Innlent

Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi

BBI skrifar
Bílvelta var á Vatnsleysustrandarvegi laust fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir einstaklingar voru í bílnum og var annar sendur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Líðan hans er stöðug eftir atvikum.

Bíllinn er mjög illa farinn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar en grunsemdir eru um að ökumaður hafi verið ölvaður við stýrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×