Innlent

Þyrla sótti sjómann

BBI skrifar
Þyrla.
Þyrla. Mynd/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann á íslensku rannsóknarskipi sem statt var um 95 sjómílur vestur af landinu.

Maðurinn var ekki í lífshættu en engu að síður þótti nauðsynlegt að sækja hann og koma honum undir læknishendur. Aðstoðarbeiðni barst frá skipinu eftir að óhapp varð á skipinu síðdegis í gær. Maðurinn var lentur við Landspítalann um níu leytið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×