlaust veður,“ sagði Helgi Sigurmonsson, bóndi í Hraunsmúla í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi, þar sem vindstyrkur hafði mælst mestur á landinu í gær. Í hviðum fór vindurinn allt upp í 61 metra á sekúndu í Hraunsmúla en að meðaltali var hann 38 metrar á sekúndu þegar verst lét síðdegis. „Það er farinn hérna fjórði partur af hlöðuþaki. Ég fékk tíu björgunarmenn og þeim tókst að hefta þetta niður, en ég veit ekki hvað verður. Og svo var nú rafmagnið að fara líka rétt í þessu, þannig að það er orðið sjónvarpslaust. Þetta er alveg skelfilegt og þetta er ekki búið,“ sagði Helgi þegar Fréttablaðið ræddi við hann um kvöldmatarleytið. Óvenjumikið var um stór tjón í óveðrinu í gær. „Þau skipta örugglega tugum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stóð í ströngu við að aðstoða fólk um land allt. Hátt í 300 manns tóku þátt í störfum björgunarsveitanna. Nærri 400 aðstoðarbeiðnir bárust á höfuðborgarsvæðinu en á landinu öllu höfðu björgunarsveitir sinnt hátt í 500 útköllum í gærkvöld. Reiknað var með að útköllin myndu halda áfram alla nóttina þótt ástandið hafi eitthvað verið byrjað að róast þegar leið á kvöldið í gær. Mikið hefur verið um að þök hafi fokið af í heilu lagi af húsum. Bílar og gámar fuku, malbik flettist hreinlega af vegum og bæði tré og rafmagnsstaurar brotnuðu. Tugir manna þurftu að leita til bráðadeildar Landspítalans. Ástandið var verst á höfuðborgarsvæðinu og svo í Vík í Mýrdal og þar í kring. Á Geldinganesi í Reykjavík náði meðalvindur 38 metrum á sekúndu síðdegis og var því jafn öflugur og í Hraunsmúla. Hviðurnar á Geldinganesi komust upp í 52 metra á sekúndu. „Það sem hefur verið óvenjulegt hér á höfuðborgarsvæðinu er að vindmögnun á Kjalarnesinu náði mun lengra frá Esjunni en venjulega,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir líka óvenjulegt við þetta ofsaveður að það hafi náð til landsins alls í óvenju langan tíma. „Flest árin fær einhver landshluti svona veður, en í þetta skiptið er mjög hvasst á landinu öllu.“ Veðurofsinn skýrist af því að mikil hæð er yfir Grænlandi ásamt óvenju djúpri lægð fyrir austan land sem ekkert gefur eftir. „Þetta er eiginlega erfiðasta staða sem hægt er að fá,“ segir Teitur. „Og það er frekar leiðinlegt að fá þetta svona snemma vetrar.“ Þetta ástand hefur verið viðvarandi frá þriðjudegi en náði hámarki í gær. Í dag má samt reikna með miklu hvassviðri um land allt, en svo dettur það víðast hvar niður í nótt þegar hæðin yfir Grænlandi mjakast inn yfir landið. „Þetta gengur fyrst niður á Norðvesturlandi en síðast á Austurlandi þar sem hvasst verður fram eftir sunnudeginum,“ segir Teitur.fréttablaðið/vilhelm Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þök fuku í heilu lagi af húsum, malbik flettist af vegum, gámar og bílar fuku og rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og gengur smám saman niður í dag og á morgun. Tugir manna leituðu til bráðadeildar Landspítalans vegna meiðsla. „Það er bara vitlaust veður,“ sagði Helgi Sigurmonsson, bóndi í Hraunsmúla í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi, þar sem vindstyrkur hafði mælst mestur á landinu í gær. Í hviðum fór vindurinn allt upp í 61 metra á sekúndu í Hraunsmúla en að meðaltali var hann 38 metrar á sekúndu þegar verst lét síðdegis. „Það er farinn hérna fjórði partur af hlöðuþaki. Ég fékk tíu björgunarmenn og þeim tókst að hefta þetta niður, en ég veit ekki hvað verður. Og svo var nú rafmagnið að fara líka rétt í þessu, þannig að það er orðið sjónvarpslaust. Þetta er alveg skelfilegt og þetta er ekki búið,“ sagði Helgi þegar Fréttablaðið ræddi við hann um kvöldmatarleytið. Óvenjumikið var um stór tjón í óveðrinu í gær. „Þau skipta örugglega tugum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stóð í ströngu við að aðstoða fólk um land allt. Hátt í 300 manns tóku þátt í störfum björgunarsveitanna. Nærri 400 aðstoðarbeiðnir bárust á höfuðborgarsvæðinu en á landinu öllu höfðu björgunarsveitir sinnt hátt í 500 útköllum í gærkvöld. Reiknað var með að útköllin myndu halda áfram alla nóttina þótt ástandið hafi eitthvað verið byrjað að róast þegar leið á kvöldið í gær. Mikið hefur verið um að þök hafi fokið af í heilu lagi af húsum. Bílar og gámar fuku, malbik flettist hreinlega af vegum og bæði tré og rafmagnsstaurar brotnuðu. Tugir manna þurftu að leita til bráðadeildar Landspítalans. Ástandið var verst á höfuðborgarsvæðinu og svo í Vík í Mýrdal og þar í kring. Á Geldinganesi í Reykjavík náði meðalvindur 38 metrum á sekúndu síðdegis og var því jafn öflugur og í Hraunsmúla. Hviðurnar á Geldinganesi komust upp í 52 metra á sekúndu. „Það sem hefur verið óvenjulegt hér á höfuðborgarsvæðinu er að vindmögnun á Kjalarnesinu náði mun lengra frá Esjunni en venjulega,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir líka óvenjulegt við þetta ofsaveður að það hafi náð til landsins alls í óvenju langan tíma. „Flest árin fær einhver landshluti svona veður, en í þetta skiptið er mjög hvasst á landinu öllu.“ Veðurofsinn skýrist af því að mikil hæð er yfir Grænlandi ásamt óvenju djúpri lægð fyrir austan land sem ekkert gefur eftir. „Þetta er eiginlega erfiðasta staða sem hægt er að fá,“ segir Teitur. „Og það er frekar leiðinlegt að fá þetta svona snemma vetrar.“ Þetta ástand hefur verið viðvarandi frá þriðjudegi en náði hámarki í gær. Í dag má samt reikna með miklu hvassviðri um land allt, en svo dettur það víðast hvar niður í nótt þegar hæðin yfir Grænlandi mjakast inn yfir landið. „Þetta gengur fyrst niður á Norðvesturlandi en síðast á Austurlandi þar sem hvasst verður fram eftir sunnudeginum,“ segir Teitur.fréttablaðið/vilhelm
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira