Hverfisgata löguð fyrir 450 milljónir Þórunn skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Endurbæturnar hefjast á næsta ári en ráðast þarf í þessar miklu framkvæmdir í áföngum. Gangstéttir verða breikkaðar og hjólareinum komið fyrir. fréttablaðið/gva 450 milljónir króna verða settar í gagngerar endurbætur á Hverfisgötu á næsta ári. Einnig verða 200 milljónir settar í endurbætur á Frakkastíg. „Það var eitt af því sem þessi meirihluti einsetti sér í byrjun að taka Hverfisgötuna í gegn, af því að Hverfisgatan er í grunninn mjög flott borgargata og er líka flott að hluta til út frá húsum og svoleiðis. En hún hefur einhvern veginn þróast í það að verða svona druslugata, það sést meðal annars á því að menn hafa verið að taka flott hús þaðan og flytja þau annað í bæinn,“ segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er auðvitað takmarkað sem borgin getur gert því hún á yfirleitt ekki lóðirnar og ekki húsin, en það sem hún getur gert er að gera götuna flotta borgargötu,“ segir Hjálmar. Til stendur að laga götuna í tveimur áföngum og framkvæmdir hefjast næsta sumar. „Þá verður gatan tekin í gegn eftir ákveðnu plani, gangstéttir verða breikkaðar og allar lagnir endurnýjaðar, sem eru að hluta til sennilega hundrað ára gamlar. Þetta er mjög stór og dýr framkvæmd og það er kannski ástæðan fyrir því að menn hafa hikað við þetta.“ Hjálmar segir að endurbæturnar verði af svipuðu tagi og á Klapparstíg, sem hefur verið tekinn í gegn í áföngum á þessu ári. Þó verði breytingarnar á Hverfisgötu öðruvísi vegna þess að hún er og verður meiri umferðargata. Þar verður þó gert ráð fyrir hjólareinum auk breiðari gangstétta. Einnig stendur til að hefja endurbætur á Frakkastíg næsta sumar. „Við teljum líka að Frakkastígur sé mjög flott gata. Meiningin er að taka allan Frakkastíg næsta sumar en það verður áfangaskipt eins og gert var á Klapparstíg. Þetta er sterk yfirlýsing frá borginni um að hún álíti þetta mikilvæga staði og það verður þá meira aðlaðandi fyrir fjárfesta og húsbyggjendur að fara af stað og byggja falleg hús á stórum, auðum lóðum við Hverfisgötuna og endurbæta þau sem eru orðin gömul og léleg.“ Þá segir Hjálmar að kynnt hafi verið fyrir borginni áhugaverð verkefni sem snúi að uppbyggingu húsa á Frakkastíg og Hverfisgötu. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
450 milljónir króna verða settar í gagngerar endurbætur á Hverfisgötu á næsta ári. Einnig verða 200 milljónir settar í endurbætur á Frakkastíg. „Það var eitt af því sem þessi meirihluti einsetti sér í byrjun að taka Hverfisgötuna í gegn, af því að Hverfisgatan er í grunninn mjög flott borgargata og er líka flott að hluta til út frá húsum og svoleiðis. En hún hefur einhvern veginn þróast í það að verða svona druslugata, það sést meðal annars á því að menn hafa verið að taka flott hús þaðan og flytja þau annað í bæinn,“ segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er auðvitað takmarkað sem borgin getur gert því hún á yfirleitt ekki lóðirnar og ekki húsin, en það sem hún getur gert er að gera götuna flotta borgargötu,“ segir Hjálmar. Til stendur að laga götuna í tveimur áföngum og framkvæmdir hefjast næsta sumar. „Þá verður gatan tekin í gegn eftir ákveðnu plani, gangstéttir verða breikkaðar og allar lagnir endurnýjaðar, sem eru að hluta til sennilega hundrað ára gamlar. Þetta er mjög stór og dýr framkvæmd og það er kannski ástæðan fyrir því að menn hafa hikað við þetta.“ Hjálmar segir að endurbæturnar verði af svipuðu tagi og á Klapparstíg, sem hefur verið tekinn í gegn í áföngum á þessu ári. Þó verði breytingarnar á Hverfisgötu öðruvísi vegna þess að hún er og verður meiri umferðargata. Þar verður þó gert ráð fyrir hjólareinum auk breiðari gangstétta. Einnig stendur til að hefja endurbætur á Frakkastíg næsta sumar. „Við teljum líka að Frakkastígur sé mjög flott gata. Meiningin er að taka allan Frakkastíg næsta sumar en það verður áfangaskipt eins og gert var á Klapparstíg. Þetta er sterk yfirlýsing frá borginni um að hún álíti þetta mikilvæga staði og það verður þá meira aðlaðandi fyrir fjárfesta og húsbyggjendur að fara af stað og byggja falleg hús á stórum, auðum lóðum við Hverfisgötuna og endurbæta þau sem eru orðin gömul og léleg.“ Þá segir Hjálmar að kynnt hafi verið fyrir borginni áhugaverð verkefni sem snúi að uppbyggingu húsa á Frakkastíg og Hverfisgötu.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira