Innlent

Íslendingur vinsæll hjá CNN

BBI skrifar
Myndin sem Finnur tók af norðurljósunum.
Myndin sem Finnur tók af norðurljósunum. Mynd/Finnur
Áhugaljósmyndarinn Finnur Andrésson hlaut í sumar viðurkenningu frá fréttamiðlinum CNN annað árið í röð fyrir eina af myndum sínum. Myndina tók Finnur af norðurljósunum yfir landinu og þykir hún ein af 6 fallegustu myndum af himingeiminum.

Á síðasta ári var mynd eftir Finn valin ein af 5 bestu ferðamyndum síðustu ára. Myndirnar báðar má sjá hér til hliðar en þar er auk þess mynd af Finni sjálfum.

Á vefsíðunni segir Finnur að norðurljósin hafi verið magnþrungin. „Það er magnað að sjá eitthvað þessu líkt og maður mun aldrei gleyma því," sagði hann. Hér má nálgast hinar fimm myndirnar sem vöktu athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×