Innlent

Bíllausi dagurinn í dag

BBI skrifar
Sumargöturnar snúa aftur í einn dag.
Sumargöturnar snúa aftur í einn dag.
Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag og af því tilefni hefur borgarstjórn ákveðið að loka aftur hinum svonefndu sumargötum fyrir bílaumferð í einn dag.

Því verður ekki hægt að keyra Laugaveginn og Skólavörðustíginn frá Bergstaðastræti. Og ekki nóg með það, því Lækjargata verður sömuleiðis lokuð milli Vonarstrætis og Hverfisgötu. Bankastræti og Pósthússtræti verða einnig lokuð.

Kort sem sýnir þær götur sem lokaðar verða fyrir bílaumferð í dag.
Borgarstjórn hvetur gesti og gangandi til að heimsækja miðborgina í dag en alþjóðlegi bíllausi dagurinn bindur endahnút á svokallaða samgönguviku sem hefur staðið yfir síðustu daga hjá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×