Fleiri fréttir

Strætóferðir í uppnámi og póstinum seinkar eða dreifing fellur niður

Óveðrið setur áætlunarferðir Strætó bs á landsbyggðinni í uppnám. Þá er fyrirséð að dreifing Póstsins mun seinka eða falla niður á mörgum stöðum á landinu í dag. Sérstaklega er ástandið slæmt á Norðurlandi og Austurlandi og um leið og veðrið hefur gengið yfir fer póstdreifing af stað á ný. Pósturinn biðst velvirðingar á þessu.

Heilu byggðarlögin lokuð vegna óveðurs

Allir fjallvegir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi eru ófærir og víða geysar þar stórhríð þannig að Vegagerðarmenn geta ekki hafið mokstur. Frá Höfn í Hornafirði og vestur undir Hvolsvöll er mun minni snjór, en þó ekkert ferðaveður vegna mjög snarpra vindhviða, sandfoks og öskufoks. Fært er á milli þéttbýlisstaða á suðvesturhorninu en bálhvasst á Hellisheiði, í þrengslum, á Mosfellsheiði og á Grindavíkurvegi.

Almannavarnir: Fólk tekst á loft - óveður gengur niður á morgun

Lögregla höfuðborgarsvæðisins beinir því til íbúa að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Gangandi vegfarendur hafa tekist á loft og slasast í óveðrinu samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Vísir birti einmitt myndir frá ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem sjá má einstakling hreinlega fjúka eftir götu nærri Höfðatorgi í miðborg Reykjavíkur.

Fá aðstoðarbeiðni á mínútu fresti

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu fá nýja aðstoðarbeiðni á 1 til 2 mínútna fresti. Landsbjörg biðlar til fólks sem er í vandræðum, sem hægt er að redda með því að fá fjölskyldumeðlim, smið eða einhvern annan í verkið, þá er það vinsamlegast beðið um að gera það. Þá geta björgunarsveitir einbeitt sér að stærri verkum sem skapa meiri hættu. Þeir sem þurfa á aðstoð að halda hafi samband við 112 - Neyðarlínu.

Festa þakið á Laugavegi

Verið er að reyna að festa þakið á Laugavegi 15 sem var við það að fjúka af fyrr í morgun. Björgunarsveitamenn vinna að verkinu. Lögreglumenn lokuðu neðsta hlutanum á Laugavegi til að varna því að þakplöturnar myndu hreinlega fjúka á fólk. Slysavarnarfélagið Landsbjörg greindi frá því fyrir stundu að ný hjálparbeiðni berst á tveggja mínútna fresti. Tugir björgunarsveitamanna eru að störfum.

Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri

Ljósmyndari Fréttablaðsin fór á stúfana í morgun og náði þessum myndum af óveðrinu. Vindurinn er gríðarlegur við Höfðatorg og má þarna finna myndir af fólki sem rúllar hreinlega eftir götunni.

"Þetta er hryllilegt veður“

Ástandið í húsunum sem næst standa Sæbrautinni í einu orði sagt svakaleg. Björnsbakarí á Skúlagötunni er opið fyrir gesti en starfsfólk heldur rafmagshurð með handafli til að gestir komist inn um dyrnar.

Bóndi á Berjanesi: "Ég vona að ég lifi þetta af“

"Þetta er það versta sem ég hef upplifað í mörg ár - við erum bara tvö hérna heima og þykjumst vera heppin að vera heil á húfi,“ segir Vigfús Andrésson, bóndi á Berjanesi í Landeyjum á Suðurlandi. Mikið óveður gengur nú yfir allt landið, eins og flestum ætti að vera kunnugt um.

Þöggun, andlegt og kynferðislegt ofbeldi meginniðurstaðan

Þöggun, andlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi eru meginniðurstöður rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar sem rannsökuðu ásakanir gegn kirkjunnar mönnum á meðan þeir ráku Landakotsskóla, sem er vel að merkja ekki rekinn af kirkjunni lengur.

Átt þú myndir af óveðrinu?

Vísir leitar eftir myndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af óveðrinu?

Biskup bregst við skýrslu rannsóknarnefndarinnar

Í nafni Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og persónulega leitar hugur minn til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið og einnig til fjölskyldna þeirra, segir Pétur Burcher biskup kirkjunnar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Rannsóknarnefnd um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar skilaði af sér skýrslu í dag. Pétur bendir á að veita verði kirkjunni, og ef til vill réttarkerfinu, nauðsynlegan tíma og ráð til að komast að niðurstöðu. Enginn hafi rétt til að kveða fyrirfram upp dóm um sekt eða sýknu manna.

Ótrúlegt myndband af óveðrinu í Reykjavík

Ótrúlegt myndband sem tekið er við Sæbrautina í Reykjavík í morgun sýnir hvernig öldurnar ná fleiri metra upp á land. Mikið óveður gengur nú yfir allt landið, og eru um 100 björgunarsveitarmenn að störfum á höfuðborgarsvæðinu og er verið að kalla út fleiri. Þakplötur hafa fokið víða og aðrir lauslegir munir.

Fólk fýkur í óveðrinu - fimmtán leitað á slysadeild

Yfir fimmtján sjúklingar höfðu leitað á slysadeild fyrir klukkan ellefu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Landspítalans. Deildarstjóri á deildinni vill biðla til fólks að fara varlega í óveðrinu sem gengur nú yfir. "Þetta er fullorðið fólk sem fýkur bara og dettur. Við erum að rannsaka sjúklingana en það er grunur um beinbrot og hnjask. Við viljum vara fólk við að vera úti í þessu veðri, og ef það gerir það að fara mjög varlega,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á slysadeildinni. "Það eru ekkert endilega hálkublettir, það er bara svo rosalega hvasst.“

Bárujárnsþök fuku á Bergþórugötunni

Það er ekki hættulaust að vera á ferli í óveðri eins og því sem Íslendingar finna fyrir hvarvetna um land í dag. Á Bergþórugötunni fuku bárujárnsplötur af þökum og ljóst er að stórslys hefði orðið ef einhver hefði orðið fyrir þeim. Þegar Vísir bar að garði voru starfsmenn Reykjavíkurborgar í óðaönn að vinna við að koma böndum á þakplöturnar.

Niðurstaða vegna Guðlaugs-gagnanna fæst í dag

Dómari mun kveða upp úrskurð sinn í dag vegna kröfu verjanda Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, um að saksóknari afli gagna um viðskipti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og notið við sakamálið sem snýr að Gunnari.

Hóflegur hagvöxtur á næstunni

Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7% á þessu ári og 2,5% á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá sem kemur út á morgun. Aukin einkaneysla og fjárfesting eru að baki hagvextinum. Samneysla stendur nær því í stað allt til ársins 2014.

Allar björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs

Búið er að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs, en sveitin í Mosfellsbæ við störf í nótt og í morgun. Flest verkefnanna eru í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Fjöldi aðstoðarbeiðna hefur nú borist á höfuðborgarsvæðinu.

„Pinnið á minnið“ brýtur á réttindum

Öryrkjabandalag Íslands segir fyrirkomulagið Pinnið á minnið brjóta á réttindum fatlaðra. Margir hafi ekki getu til að muna eða slá inn lykilnúmer. Undantekningar vegna þessa hafa verið gerðar erlendis segja stjórnendur verkefnisins.

Nota gervitunglamerki til þorskrannsókna

Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar og samstarfsaðilar hafa tekið í notkun nýja tækni sem gerir kleift að fylgjast með ferðum þorska við Ísland. Tæknin byggir á fiskmerkjum sem senda upplýsingar um ferðir fiskanna um gervitungl. Þannig fást gögn um hegðun og umhverfi fiskanna án þess að endurveiða fiskana, sem er nýjung í þorskrannsóknum. Slík gögn gefa meðal annars nýjar hagnýtar upplýsingar um þorskinn þegar hann dvelur utan veiðislóðar.

Engin breyting á afstöðu til NATO

Utanríkisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja viljayfirlýsinguna um þátttöku í loftrýmisgæslu Íslands í samstarfi við Noreg ekki fela í sér breytingu á afstöðu til eða samstarfi við NATO. Ríkin eru ekki meðlimir í bandalaginu og hafa ekki tekið þátt í viðlíka verkefnum áður.

Jólasagan birtist á aðfangadag

Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna í ár. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara.

Brýr úr landi að odda Geirsnefs

Borgarráð samþykkti í gær að ný hjóla- og gönguleið yfir Elliðaárósa yrði opnuð 3. maí á næsta ári. Með þessu styttist vegalengd hjólandi og gangandi milli Grafarvogs og miðborgar um 700 metra.

Brask með hátíðarmiða vandamál

Mikið magn Iceland Airwaves-tónleikamiða er í boði á svörtum markaði fyrir hátíðina í ár. Tugir miða eru í boði á vefsölutorginu Bland.is og kosta þeir frá 12 þúsund krónum upp í 30 þúsund.

Kaupmannahöfn vinsælust

Kaupmannahöfn er langvinsælasti áfangastaður farþega á Keflavíkurflugvelli. London kemur þar á eftir.

Vonbrigði fyrir aðdáendur Legoleikfanga

Búist er við því að margir aðdáendur legokubba muni verða fyrir vonbrigðum um jólin. Sala á leikföngum frá lego eykst svo hratt að fyrirtækið annar ekki eftirspurn. Frá þessu segir á vef danska blaðsins Börsen í dag. Fyrirtækið hefur að undanförnu þróað mikið af nýjum vörum sem hafa rækilega slegið í gegn meðal barna. Mads Nipper, framkvæmdastjóri hjá Lego, segir að þær vörur sem hafi komið nýjar á markaðinn í ár séu svo vinsælar að þær nemi um helmingi sölunnar.

Vond færð í aftakaveðri

Töluvert snjóaði allt frá Vestfjörðum og til Austurlands í nótt og var mikill skafrenningur og kóf í bálhvössum vindinum. Hann mældist yfir 60 metrar á sekúndu í hviðu í Hamarsfirði við Djúpavog í gærkvöldi og víða mældist hann yfir 50 í hviðum.

Sex manns teknir úr umferð vegna drykkjuláta

Einhver norðangarri virðist hafa hlaupið í nátthrafna næturlífsins í borginni í nótt, því lögreglan þurfti að taka sex manns úr umferð vegna drykkjuláta og sofa þeir nú úr sér í fangageymslum. Þrír ökumenn voru líka teknir úr umferð vegna ölvunarakstus og þrír vegna fíkniefnaaksturs, auk þess sem tveir dyraverðir ölknæpa voru leystir frá störfum þar sem þeir höfðu ekki tilskilin réttindi til starfans.-

Stálu úlpum fyrir fleiri hunduð þúsundir

Þjófar brutust inn á lager Cintamani við Austurhraun í Garðabæ í nótt og stálu þaðan 25 til 30 nýjum vetrarúlpum. Andvirði þýfisins er að líkindum öðru hvoru megin við milljónina og telur lögregla að tveir til þrír þjófar hafi verið að verki og komust þeir undan. Miðað við veðrið í nótt flokkast þetta ótvírætt undir svonefndan nytjastuld.-

Troðfullt í Kringlunni

Kringlan auglýsti sérstaka miðnæturopnun í kvöld af þeim sökum að óðum styttist í jólin. Fjöldi fólks rauk til og augljóst að kominn er verslunarhugur í borgarbúa.

Jóhann Berg skoraði tvö í bikarleik

Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum með liði sínu, AZ Alkmaar, sem vann 4-1 sigur á D-deildarliðinu Boso Sneek í hollensku bikarkeppninni.

Afleitar aðstæður á vegum

Ferðaveður á landinu er afleitt, hálendið ófært eins og það leggur sig og umferðartafir víða.

Vilja leyfa áfengisauglýsingar

Félag atvinnurekenda vill að áfengisauglýsingar séu að meginreglu heimilar en þó með ströngum takmörkunum.

Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist

Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund?

Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir

Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot.

Hringdi í íslensku Neyðarlínuna frá Serbíu

"Það munaði öllu að geta fengið ráð á móðurmálinu um hvað ég ætti að gera,“ segir Gerður Hlín Eggertsdóttir. Eins árs sonur hennar, Júlían Gauti, hætti skyndilega að anda og blánaði upp þar sem hann sat við morgunverðarborð fjölskyldunnar í Serbíu. Fjölskyldan hafði aðeins verið búsett ytra í tvo mánuði þegar atvikið átti sér stað og Gerður Hlín hringdi samstundis í hina íslensku Neyðarlínu, 112, í gegnum íslenskan tölvusíma til að fá leiðbeiningar.

Sigmundur flytur norður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að flytja lögheimili sitt í Norðausturkjördæmi.

Nauðgari nýtti sér ölvunarástand fórnarlambs

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Jóhanni Inga Gunnarssyni, 27 ára, sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í júní á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir