Erlendur skipbrotsmaður jafnar sig á Sauðárkróki Karen Kjartansdóttir og Viggó Jónsson skrifar 23. september 2012 20:41 Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. Dallas Reedy komst einn af þegar skipinu Easy Rider hvolfdi við Nýja Sjáland þann 15. mars eftir að holskefla skall á því. Málið hefur vakið mikla athygli á Nýja Sjálandi. Undanfarinn mánuð hefur hann dvalið á Íslandi og starfað í Sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki. „Ég heyrði gný, leit upp til hægri og sá öldu stefna beint á mig. Hún skolaði mér af bátnum og hvolfdi bátnum," segir Dallas. Hann segir tilhugsunina um drengina sína og eiginkonu hafa styrkt sig í sjónum. „Ég hékk á bátnum, sem var á hvolfi, í tvo tíma. Ég barði í bátinn. Ég heyrði ekkert og var nokkuð viss um að vinir mínir átta hefðu drukknað strax eftir að aldan skall á bátnum. Ég leitaði og reyndi... Ég barði í bátinn en ég heyrði engin svör. Þá vissi ég að vinir mínir væru dánir. Þeir voru átta og einn sjö ára drengur, Odin. Hann var nefndur eftir norrænum sjávarguði," segir Dallas. Ótrúlegt þykir að Dallas hafi komist lífs af en hann var í 18 klukkustundir í 8-10 gráðu heitum sjó áður en honum var bjargað. Það varð honum til lífs að hann náði taki á olíubrúsa sem flaut um í sjónum. „Hér finn ég frið. Ég skrifa um reynslu mína. Sem meðferð er þetta það besta sem gat komið fyrir mig, í staðinn fyrir að fara í meðferð hjá sálfræðingum. Þetta er meðferðin sem ég þarf fyrir sjálfan mig," segir hann. Dallas segir að þjáist ekki af samviskubiti gagnvart þeim sem fórust. Líf hans sé samt gjörbreytt eftir slysið, hann lifi nú ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir þá sem létust í slysinu. Þess vegna hafi hann átt erfitt með að vera kyrr eftir slysið. Hann sé þó bráðum tilbúinn á snú heim til konunar sinnar og drengjanna sinna. „Við vinnum hérna í tvo mánuði. Svo fer ég til Nýja-Sjálands til ástvina minna. Þau eru strax farin að sakna mín. Ég var nýkominn heim eftir þessa eldraun þegar ég sagði konunni minni að ég ætlaði aftur burt. Á Nýja-Sjálandi er sagt að ef maður dettur af baki eigi maður setjast aftur í hnakkinn og halda áfram og reyna aftur," segir hann. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. Dallas Reedy komst einn af þegar skipinu Easy Rider hvolfdi við Nýja Sjáland þann 15. mars eftir að holskefla skall á því. Málið hefur vakið mikla athygli á Nýja Sjálandi. Undanfarinn mánuð hefur hann dvalið á Íslandi og starfað í Sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki. „Ég heyrði gný, leit upp til hægri og sá öldu stefna beint á mig. Hún skolaði mér af bátnum og hvolfdi bátnum," segir Dallas. Hann segir tilhugsunina um drengina sína og eiginkonu hafa styrkt sig í sjónum. „Ég hékk á bátnum, sem var á hvolfi, í tvo tíma. Ég barði í bátinn. Ég heyrði ekkert og var nokkuð viss um að vinir mínir átta hefðu drukknað strax eftir að aldan skall á bátnum. Ég leitaði og reyndi... Ég barði í bátinn en ég heyrði engin svör. Þá vissi ég að vinir mínir væru dánir. Þeir voru átta og einn sjö ára drengur, Odin. Hann var nefndur eftir norrænum sjávarguði," segir Dallas. Ótrúlegt þykir að Dallas hafi komist lífs af en hann var í 18 klukkustundir í 8-10 gráðu heitum sjó áður en honum var bjargað. Það varð honum til lífs að hann náði taki á olíubrúsa sem flaut um í sjónum. „Hér finn ég frið. Ég skrifa um reynslu mína. Sem meðferð er þetta það besta sem gat komið fyrir mig, í staðinn fyrir að fara í meðferð hjá sálfræðingum. Þetta er meðferðin sem ég þarf fyrir sjálfan mig," segir hann. Dallas segir að þjáist ekki af samviskubiti gagnvart þeim sem fórust. Líf hans sé samt gjörbreytt eftir slysið, hann lifi nú ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir þá sem létust í slysinu. Þess vegna hafi hann átt erfitt með að vera kyrr eftir slysið. Hann sé þó bráðum tilbúinn á snú heim til konunar sinnar og drengjanna sinna. „Við vinnum hérna í tvo mánuði. Svo fer ég til Nýja-Sjálands til ástvina minna. Þau eru strax farin að sakna mín. Ég var nýkominn heim eftir þessa eldraun þegar ég sagði konunni minni að ég ætlaði aftur burt. Á Nýja-Sjálandi er sagt að ef maður dettur af baki eigi maður setjast aftur í hnakkinn og halda áfram og reyna aftur," segir hann.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira