Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. september 2012 18:36 Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald. Fyrir tveimur vikum viðraði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum okkar hugmyndir sínar um að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á í dag 35% af landinu á móti landeigendum og sagði hún það meðal annars vera vegna þess að þetta svæði væri skýr og klár náttúruperla. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun eru fjölmörg friðlýst svæði og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu. Sem dæmi má nefna, Seljalandsfoss, Skógafoss og Kerið á Suðurlandi, Húsafell á Vesturlandi en þar má meðal annars finna Hraunfossa og barnafoss, hæsti foss landsins Glymur í Hvalfirði er í eigu bæði landeigenda og sveitafélagsins en Hornstrandir á Vestfjörðum er að stærstum hluta í einkaeigu. Stór hluti landsins við Mývatn á norðausturlandi er í eigu landeigenda svo sem Hverfjall og Skútustaðagígar. Þá er Dyrhólaey í sameiginlegri eigu sveitafélaga og landeigenda. Önnur svæði svo sem Ásbyrgi, Skaftafell og Gullfoss tilheyra ríkinu auk þjóðgarða við snæfellsjökul og vatnajökul. Svandís segir að hún hafi ekki haft í huga að ríkið keypti önnur svæði en Geysi. „Ég held að þetta þurfi allt að vera til skoðunar og í samhengi. Ég held að það sé rétt að það sé heildarúttekt sem liggi fyrir en umræðan um Geysi hefur verið áberandi því þar er einn af okkar stærstu ferðamannaseglum ef svo má segja," segir Svandís. Inni í þessa úttekt þurfi síðan að koma umræða um gjaldtöku á svæðum en landeigendur á mörgum náttúruperlum hafa sýnt á huga á að innheimta gjald á sínum svæðum til dæmis við Kerið og á Geysi. „Ég held að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt yfirbragð af því að vera með posa við Skógafoss og annan við Seljalandsfoss heldur að þetta væri leyst með öðru móti. Svo hafa sumir bent á það að ef þú ert með gjald við einn foss þá færi ferðamaður á næsta foss þar sem væri ekki gjald svo þetta væri ekki góð leið til að stýra umferðinni," segir Svandís. Þannig sé frekar ástæða til að skoða frekari útfærslu á gistináttagjaldi eða mögulega hugmyndir um Náttúrupassa þar sem ferðamenn borga fyrirfram fyrir aðgang að ákveðnum svæðum. „Ég bara fagna umræðunni vegna þess að ég held að hún sé mikilvæg og ber keim af því að við séum að átta okkur á því að ferðaþjónustan sé slíkur vaxtarsproti að við verðum að koma þessu í skikkanlegan farveg og fara með þá vinnu á uppbyggilegar nótur," segir Svandís.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira