Erlendur skipbrotsmaður jafnar sig á Sauðárkróki Karen Kjartansdóttir og Viggó Jónsson skrifar 23. september 2012 20:41 Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. Dallas Reedy komst einn af þegar skipinu Easy Rider hvolfdi við Nýja Sjáland þann 15. mars eftir að holskefla skall á því. Málið hefur vakið mikla athygli á Nýja Sjálandi. Undanfarinn mánuð hefur hann dvalið á Íslandi og starfað í Sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki. „Ég heyrði gný, leit upp til hægri og sá öldu stefna beint á mig. Hún skolaði mér af bátnum og hvolfdi bátnum," segir Dallas. Hann segir tilhugsunina um drengina sína og eiginkonu hafa styrkt sig í sjónum. „Ég hékk á bátnum, sem var á hvolfi, í tvo tíma. Ég barði í bátinn. Ég heyrði ekkert og var nokkuð viss um að vinir mínir átta hefðu drukknað strax eftir að aldan skall á bátnum. Ég leitaði og reyndi... Ég barði í bátinn en ég heyrði engin svör. Þá vissi ég að vinir mínir væru dánir. Þeir voru átta og einn sjö ára drengur, Odin. Hann var nefndur eftir norrænum sjávarguði," segir Dallas. Ótrúlegt þykir að Dallas hafi komist lífs af en hann var í 18 klukkustundir í 8-10 gráðu heitum sjó áður en honum var bjargað. Það varð honum til lífs að hann náði taki á olíubrúsa sem flaut um í sjónum. „Hér finn ég frið. Ég skrifa um reynslu mína. Sem meðferð er þetta það besta sem gat komið fyrir mig, í staðinn fyrir að fara í meðferð hjá sálfræðingum. Þetta er meðferðin sem ég þarf fyrir sjálfan mig," segir hann. Dallas segir að þjáist ekki af samviskubiti gagnvart þeim sem fórust. Líf hans sé samt gjörbreytt eftir slysið, hann lifi nú ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir þá sem létust í slysinu. Þess vegna hafi hann átt erfitt með að vera kyrr eftir slysið. Hann sé þó bráðum tilbúinn á snú heim til konunar sinnar og drengjanna sinna. „Við vinnum hérna í tvo mánuði. Svo fer ég til Nýja-Sjálands til ástvina minna. Þau eru strax farin að sakna mín. Ég var nýkominn heim eftir þessa eldraun þegar ég sagði konunni minni að ég ætlaði aftur burt. Á Nýja-Sjálandi er sagt að ef maður dettur af baki eigi maður setjast aftur í hnakkinn og halda áfram og reyna aftur," segir hann. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. Dallas Reedy komst einn af þegar skipinu Easy Rider hvolfdi við Nýja Sjáland þann 15. mars eftir að holskefla skall á því. Málið hefur vakið mikla athygli á Nýja Sjálandi. Undanfarinn mánuð hefur hann dvalið á Íslandi og starfað í Sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki. „Ég heyrði gný, leit upp til hægri og sá öldu stefna beint á mig. Hún skolaði mér af bátnum og hvolfdi bátnum," segir Dallas. Hann segir tilhugsunina um drengina sína og eiginkonu hafa styrkt sig í sjónum. „Ég hékk á bátnum, sem var á hvolfi, í tvo tíma. Ég barði í bátinn. Ég heyrði ekkert og var nokkuð viss um að vinir mínir átta hefðu drukknað strax eftir að aldan skall á bátnum. Ég leitaði og reyndi... Ég barði í bátinn en ég heyrði engin svör. Þá vissi ég að vinir mínir væru dánir. Þeir voru átta og einn sjö ára drengur, Odin. Hann var nefndur eftir norrænum sjávarguði," segir Dallas. Ótrúlegt þykir að Dallas hafi komist lífs af en hann var í 18 klukkustundir í 8-10 gráðu heitum sjó áður en honum var bjargað. Það varð honum til lífs að hann náði taki á olíubrúsa sem flaut um í sjónum. „Hér finn ég frið. Ég skrifa um reynslu mína. Sem meðferð er þetta það besta sem gat komið fyrir mig, í staðinn fyrir að fara í meðferð hjá sálfræðingum. Þetta er meðferðin sem ég þarf fyrir sjálfan mig," segir hann. Dallas segir að þjáist ekki af samviskubiti gagnvart þeim sem fórust. Líf hans sé samt gjörbreytt eftir slysið, hann lifi nú ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir þá sem létust í slysinu. Þess vegna hafi hann átt erfitt með að vera kyrr eftir slysið. Hann sé þó bráðum tilbúinn á snú heim til konunar sinnar og drengjanna sinna. „Við vinnum hérna í tvo mánuði. Svo fer ég til Nýja-Sjálands til ástvina minna. Þau eru strax farin að sakna mín. Ég var nýkominn heim eftir þessa eldraun þegar ég sagði konunni minni að ég ætlaði aftur burt. Á Nýja-Sjálandi er sagt að ef maður dettur af baki eigi maður setjast aftur í hnakkinn og halda áfram og reyna aftur," segir hann.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira