Innlent

Taka kröfur stúdenta alvarlega

BBI skrifar
Oddný og Katrín tóku við póstkortum frá stúdentum fyrir utan Alþingishúsið í gær.
Oddný og Katrín tóku við póstkortum frá stúdentum fyrir utan Alþingishúsið í gær.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynntu kröfur stúdenta í ríkisstjórn í morgun. Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan Alþingishúsið og afhenti ráðherrunum tveimur um 3000 póstkort frá nemendum í HÍ.

Sútdentar krefjast þess að Háskóli Íslands fái greitt með öllum nemendum sem stunda nám við Háskólann, en eins og stendur má ætla að um 520 nemendur stundi nám við háskólann án þess að ríkið greiði með þeim.

„Við kynntum þessar kröfur á ríkisstjórnarfundi í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. „Mér finnst þessi krafa ekki ósanngjörn," bætir hún við og útskýrir að það hafi verið ráðstöfun vegna kreppunnar að borga ekki með öllum nemendum í háskólanum. Hún vonast til þess að málið verði tekið fyrir og rætt milli umræðna um fjárlagafrumvarpið á Alþingi.

„Ég lofa engum niðurstöðum en þetta gerist alla vega ekkert alveg strax," segir hún en undirstrikar að ríkisstjórnin taki kröfur stúdenta alvarlega og hlusti á þær. Það verði hins vegar að ráðast hvert svigrúmið er til hækkana.


Tengdar fréttir

Stúdentar með niðurskurðargjörning við Alþingishúsið

Stúdentaráð stendur í dag klukkan eitt fyrir svokölluðum niðurskurðargjörningi. Stúdentar ætla þá að fjölmenna fyrir utan Alþingi og afhenda fjármála- mennta og menningarmálaráðherra og mögulega forsætisráðherra um þrjú þúsund póstkort sem nemendur Háskóla Íslands hafa kvittað undir.

Stúdentar afhentu um 3000 póstkort

Stúdentaráð Háskóla Íslands afhenti fjármálaráðherra um 3000 póstkort sem nemendur HÍ kvittuðu undir til að vekja athygli á of miklum niðurskurði. Krafa Stúdentaráðs er að háskólinn fái greitt með öllum sínum nemendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×