Innlent

Erill hjá lögreglu í nótt

Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur.
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sex fíkniefnamál komu upp en lögreglumenn frá fíkniefnadeild voru á ferðinni í miðbænum í nótt.

Fimm mál voru afgreidd á staðnum en einn var vistaður í fangageymslu þar sem ekki var unnt að ræða við hann sökum ástands.

Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Honum var sleppt að lokinni blóð- og skýrslutöku.

Laust fyrir fimm í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Kalkofnsveg til móts við Hörpu. Þrír voru í bílnum og voru þeir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þir voru vistaðir í fangageymslu þar sem ekki lá fyrir hver var ökumaður bifreiðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var bifreiðin mikið skemmd og flutt af vettvangi.

Þá komu upp nokkur líkamsárásarmál, flest minniháttar. Í einu þeirra voru tveir karlmenn vistaðir í fangageymslu þar sem þeir voru ekki með skilríki og gátu ekki gert grein fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×