Segir Jóhönnu færa Samfylkinguna til hliðar í stjórnmálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2012 13:13 Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/GVA Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra sé að færa Samfylkinguna til hliðar í íslenskum stjórnmálum með yfirlýsingum sínum. Forsætisráðherra útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í viðtali um helgina. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Orðrétt segir Jóhanna í viðtalinu: „Samfylkingin mun aldrei sætta sig við að starfa með þeim sem krefjast þess að viðræðum (við ESB innsk.blm) verði hætt með einhverjum hætti áður en fyrir liggur samningur sem þjóðin fær að greiða atkvæði um.“ Þessu er beint að sjálfstæðismönnum sem vilja gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi þeim áfram. Þá lýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, því yfir í þættinum Klinkinu að fyrir slíka þjóðaratkvæðagreiðslu myndi hann berjast fyrir því að viðræðunum yrði slitið. Forsætisráðherra segir jafnframt í viðtalinu í Fréttablaðinu að sér finnist það „óbærileg tilhugsun að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda eftir kosningar.“ Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist hafa tekið eftir þessum yfirlýsingum Jóhönnu. „Þetta er auðvitað merki um að það er verið að setja Samfylkinguna til hliðar í íslenskum stjórnmálum. Það er auðvitað bara ákvörðun sem forystumenn þess flokks taka. Hitt er það að eftir kosningar er það skylda þeirra sem eru kosnir á Alþingi að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða. Og ef Samfylkingin vill ekki koma að neinum slíkum verkum þá er það auðvitað bara ákvörðun þeirra," segir Illugi. En eru ekki talsverðar líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði utan ríkisstjórnarstjórnar þrátt fyrir að mælast með meira en 30 prósent fylgi, í ljósi orðræðunnar í stjórnmálunum? Forystumenn stjórnarflokkanna hafa á opinberum vettvangi biðlað til framsóknarmanna. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins sagt hrunið vera „fall frjálshyggjunnar“ í viðtali. „Hvort að Sjálfstæðisflokkurinn fer í ríkisstjórn eða ekki hvílir náttúrlega á kosningum. Og ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að sýna kjósendum þá virðingu að bíða kosninga og sjá hver niðurstaðan verður og síðan mynda ríkisstjórn á grundvelli niðurstöðu kosninganna. En ekki á einstrengingslegum yfirlýsingum eins og þeim sem Jóhanna hefur verið að gera, bæði gagnvart Sjálfstæðisflokknum og gagnvart Samtökum atvinnulífsins," segir Illugi. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra sé að færa Samfylkinguna til hliðar í íslenskum stjórnmálum með yfirlýsingum sínum. Forsætisráðherra útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í viðtali um helgina. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Orðrétt segir Jóhanna í viðtalinu: „Samfylkingin mun aldrei sætta sig við að starfa með þeim sem krefjast þess að viðræðum (við ESB innsk.blm) verði hætt með einhverjum hætti áður en fyrir liggur samningur sem þjóðin fær að greiða atkvæði um.“ Þessu er beint að sjálfstæðismönnum sem vilja gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi þeim áfram. Þá lýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, því yfir í þættinum Klinkinu að fyrir slíka þjóðaratkvæðagreiðslu myndi hann berjast fyrir því að viðræðunum yrði slitið. Forsætisráðherra segir jafnframt í viðtalinu í Fréttablaðinu að sér finnist það „óbærileg tilhugsun að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda eftir kosningar.“ Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist hafa tekið eftir þessum yfirlýsingum Jóhönnu. „Þetta er auðvitað merki um að það er verið að setja Samfylkinguna til hliðar í íslenskum stjórnmálum. Það er auðvitað bara ákvörðun sem forystumenn þess flokks taka. Hitt er það að eftir kosningar er það skylda þeirra sem eru kosnir á Alþingi að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða. Og ef Samfylkingin vill ekki koma að neinum slíkum verkum þá er það auðvitað bara ákvörðun þeirra," segir Illugi. En eru ekki talsverðar líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði utan ríkisstjórnarstjórnar þrátt fyrir að mælast með meira en 30 prósent fylgi, í ljósi orðræðunnar í stjórnmálunum? Forystumenn stjórnarflokkanna hafa á opinberum vettvangi biðlað til framsóknarmanna. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins sagt hrunið vera „fall frjálshyggjunnar“ í viðtali. „Hvort að Sjálfstæðisflokkurinn fer í ríkisstjórn eða ekki hvílir náttúrlega á kosningum. Og ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að sýna kjósendum þá virðingu að bíða kosninga og sjá hver niðurstaðan verður og síðan mynda ríkisstjórn á grundvelli niðurstöðu kosninganna. En ekki á einstrengingslegum yfirlýsingum eins og þeim sem Jóhanna hefur verið að gera, bæði gagnvart Sjálfstæðisflokknum og gagnvart Samtökum atvinnulífsins," segir Illugi.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira