Fleiri fréttir Enn finnast sauðkindur á lífi Töluvert fannst af lifandi fé í sköflum á Norðausturlandi um helgina. Talið er að um eitt hundrað kindur hafi fundist. 24.9.2012 01:00 Erlendur skipbrotsmaður jafnar sig á Sauðárkróki Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. 23.9.2012 20:41 Hvetur fólk til að mótmæla breytingum á Hjartagarðinum Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu. 23.9.2012 20:24 Öldurótið var erfitt viðureignar Sex Íslendingar luku um helgina boðsundi yfir Ermasundið fyrstir íslendinga. Einn sundmanna segir að öldurótið í sjónum hafa verið erfitt viðureignar en það hafi verð sætt að sigrast á sundinu. 23.9.2012 20:52 Flestum íbúum lýst ágætlega á sameiningu Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi eru flestir jákvæðir gagnvart mögulegri sameiningu sveitafélaganna og segja hana geta verið öllum í hag. Kosið verður um sameiningu tuttugasta október næstkomandi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók púlsinn á íbúum sveitarfélaganna í dag og í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig fólk brást við. 23.9.2012 19:49 Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. 23.9.2012 18:36 Heitavatnslaust í Grafarvogi á morgun Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í hluta Grafarvogs frá klukkan 8 í fyrramálið. Búast má við því að lokunin standi fram á kvöld. 23.9.2012 17:51 Eltu ökufant á ógnarhraða Lögreglan á Eskifirði veitti ökufanti sem ók á ógnarhraða eftirför í nótt. Eftirförinni lauk með því að lögregla beitti svonefndri þvingaðri stöðvun og ók utan í bifreiðina til að stöðva för hennar. 23.9.2012 16:46 Kynferðisbrotamál eru það erfiðasta við starf dómara Héraðsdómur Suðurlands er orðinn þriðji stærsti dómastóll landsins af átta dómstólum með um tólfhundruð og fimmtíu mál á ári. Þrír héraðsdómarar starfa við dómstólinn. Dómstjórinn segir kynferðisafbrotamál erfiðustu málin, sem koma inn á borð dómara. 23.9.2012 15:02 Pussy Riot verðlaunaðar á Íslandi Rússneska pönksveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey 9. október næstkomandi. Stúlkurnar hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu. 23.9.2012 15:12 Flokksval um efstu sætin hjá Samfylkingunni Samfylkingin hefur ákveðið að hafa flokksval um í efstu sæti lista flokksins í norðvestur og norðaustur kjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Opin prófkjör hafa verið bönnuð. 23.9.2012 14:49 Þjónusta mun aukast með sameiningu Formaður bæjarráðs Álftaness segir það skipta Álftnesinga miklu máli að þjónusta við bæjarbúa muni aukast með sameiningu við Garðabæ. Hann segir viðhorf til sameiningar sé mjög jákvætt meðal bæjarbúa nú ólíkt því þegar fyrri kosningar um sameiningu áttu sér stað. 23.9.2012 14:37 Aukin útgjöld tryggja ekki endilega gæði Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að Landspítalinn mælist með mjög góða mælingu á öllum þjónustuþáttum þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára. Ráðherrann segir að öryggi og gæði þjónustu verði ekki endilega tryggð með auknum útgjöldum til spítalans. 23.9.2012 13:54 Segir Jóhönnu færa Samfylkinguna til hliðar í stjórnmálum Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra sé að færa Samfylkinguna til hliðar í íslenskum stjórnmálum með yfirlýsingum sínum. Forsætisráðherra útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í viðtali um helgina. 23.9.2012 13:13 Hasar í Framsókn Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson, framsóknarmaður, eigi í átökum sem lítið sé reynt að fela. 23.9.2012 12:57 Stjórnlaus bíll lagði af stað Fólksbíll lagði stjórnlaus af stað niður brekku með farþega í aftursætinu eftir að ökumaður hafði stigið út úr honum. Bíllinn er talsvert skemmdur eftir ferðalagið að sögn lögreglunnar á Húsavík. 23.9.2012 12:37 "Eitthvað mikið að ráðgjöf Hafró" Hafrannsóknarstofnun mældi í vor ástand ýsustofnsins og komst að því að það væri svo alvarlegt að hugsanlega þyrfti að stöðva ýsuveiðar með öllu. Línuveiðimenn á smábátum hafa aftur á móti orðið varir við mikla ýsugengd á grunnslóð víða við landið. 23.9.2012 12:02 Þyrla sótti sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann á íslensku rannsóknarskipi sem statt var um 95 sjómílur vestur af landinu. 23.9.2012 11:49 Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu Þingkonurnar Lilja Mósesdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir vita hvorugar hvernig þær eiga að svara fyrstu spurningunni í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þær hafa efasemdir um framsetningu spurningarinnar. 23.9.2012 11:19 Samtök sjávarútvegssveitarfélaga í burðarliðnum Stofnfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn í næstu viku. Samtökin verða bandalag þeirra sveitarfélaga sem eiga mesta hagsmuna að gæta í sjávariðnaði. 23.9.2012 10:19 Veittust að lögreglumönnum Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir menn voru handteknir í Pósthússtræti eftir að þeir veittust að lögreglumönnum. Mennirnir höfðu verið að slást hvor við annann og þegar lögreglan skarst í leikinn til að stilla til friðar snerust þeir báðir gegn lögreglumönnunum. Einn lögreglumaðurinn fékk högg í höfuðið og var sendur á slysadeild. Þegar búið var að koma mönnunum í járn bar þriðja aðilann að garði. Sá réðist að þeim handtekna sem var í tökum lögreglu. Þriðji maðurinn var því handtekinn líka, en mennirnir þekktust allir. 23.9.2012 10:11 Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi Bílvelta var á Vatnsleysustrandarvegi laust fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir einstaklingar voru í bílnum og var annar sendur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Líðan hans er stöðug eftir atvikum. 23.9.2012 10:09 Skemmtistöðum lokað Lögreglan lokaði tveimur skemmtistöðum í miðbænum um helgina. Auk þess voru allmargir staðir fengu kærur báðar nætur vegna ýmissa brota á lögum um veitingastaði og skemmtistaði. 23.9.2012 10:17 Rjúpnaveiðimenn veiði hóflega Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) vill beina því til rjúpnaveiðimanna að veiða hóflega og bara fyrir sig og sína þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst. Formaður Skotvís er sáttur við níu daga veiðitímabilið sem stjórnvöld heimila þó hann hefði vel getað hugsað sér að veiða meira. 22.9.2012 20:36 Er að einangrast en þráir að vera meðal jafningja Stefnan skóli án aðgreiningar hentar ekki öllum, segir faðir þroskaskerts drengs sem þarf að sækja skóla með krökkum sem glíma ekki verið sömu erfiðleika. Hann segir að syni sínum líði mjög illa í skólanum. Hann sé orðinn langt á eftir samnemendum í þroska og sé byrjaður að einangrast mjög alvarlega. 22.9.2012 19:00 Stefnir á þúsund ilmvatnsglös Lovísa Jónsdóttir á Selfossi hefur alltaf haft mikinn áhuga á ilmvötnum enda hefur hún safnað ilmvatnsglösum í gegnum árin. Hún á í dag sjöhundruð og tíu glös en setur stefnuna á eitt þúsund glös. 22.9.2012 21:01 Samdi besta lagið við texta um ójöfnuð Lokatónninn í átakinu Komum heiminum í lag verður slegin í kvöld. Fjöldi landsþekktra tónlistamanna kemur þar fram og syngur eigið lag við texta um ójöfnuð heimsins. Almenningur fékk einnig að spreyta sig við lagasmíð og hitti Karen Kjartnasdóttir 15 ára stúlku úr Vestmannaeyjum sem þótti hafa samið besta lagið við textann. 22.9.2012 20:46 Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum Stór flugslysaæfing var haldin við Vestmannaeyjaflugvöll í dag. Nálægt 200 manns komu að björgunarstörfum 22.9.2012 20:00 Enginn fékk fyrsta vinning Fjórir unnu annan vinning í Lottoinu í kvöld. Hver þeirra fékk rúmar 100 þúsund krónur í sinn hlut. Enginn fékk allar fimm tölurnar réttar og því er fyrsti vinningurinn óhreyfður, en hann var rúmar 27 milljónir króna. 22.9.2012 19:45 Skiptir sér milli Scala og Hörpu Tómas Tómasson barítón er orðinn meðal fremstu óperusöngvara Íslands. Í haust fer hann með burðarhlutverk í Lohengrin eftir Wagner í Scala-óperunni í Mílanó, ásamt Jonasi Kaufman. Áður en að því kemur syngur hann í Zürich í Sviss og í Il Trovatore í Íslensku óperunni. Gunnþóra Gunnarsdóttir hringdi í kappann og forvitnaðist um sönglífið og frægðina. 22.9.2012 17:19 Grunur um eitraða lifrarpylsu - hundasýningu frestað Hundaræktunarfélagið Rex neyddist til að fresta hundasýningu sem átti að fara fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi í morgun. Einhver hafði brotist inn í höllina og dreift lifrarpylsu um alla höllina og fyrir utan sömuleiðis. Vegna grunsemda um að lifrarpylsan væri eitruð var ákveðið að aflýsa sýningu í dag. 22.9.2012 16:18 Ekki ráðið hvað tekur við hjá Birki Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir enn ekki ráðið hvað tekur við hjá honum eftir að hann lætur af störfum sem varaformaður Framsóknarflokksins. Birkir tilkynnti í dag að eftir 15 ára starf í pólitík hyggðist hann róa á ný mið eftir líðandi kjörtímabil. 22.9.2012 15:31 Syntu boðsund yfir Ermarsundið Boðsundssveit frá Sundfélagi Hafnarfjarðar synti í gær yfir Ermarsundið. Sundið tók tæplega 13 klukkustundir. 22.9.2012 14:58 Bjarni vill fella tillögur stjórnlagaráðs Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá til að fella tillöguna. 22.9.2012 14:23 Tvö þúsund ný nöfn á tuttugu árum Guðrún Kvaran, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, hefur rannsakað siði og venjur í íslenskum nöfnum og segir ekkert einkennilegt þó Jón og Guðrún séu enn þá algengustu nöfnin hér á landi. 22.9.2012 14:08 Sigurður Ingi sækist eftir varaformannsstólnum Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, mun gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi sem fram fer í febrúar á næsta ári. 22.9.2012 13:52 Fær ekki að læra á trommur í Hveragerði Jóhanna Rut Ingvarsdóttir, 25 ára Hvergerðingur er mjög ósátt við að Hveragerðisbær vilji ekki taka þátt í kostnaði við nám hennar á trommum við Tónlistarskóla Árnesinga. Jóhanna hefur spilað á trommur í þrjú ár en ætlaði sér í nám hjá Stefáni Þórhallssyni, trommara, sem er búsettur í Hveragerði. 22.9.2012 13:25 Birkir Jón víkur fyrir Sigmundi Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. 22.9.2012 13:10 Kjósa um sameiningu Garðabæjar og Álftaness Skuldir og skuldbindingar Álftaness sem voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 fara niður í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ. Íbúar kjósa um málið í október. 22.9.2012 13:02 Íslendingur vinsæll hjá CNN Áhugaljósmyndarinn Finnur Andrésson hlaut í sumar viðurkenningu frá fréttamiðlinum CNN annað árið í röð fyrir eina af myndum sínum. Myndina tók Finnur af norðurljósunum yfir landinu og þykir hún ein af 6 fallegustu myndum af himingeiminum. 22.9.2012 11:53 Of Monsters and Men í nýrri stiklu Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kemur víða við og nú síðast ómar lag sveitarinnar undir nýrri stiklu úr Hollywood myndinni Promised Land sem Matt Damon skrifar og leikur í og Gus Van Sant leikstýrir. 22.9.2012 11:43 Hert öryggisgæsla vegna rándýrrar bókar Stærsta og dýrasta bók sem nú er fáanleg á almennum bókamarkaði á Íslandi, hátíðarútgáfa Íslenskra fugla eftir Benedikt Gröndal, er nú í fyrsta sinn til sýnis fyrir almenning í Eymundsson í Smáralind. Af því tilefni hefur öryggisgæsla verið hert í versluninni og starfsmenn hafa á bókinni sérstakar gætur. 22.9.2012 11:07 Bíllausi dagurinn í dag Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag og af því tilefni hefur borgarstjórn ákveðið að loka aftur hinum svonefndu sumargötum fyrir bílaumferð í einn dag. Því verður ekki hægt að keyra Laugaveginn og Skólavörðustíginn frá Bergstaðastræti. Og ekki nóg með það, því Lækjargata verður sömuleiðis lokuð milli Vonarstrætis og Hverfisgötu. Bankastræti og Pósthússtræti verða einnig lokuð. Borgarstjórn hvetur gesti og gangandi til að heimsækja miðborgina í dag en alþjóðlegi bíllausi dagurinn bindur endahnút á svokallaða samgönguviku sem hefur staðið yfir síðustu daga hjá borginni. 22.9.2012 09:59 Keppni í N1-deild kvenna í handbolta hófst í dag 22.9.2012 20:10 Keppni í 1. og 2. deild karla í fótboltanum lauk í dag. 22.9.2012 20:09 Sjá næstu 50 fréttir
Enn finnast sauðkindur á lífi Töluvert fannst af lifandi fé í sköflum á Norðausturlandi um helgina. Talið er að um eitt hundrað kindur hafi fundist. 24.9.2012 01:00
Erlendur skipbrotsmaður jafnar sig á Sauðárkróki Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. 23.9.2012 20:41
Hvetur fólk til að mótmæla breytingum á Hjartagarðinum Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu. 23.9.2012 20:24
Öldurótið var erfitt viðureignar Sex Íslendingar luku um helgina boðsundi yfir Ermasundið fyrstir íslendinga. Einn sundmanna segir að öldurótið í sjónum hafa verið erfitt viðureignar en það hafi verð sætt að sigrast á sundinu. 23.9.2012 20:52
Flestum íbúum lýst ágætlega á sameiningu Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi eru flestir jákvæðir gagnvart mögulegri sameiningu sveitafélaganna og segja hana geta verið öllum í hag. Kosið verður um sameiningu tuttugasta október næstkomandi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók púlsinn á íbúum sveitarfélaganna í dag og í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig fólk brást við. 23.9.2012 19:49
Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. 23.9.2012 18:36
Heitavatnslaust í Grafarvogi á morgun Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í hluta Grafarvogs frá klukkan 8 í fyrramálið. Búast má við því að lokunin standi fram á kvöld. 23.9.2012 17:51
Eltu ökufant á ógnarhraða Lögreglan á Eskifirði veitti ökufanti sem ók á ógnarhraða eftirför í nótt. Eftirförinni lauk með því að lögregla beitti svonefndri þvingaðri stöðvun og ók utan í bifreiðina til að stöðva för hennar. 23.9.2012 16:46
Kynferðisbrotamál eru það erfiðasta við starf dómara Héraðsdómur Suðurlands er orðinn þriðji stærsti dómastóll landsins af átta dómstólum með um tólfhundruð og fimmtíu mál á ári. Þrír héraðsdómarar starfa við dómstólinn. Dómstjórinn segir kynferðisafbrotamál erfiðustu málin, sem koma inn á borð dómara. 23.9.2012 15:02
Pussy Riot verðlaunaðar á Íslandi Rússneska pönksveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey 9. október næstkomandi. Stúlkurnar hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu. 23.9.2012 15:12
Flokksval um efstu sætin hjá Samfylkingunni Samfylkingin hefur ákveðið að hafa flokksval um í efstu sæti lista flokksins í norðvestur og norðaustur kjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Opin prófkjör hafa verið bönnuð. 23.9.2012 14:49
Þjónusta mun aukast með sameiningu Formaður bæjarráðs Álftaness segir það skipta Álftnesinga miklu máli að þjónusta við bæjarbúa muni aukast með sameiningu við Garðabæ. Hann segir viðhorf til sameiningar sé mjög jákvætt meðal bæjarbúa nú ólíkt því þegar fyrri kosningar um sameiningu áttu sér stað. 23.9.2012 14:37
Aukin útgjöld tryggja ekki endilega gæði Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að Landspítalinn mælist með mjög góða mælingu á öllum þjónustuþáttum þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára. Ráðherrann segir að öryggi og gæði þjónustu verði ekki endilega tryggð með auknum útgjöldum til spítalans. 23.9.2012 13:54
Segir Jóhönnu færa Samfylkinguna til hliðar í stjórnmálum Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra sé að færa Samfylkinguna til hliðar í íslenskum stjórnmálum með yfirlýsingum sínum. Forsætisráðherra útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í viðtali um helgina. 23.9.2012 13:13
Hasar í Framsókn Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson, framsóknarmaður, eigi í átökum sem lítið sé reynt að fela. 23.9.2012 12:57
Stjórnlaus bíll lagði af stað Fólksbíll lagði stjórnlaus af stað niður brekku með farþega í aftursætinu eftir að ökumaður hafði stigið út úr honum. Bíllinn er talsvert skemmdur eftir ferðalagið að sögn lögreglunnar á Húsavík. 23.9.2012 12:37
"Eitthvað mikið að ráðgjöf Hafró" Hafrannsóknarstofnun mældi í vor ástand ýsustofnsins og komst að því að það væri svo alvarlegt að hugsanlega þyrfti að stöðva ýsuveiðar með öllu. Línuveiðimenn á smábátum hafa aftur á móti orðið varir við mikla ýsugengd á grunnslóð víða við landið. 23.9.2012 12:02
Þyrla sótti sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann á íslensku rannsóknarskipi sem statt var um 95 sjómílur vestur af landinu. 23.9.2012 11:49
Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu Þingkonurnar Lilja Mósesdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir vita hvorugar hvernig þær eiga að svara fyrstu spurningunni í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þær hafa efasemdir um framsetningu spurningarinnar. 23.9.2012 11:19
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga í burðarliðnum Stofnfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn í næstu viku. Samtökin verða bandalag þeirra sveitarfélaga sem eiga mesta hagsmuna að gæta í sjávariðnaði. 23.9.2012 10:19
Veittust að lögreglumönnum Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir menn voru handteknir í Pósthússtræti eftir að þeir veittust að lögreglumönnum. Mennirnir höfðu verið að slást hvor við annann og þegar lögreglan skarst í leikinn til að stilla til friðar snerust þeir báðir gegn lögreglumönnunum. Einn lögreglumaðurinn fékk högg í höfuðið og var sendur á slysadeild. Þegar búið var að koma mönnunum í járn bar þriðja aðilann að garði. Sá réðist að þeim handtekna sem var í tökum lögreglu. Þriðji maðurinn var því handtekinn líka, en mennirnir þekktust allir. 23.9.2012 10:11
Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi Bílvelta var á Vatnsleysustrandarvegi laust fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir einstaklingar voru í bílnum og var annar sendur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Líðan hans er stöðug eftir atvikum. 23.9.2012 10:09
Skemmtistöðum lokað Lögreglan lokaði tveimur skemmtistöðum í miðbænum um helgina. Auk þess voru allmargir staðir fengu kærur báðar nætur vegna ýmissa brota á lögum um veitingastaði og skemmtistaði. 23.9.2012 10:17
Rjúpnaveiðimenn veiði hóflega Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) vill beina því til rjúpnaveiðimanna að veiða hóflega og bara fyrir sig og sína þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst. Formaður Skotvís er sáttur við níu daga veiðitímabilið sem stjórnvöld heimila þó hann hefði vel getað hugsað sér að veiða meira. 22.9.2012 20:36
Er að einangrast en þráir að vera meðal jafningja Stefnan skóli án aðgreiningar hentar ekki öllum, segir faðir þroskaskerts drengs sem þarf að sækja skóla með krökkum sem glíma ekki verið sömu erfiðleika. Hann segir að syni sínum líði mjög illa í skólanum. Hann sé orðinn langt á eftir samnemendum í þroska og sé byrjaður að einangrast mjög alvarlega. 22.9.2012 19:00
Stefnir á þúsund ilmvatnsglös Lovísa Jónsdóttir á Selfossi hefur alltaf haft mikinn áhuga á ilmvötnum enda hefur hún safnað ilmvatnsglösum í gegnum árin. Hún á í dag sjöhundruð og tíu glös en setur stefnuna á eitt þúsund glös. 22.9.2012 21:01
Samdi besta lagið við texta um ójöfnuð Lokatónninn í átakinu Komum heiminum í lag verður slegin í kvöld. Fjöldi landsþekktra tónlistamanna kemur þar fram og syngur eigið lag við texta um ójöfnuð heimsins. Almenningur fékk einnig að spreyta sig við lagasmíð og hitti Karen Kjartnasdóttir 15 ára stúlku úr Vestmannaeyjum sem þótti hafa samið besta lagið við textann. 22.9.2012 20:46
Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum Stór flugslysaæfing var haldin við Vestmannaeyjaflugvöll í dag. Nálægt 200 manns komu að björgunarstörfum 22.9.2012 20:00
Enginn fékk fyrsta vinning Fjórir unnu annan vinning í Lottoinu í kvöld. Hver þeirra fékk rúmar 100 þúsund krónur í sinn hlut. Enginn fékk allar fimm tölurnar réttar og því er fyrsti vinningurinn óhreyfður, en hann var rúmar 27 milljónir króna. 22.9.2012 19:45
Skiptir sér milli Scala og Hörpu Tómas Tómasson barítón er orðinn meðal fremstu óperusöngvara Íslands. Í haust fer hann með burðarhlutverk í Lohengrin eftir Wagner í Scala-óperunni í Mílanó, ásamt Jonasi Kaufman. Áður en að því kemur syngur hann í Zürich í Sviss og í Il Trovatore í Íslensku óperunni. Gunnþóra Gunnarsdóttir hringdi í kappann og forvitnaðist um sönglífið og frægðina. 22.9.2012 17:19
Grunur um eitraða lifrarpylsu - hundasýningu frestað Hundaræktunarfélagið Rex neyddist til að fresta hundasýningu sem átti að fara fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi í morgun. Einhver hafði brotist inn í höllina og dreift lifrarpylsu um alla höllina og fyrir utan sömuleiðis. Vegna grunsemda um að lifrarpylsan væri eitruð var ákveðið að aflýsa sýningu í dag. 22.9.2012 16:18
Ekki ráðið hvað tekur við hjá Birki Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir enn ekki ráðið hvað tekur við hjá honum eftir að hann lætur af störfum sem varaformaður Framsóknarflokksins. Birkir tilkynnti í dag að eftir 15 ára starf í pólitík hyggðist hann róa á ný mið eftir líðandi kjörtímabil. 22.9.2012 15:31
Syntu boðsund yfir Ermarsundið Boðsundssveit frá Sundfélagi Hafnarfjarðar synti í gær yfir Ermarsundið. Sundið tók tæplega 13 klukkustundir. 22.9.2012 14:58
Bjarni vill fella tillögur stjórnlagaráðs Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá til að fella tillöguna. 22.9.2012 14:23
Tvö þúsund ný nöfn á tuttugu árum Guðrún Kvaran, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, hefur rannsakað siði og venjur í íslenskum nöfnum og segir ekkert einkennilegt þó Jón og Guðrún séu enn þá algengustu nöfnin hér á landi. 22.9.2012 14:08
Sigurður Ingi sækist eftir varaformannsstólnum Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, mun gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi sem fram fer í febrúar á næsta ári. 22.9.2012 13:52
Fær ekki að læra á trommur í Hveragerði Jóhanna Rut Ingvarsdóttir, 25 ára Hvergerðingur er mjög ósátt við að Hveragerðisbær vilji ekki taka þátt í kostnaði við nám hennar á trommum við Tónlistarskóla Árnesinga. Jóhanna hefur spilað á trommur í þrjú ár en ætlaði sér í nám hjá Stefáni Þórhallssyni, trommara, sem er búsettur í Hveragerði. 22.9.2012 13:25
Birkir Jón víkur fyrir Sigmundi Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. 22.9.2012 13:10
Kjósa um sameiningu Garðabæjar og Álftaness Skuldir og skuldbindingar Álftaness sem voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 fara niður í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ. Íbúar kjósa um málið í október. 22.9.2012 13:02
Íslendingur vinsæll hjá CNN Áhugaljósmyndarinn Finnur Andrésson hlaut í sumar viðurkenningu frá fréttamiðlinum CNN annað árið í röð fyrir eina af myndum sínum. Myndina tók Finnur af norðurljósunum yfir landinu og þykir hún ein af 6 fallegustu myndum af himingeiminum. 22.9.2012 11:53
Of Monsters and Men í nýrri stiklu Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kemur víða við og nú síðast ómar lag sveitarinnar undir nýrri stiklu úr Hollywood myndinni Promised Land sem Matt Damon skrifar og leikur í og Gus Van Sant leikstýrir. 22.9.2012 11:43
Hert öryggisgæsla vegna rándýrrar bókar Stærsta og dýrasta bók sem nú er fáanleg á almennum bókamarkaði á Íslandi, hátíðarútgáfa Íslenskra fugla eftir Benedikt Gröndal, er nú í fyrsta sinn til sýnis fyrir almenning í Eymundsson í Smáralind. Af því tilefni hefur öryggisgæsla verið hert í versluninni og starfsmenn hafa á bókinni sérstakar gætur. 22.9.2012 11:07
Bíllausi dagurinn í dag Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag og af því tilefni hefur borgarstjórn ákveðið að loka aftur hinum svonefndu sumargötum fyrir bílaumferð í einn dag. Því verður ekki hægt að keyra Laugaveginn og Skólavörðustíginn frá Bergstaðastræti. Og ekki nóg með það, því Lækjargata verður sömuleiðis lokuð milli Vonarstrætis og Hverfisgötu. Bankastræti og Pósthússtræti verða einnig lokuð. Borgarstjórn hvetur gesti og gangandi til að heimsækja miðborgina í dag en alþjóðlegi bíllausi dagurinn bindur endahnút á svokallaða samgönguviku sem hefur staðið yfir síðustu daga hjá borginni. 22.9.2012 09:59