Innlent

Öldurótið var erfitt viðureignar

Andri Ólafsson skrifar
Sex Íslendingar luku um helgina boðsundi yfir Ermasundið fyrstir íslendinga. Einn sundmanna segir að öldurótið í sjónum hafa verið erfitt viðureignar en það hafi verð sætt að sigrast á sundinu.

Það voru félagar úr sjósunddeild Sundfélags Hafnarfjarðar sem þreyttu sundið sem tók 12 klukkustundir og 44 mínútur. Vegalengdin frá Dover, Englandsmegin til Calais Frakklandsmegin er um það bil 50 kílómetrar. Lagt var stað um miðja nótt og fyrstu þrjá tímanna var synt í myrkri.

Strangar reglur eru í gildi um Ermasund af þessu tagi og því var sérstakur eftirlitsmaður í för með hópnum til tryggja að allt væri eftir bókinni.

Benedikt Hjartarson er eini íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermasundið en hann vann það afrek í júlí 2008. Sundmennirnrnir úr Hafnarfirði náðu Frakklandsströndum heilir á húfi og gleði þeirra var ósvikin þegar þeir fögnuðu afreki sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×