„Menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt“ 19. september 2012 04:00 Ljóst er að hundruð ef ekki þúsundir fjár hafa drepist á Norðurlandi eftir fárviðrið og segja bændur illmögulegt að koma hræjunum til byggða til förgunar. mynd/Egill Aðalsteinsson Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira