Innlent

Hátt í 500 aðstoðarbeiðnir

Björgunarsveitir voru víða að störfum í nótt vegna aftakaveðursins sem gengið hefur yfir landið síðan í gærnótt.

Á fimmta hundrað beiðnir hafa borist björgunarsveitunum um aðstoð vegna veðursins.

Nokkur hætta skapaðist þegar þakplötur tóku að losna af stórri skemmu á Esjumelum í gærkvöldi.

Óttast var að þær myndu dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið í Mosfellsbæ og voru íbúar þar því beðnir um að vera ekki á ferli.

Útköllum björgunarsveita tók að fækka í gærkvöldi en björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu tíu útköllum í nótt.

Þá var björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði kölluð út rétt fyrir miðnætti vegna bíls sem fór út af í Oddskarði og Björgunarfélag Akraness á þriðja tímanum í nótt vegna gestahúss sem var að fjúka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×