Fleiri fréttir

Leikstjóri Game of Thrones endurgerir Mýrina

Leikstjóri Game of Thrones, Brian Kirk, mun leikstýra endurgerð á Mýrinni, sem Baltasar Kormákur gerði. Frá þessu er greint á vef Los Angeles Times. Eins og kunnugt er byggir myndin Mýrin á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, en um er að ræða eina af hans allra vinsælustu bókum.

Íslendingar áhugalausir um stjórnarskrána

Áhugaleysi virðist ríkja um stjórnarskrána, þrátt fyrir að einungis mánuður sé þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram.

Er ESB-umsóknin dauð?

Heimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur opinn hádegisfund undir yfirskriftinni "Er ESB-umsóknin dauð?".

Ætlar að endurgreiða styrkina

"Ég er óskaplega þakklátur og finn fyrir miklum létti. Ég fékk stefnuna á afmælisdaginn minn 23. mars árið 2011 og síðan þá hefur þetta hangið yfir mér eins og þrumuský. En það er nú að stórum hluta farið í burtu," segir bloggarinn Teitur Atlason, sem var í dag sýknaður af meiðyrðakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans.

Björgunaraðgerðir fyrir norðan á byrjunarstigi

Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir alla hafa lagst á eitt við að bjarga því sem bjargað verður eftir óveðrið sem reið yfir Norðausturland í síðustu viku. Hún segir aðgerðir þó enn í fullum gangi.

Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun

Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri.

Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir

Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi.

Engilbert ósáttur við forsvarsmenn myndarinnar Svartur á leik

Engilbert Jensen, söngvari í hljómsveitinni Hljómum, stendur í málaferlum við framleiðendur íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik, sem frumsýnd var í vor. Ástæðan er lagið Þú og ég, með Hljómum, sem var endurhljóðblandað fyrir myndina. Þetta kemur fram í DV í dag.

Gunnlaugur og frú íhuga að áfrýja til Hæstaréttar

Hjónin Gunnlaugur M. Sigmundsson og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir telja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þeirra gegn Teiti Atlasyni sé rangur í veigamiklum atriðum. Eins og kunnugt er var Teitur sýknaður af bótakröfum vegna ummæla sem Teitur viðhafði á bloggi sínu. Kröfum um ógildingu ummæla var vísað frá.

Ásmundur krefur Steingrím upplýsinga um ferðaþjónustuna

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í morgun eftir sérstakri umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar. Hann óskar eftir því að Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra verði til svara. Ásmundur Einar vill meðal annars vita hversu miklar gjaldeyristekjur ferðaþjónustan skapar, hversu margir hafa beina atvinnu af ferðaþjónustu og hversu mörg afleidd störf hún skapar. Þá vill hann jafnframt vita hversu háir skattar eru af gistingu á Norðurlöndunum. Eins og fram hefur komið gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir því að á næsta ári hækki skattar á gistingu úr 7% í 25,5%

Græðgin varð hrafninum að falli

Segja má að hrafninn á þessari mynd hafi orðið óbeint fórnarlamb fárviðrisins sem geisaði á Norðurlandi í síðustu viku. Það var leitarmaðurinn Jóhann Sveinsson sem gekk fram á þessa sjón á Holtavörðuheiði og smellti af henni mynd sem birtist á fréttavef Skessuhorns í dag.

Framhald Hungurleikanna er vinsælast

Þriðja bókin í þríleiknum um Hungurleikana er mest selda bók síðustu viku í Eymundsson. Hún skýtur sér þar með upp fyrir erótísku skáldsöguna Fimmtíu gráa skugga sem hafnar í þriðja sæti listans.

Vilja þýða Rannsóknarskýrsluna á ensku

Þingflokkur Hreyfingarinnar auk Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, leggja til að Rannsóknarskýrsla Alþingis verði þýdd á ensku í heild sinni. Þingmennirnir lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis í gær.

Fræðslusýning um kjarnorkusprengjurnar í HÍ

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki opnaði í dag á Háskólatorgi. Sýningin fjallar um geigvænleg áhrif kjarnorkusprenginganna á íbúa og mannvirki.

Skjálftahrina fyrir norðan

Jarðskjálftahrina varð við sunnanverðan Eyjafjarðarál snemma í morgun. Stærsti skjálftinn varð um þrjár mínítur í átta en hann var 4,3 að stærð. Einn skjálfti varð fimm mínútur í átta, en hann var 3,0 að stærð og þriðji var klukkan 8:28, en hann var 4 að stærð. Þessi skjálftar eru hluti af stærri hrinu sem hefur staðið yfir frá því um helgina, en ekki er talið að um sé að ræða fyrirboða um frekari jarðhræringar. Stærstu skjálftarnir í morgun fundust greinilega á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrir eftirskjálftar, sem allir eru minni en 3, hafa fundist í morgun.

Vilja greiða strætókortin í áföngum

Hópur nemenda í Háskóla Íslands skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að aðstoða stúdenta við kaup á nemendakorti í strætó fyrir veturinn. Hópnum finnst verðið á kortunum helst til of hátt og leggur til að stúdentum verði gert kleift að skipta gjaldinu niður og greiða kortið í fjórum greiðslum.

Hanar bannaðir á Selfossi

Bæjarráð Árborgar hefur gefið húsráðendum í Hafnartúni á Selfossi leyfir fyrir að halda sex landnámshænur í garðinum til eins árs. Ekki er gefið leyfi til að hafa hana. Bæjarráð fer fram á það að hænunum sé haldið innan girðingar.

Óttast að tollstjóri hafi mismunað fyrirtækjum sem skulda skatta

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður segist hafa áhyggjur af því að jafnræðis hafi ekki verið gætt í meðferð tollstjóra á fyrirtækjum sem skulda skatta. Tollstjóri kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í morgun. Guðlaugur vill að Ríkisendurskoðun skoði málið.

Sveppaeitur í barnagraut

Yggdrasill hefur innkallað þriggja korna lífrænan barnagraut þar sem í honum mældist aukið magn OTA (mycotoxin), sem er myglusveppaeitur.

Skýrsla Seðlabanka krefst mikillar yfirlegu

Efnahagsmál Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins fagna nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Framkvæmdastjóri SA segir að treysta þurfi krónuna og forseti ASÍ segir ljóst að upptaka evru sé besti kosturinn í stöðunni. Þá telja þeir báðir mikilvægt að skýrslan verði rædd.

Skynjarar og eftirlit besta vörnin gegn gasóhöppum

Gassprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti hefur vakið almenning til umhugsunar um slysavarnir. Farsælast er talið að setja upp skynjara, vanda til verka við uppsetningu búnaðar og stunda reglulegt eftirlit.

Mikið þýfi, riffill og dínamít hjá Outlaws

Ungur maður tengdur vélhjólasamtökunum Outlaws úrskurðaður í varðhald í kjölfar húsleita í Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Þar fannst mikið af raftækjum sem talin eru stolin, riffill og dínamíttúba. Nýr leiðtogi Outlaws ekki handtekinn.

Krefjast yfir fjórðungs launahækkunar

Nokkur hundruð hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman í gærmorgun við skrifstofu Landspítalans á Egilsgötu til að hvetja samninganefnd félagsins sem þá átti fund með fulltrúum sjúkrahússins vegna svokallaðs stofnanasamnings sem gera á í kjölfar miðlægs kjarasamnings allra heilbrigðisstofnana á landinu.

Fimm milljóna tjón af kjúklingaúrgangi

Leigutaki Ytri-Rangár vill að Rangárþing ytra borgi fimm milljóna króna bætur vegna tjóns sem varð er kjúklingaúrgangur og klósettpappír lak frá sláturhúsi á Hellu í fyrra. Ekki okkar ábyrgð þótt við eigum fráveituna segir sveitarstjórinn.

Fjölmenningarsetur fær meira

Fjölmenningarsetur, sem starfrækt hefur verið á Ísafirði, verður eflt samkvæmt frumvarpi til laga um málefni innflytjenda. Ráðherra mun skipa forstöðumann setursins til fimm ára í senn.

Engin stimpilgjöld við skipti á banka

Nefnd vinnur að frumvarpsdrögum sem eiga að draga úr kostnaði við flutning viðskipta á milli lánardrottna. Önnur nefnd á að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði. Hún skilar skýrslu í síðasta lagi 15. janúar 2013.

„Menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt“

Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar.

Bjargráðasjóður bæti bændum tjónið

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi fjárskaðann á Alþingi í gær og benti á að fé úr Bjargráðasjóði hefði verið ráðstafað til bænda vegna eldgosanna árin 2010 og 2011. Steingrímur J. Sigfússon atvinnumálaráðherra sagði Bjargráðasjóð verða nýttan til að bæta bændum tjónið.

Hafa þurft að keyra framhjá slysum vegna manneklu

Lögreglumenn á Selfossi eru að bugast undan vinnuálagi því lögreglumönnunum fækkar stöðugt á vöktum, eru oft bara þrír en eiga á sama tíma að sinna fimmtán þúsund íbúum í Árnessýslu og ferðamönnum á svæðinu. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn þurfi stundum að keyra fram hjá slysum til að sinn öðrum brýnni verkefnum.

Eina vegagerðin næstu tvö ár

Lægsta boð í lagningu nýs Álftanesvegar reyndist tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Þetta er stærsta verk sem boðið hefur verið út í vegagerð á Reykjavíkursvæðinu í fjögur ár og eina stóra verkið sem þar verður unnið næstu tvö árin. Verkið var áður boðið út árið 2008 en þá slegið af vegna hrunsins.

Ók upp á torg og reif kjaft við lögreglu

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega tvítugan karlmann sem ók undir áhrifum fíkniefna og endaði aksturinn uppi á Reykjavíkurtogi á Hafnargötu.

Bakpoki titraði á Keflavíkurflugvelli

Starfsmenn öryggisgæslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu um helgina varir við bakpoka sem titraði á flughlaði við flugstöðina. Þeir höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum og tilkynntu henni um málið.

Orðið "svín" rispað á bíl

Bifreið sem stóð á plani við verkstæði í Reykjanesbæ varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í gær. Skorið hafði verið á hægra afturdekk og vinstra framdekk.

Kvíðir því að sjá Djúpið

Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin Djúpið vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag.

Saka minnihlutann um ómálefnalegan málflutning

Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar segja að tillaga Sjálfstæðisflokksins um útsvarslækkun sé algjörlega ófjármögnuð. Tillagan sé lögð fram af því að borgarreksturinn gangi svo vel. Sjálfstæðismenn hafi aftur á móti sent frá sér tilkynningu í síðustu viku um að aðgerða væri þörf því borgarreksturinn væri á hverfanda hveli.

Tvítugur Outlaws-maður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Karlmaður um tvítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær þegar hún gerði húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Lagt var hald á fíkniefni, þýfi, skotvopn og sprengiefni, en það síðastnefnda fannst í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði.

Flestir ganga eða hjóla í skólann

Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla hefur hjólað í skólann síðustu daga en nú stendur yfir átakið Göngum/hjólum í skólann í grunnskólum borgarinnar. Átakið hvetur börn og starfsfólk til aukinnar hreyfingar.

Veistu hver er á myndinni?

Maðurinn sem sést á meðfylgandi mynd, íklæddur í blárri yfirhöfn og dökkum buxum, í Herjólfsdal mánudaginn 6. ágúst síðastliðinn klukkan 05:35 er beðinn um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010. Aðrir þeir sem telja sig geta upplýst um hver þessi maður er eru líka beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu. Maður þessi er talinn búa yfir upplýsingum sem gagnast gætu við rannsókn máls.

Krefjast gæsluvarðhalds yfir Outlaws-manni

Krafist er gæsluvarðhalds yfir karlmanni í tengslum við húsleitir sem gerðar voru í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Á báðum stöðum var hald lagt á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna veruleg magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en þar tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhaldskrafan er tekin fyrir. Fyrir utan bíða félagar mannsins og eins og sést á þessari mynd er að minnsta kosti annar þeirra merktur samtökunum.

Nafn mannsins sem lést

Karlmaðurinn sem lést eftir sprengingu í íbúð í Ofanleiti í Reykjavík hét Jón Hilmar Hálfdánarson. Hann var fæddur 1973. Sprengingin varð fyrir hádegi á sunnudag og var Jón Hilmar fluttur umsvifalaust á sjúkrahús. Hann lést eftir hádegi í gær.

Taka kröfur stúdenta alvarlega

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynntu kröfur stúdenta í ríkisstjórn í morgun. Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan Alþingishúsið og afhenti ráðherrunum tveimurum 3000 póstkort frá nemendum í HÍ.

30 daga fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft rúm 70 grömm af kannabisefnum og tæp 13 grömm af amfetamíni í vörslum sínum. Auk þess fannst eins meters löng sveðja í íbúð hans.

Sjá næstu 50 fréttir